Ég get nú endalaust bætt á þennan lista. Sú setning er í sjálfu sér mjög mótsagnakennd því mig langar alls ekki að hafa overcrowded heimili. En það er nú önnur saga… það er bara til svo mikið af fallegum hlutum að ég verð bara að leyfa mér að dreyma um þá.
Arco gólflampinn. Nei ég meinaða, það má nú alveg réttlæta þessi kaup. Hann passar nánast í hvaða stofurými.. eða já, bara hvaða opna rými sem er. Svo mikill statement lampi en engan veginn frekur á athygli. Annars sé ég spegilinn sem við keyptum sl. vor þarna vinstra megin.. hann er svo flottur, allavega þar til dóttir mín byrjar að skríða/labba.
Annars fæst upprunalegi Arco lampinn í Lumex en mig langar í þá týpu. Annars er LED Arco gólflampinn til í Casa.
Málverk eftir Hrafnkel. Myndirnar hans eru ennþá flottari “live”.. vinkona mín keypti mynd af honum þegar hann hélt sýningu í Hafnarfirði fyrir einhverjum vikum síðan.. eina sem ég hef að segja um þá mynd er að hún er bókstaflega “tryllt” þegar hún er komin upp á vegg. Flottur listamaður sem vert er að fylgjast með.
PH 3/2 borðlampinn eftir Louis Poulsen. Ég er ekki viss um að það sé til fallegri borðlampi.. allavega er þessi í fyrsta sæti hjá mér. Mér þykir þessi stærð sú fullkomna, en hún hentar vel á skenk. Sá minnsti er flottur á náttborð (en ég myndi nú henda honum í gólfið í svefni).. og sá stærsti er of stór að mínu mati. Lampinn er ekki stór en kostar samt nóg af pening… rúmar 100 þúsund krónur… jebb… you heard me. Rándýr en hann verður aldrei old news. Það má sjá hann bregða fyrir á myndum allt að 90-100 ár aftur í tímann.
Þessi Montana hillueining er á tilboði í Epal, en tilefnið er 35 ára afmæli fyrirtækisins. Hillueiningin kostar aðeins 44.900 kr. á tilboði. Eiginlega of gott til að sleppa því! Ég sé alveg fyrir mér hve fallegt það er að skeyta tveimur til þremur svona einingum saman og raða flottum statement hlutum í hillurnar. Tilboðið gildir aðeins fyrir tvenns konar hvíta liti.. það er nú allt í lagi, mér finnst þetta allt fallegt :)
… og að lokum þetta tvennt: La Bruket handsápurnar sem fást í Snúrinni.. ég hef hálf partinn verið með þær á heilanum síðan ég sá Svönu blogga um þær fyrir einhverju síðan. Mér finnst mjög gaman að pæla í öllum detailum.. og handsápan inni á baði er til dæmis dæmi um slíkt. Það er ekkert rökréttara en að handsápan sé líka falleg (okay, kannski ekki allir sammála mér þar.. haha:) Ég fór í Snúruna um daginn í fyrsta sinn og rak þar augun í ótrúlega mikið úrval af handsápum og fylgihlutum frá ýmsum merkjum, hvert öðru stílhreinna. La Bruket er hins vegar í örlitlu meira uppáhaldi svo ég valdi þær.
:svo er þessi tvenna frá VIGT líka æði inn á bað (og auðvitað önnur rými líka).. en ég er með bæði ilmstangirnar og kertið inni á baði. Ég fer alveg að sýna mynd frá baðherberginu.. það vantar enn speglaskáp og svo á eftir að setja upp tvö ljós. Ég málaði loftið svart um daginn (í stíl við vegginn) og það er frekar dimmt.. en kemur ótrúlega vel út!
Skrifa Innlegg