Besti brúsinn: Blender Bottle

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Þið getið sko treyst þessari staðhæfingu minni. Blender Bottle er sá allra besti þó víða væri leitað. Ég fékk minn hér heima í Fræinu í Fjarðarkaupum en svo hef ég líka séð þá í Marshalls og Bed, Bath and Beyond á undir 10$. Ég á þennan original en væri alveg til í að kaupa þennan albleika hér að neðan. Blender Bottle er með ýmsar útgáfur af brúsum en nýlega bættu þeir við Stak en það má sjá á neðstu myndinni. Stak er eins konar nestisboxasamstæða, hentugt fyrir fólk á ferðinni.

Plastið í brúsunum er mjög massívt og langlíft. Það er BPA-free. Eins er lokið á því mjög þétt og traust og engin hætta á að svo mikið sem einn vatnsdropi leki úr brúsanum. Hristan í brúsanum er sú langbesta sem ég hef prófað hingað til. Margir hristibrúsar eru með plastnet til að brjóta niður kekki en það virkar aldrei fullkomlega. Hristan skilur ekki eftir neina kekki í því sem þú ert að blanda þér.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.08.27 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.10.40 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.10.08 AMScreen Shot 2014-08-28 at 2.08.40 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.08.53 AM

Þessi blöndunarkúla er það sem gerir gæfumuninn.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.09.20 AM Screen Shot 2014-08-28 at 2.11.43 AM

Mig langar virkilega í Stak en hef hvergi rekist á það. Það er þó til á vefsíðunni. Oft þykir mér best að versla hlutina á netinu og sleppa við búðarrápið, háu tónlistina og fólksfjöldann.

Brúsana má einnig nota til að hrista öðrum matvælum saman, svo sem jógúrti og músli. Sjálf nota ég þetta bara í drykki, t.d. Slender Sticks frá Now og Amino Energy. Ég mæli allavega með þessum brúsum alla leið… þið sjáið ekki eftir þeim kaupum.

Heimasíða Blender Bottles

karenlind

Íþróttahandklæði

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Alltaf rekst ég á einhverja skemmtilega hluti í Marshalls sem kosta núll og nix. Ég stóðst ekki mátið og keypti fimm svona handklæði í allskyns litum og gaf fjölskyldunni.. það er ofsalega þægilegt að hafa svona handklæði meðferðis í ræktina – sérstaklega ef maður fer í spinning eða á brettið og svitnar mikið.

IMG_1825 IMG_1826 IMG_1829

Handklæðið er í þægilegri stærð og einstaklega rakadrægt. Mun betra að þurrka svitanum í þetta en í peysuna :-)

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Nuddrúllur

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Þessa frábæru rúllu fann ég í Target í jógadeildinni. Ég nota hana mjög oft og þá yfirleitt eftir æfingar. Það er nokkur sársauki sem fylgir því að nudda sig með henni, en líkaminn myndar nokkurs konar viðvana við sársaukanum og þetta verður ekkert mál eftir einhver skipti.

Við stjórnum auðvitað sjálf hve fast við ýtum… ég byrja rólega, en svo tek ég einhvern rosalegan trylling og ýti mjög fast.

IMG_2456IMG_2459IMG_6694

Ég á leiðinni á æfingu.. rúllan ásamt öðru fékk að fljóta með.

IMG_0708IMG_0709IMG_0700

Ég fór í Altis fyrir áramót og sá þar tvenns konar nuddrúllur. Bæði slétta (efri) og þessa sem er eins og mín (neðri). Þær voru sambærilegu verði og mín (24$). Mig langar ofsalega til að eignast þessa sléttu.

IMG_0497

Gömul mynd af mér frá Florida… ég hljóp alla morgna á ströndinni, gerði nokkrar líkamsæfingar að hlaupinu loknu og teygði svo á.

Það er fátt betra en að vera háður því að hreyfa sig – ég er ekki að tala um að fara og hlaupa í klukkutíma, lyfta 200kg, gera þúsund magaæfingar og svitna eins og svín.. aðalmálið er bara að fara, hreyfa sig með e-m hætti, losa um streituna og koma tilbaka með bros á vör! Það er gott. En svona til að sannfæra ykkur sem segja “Pfhh, nuddrúlla, þessi pía er nú bara eitthvað beeluð”, þá fann ég nokkra skemmtilega punkta um nuddrúllurnar sem vonandi koma ykkur til góðs.

Nuddrúllur:

-Auðveldar í notkun. 
-Hægt að nota þær hvar sem er, hvenær sem er.
-Ódýrt nudd.. sbr. nuddtímar :-)

-Má nota á hvaða vöðva sem er, svo lengi sem þeir eru slakir.
-Má blotna. Því tilvalið með í sund/gufu, þar sem vöðvarnir eru extra slakir og þá nærðu betur til vöðvanna.
-Tekur lítið pláss í töskunni. Léttur fylgihlutur.
-Nuddrúllur voru þróaðar út frá rannsóknum við Háskóla í Bandaríkjunum. Þær voru sérstaklega hannaðar fyrir hlaupara til að auka liðleika, flýta fyrir bata, draga úr eymslum í vöðvum, stífleika og verkjum.
-Ef rúllan er notuð reglulega, getur notkunin komið í veg fyrir meiðsli.
-Rúllan er frábær fyrir fólk sem á við meiðsli að stríða.. og því tilvalin fyrir endurhæfingartímabilið.
-Með rúllunni má auðveldlega finna aum svæði/meiðsli í bandvef, og því hægt að koma í veg fyrir meiðsli eins og nefnt var hér að ofan.
-Geta aukið liðleika.

Nuddrúllur eru sérstaklega góðar fyrir stífa vöðva í fótum. Ég var í mörg ár að drepast í IT-bandinu, en það er stór sinaslæða sem teygir sig ca. frá mjöðmum og niður að hnjám. Þegar IT-bandið er of strekkt fylgir því ótrúlegur sársauki. Sársaukinn er það vondur að það er varla hægt að strjúka utanvert lærið. Stíft IT-band hefur skiljanlega áhrif á margt annað, svo sem mjaðmastöðu, verki í líkama (t.d öxlum, baki og fótum). Ég fór til sjúkraþjálfara því ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að mér.. þá var mér ráðlagt að nota foam-rúllu eða svona rúllu til að mýkja upp sinina. Á tveimur vikum var allur sársauki farinn.. mér fannst það svo ótrúlegt því þessi rosalegi verkur hafði verið að plaga mig í tvö ár. Strekkt og stíft IT-band er algengur fylgikvilli hreyfingar, og þá aðallega ef við erum ódugleg við að teygja og nudda okkur. Hér er review frá einum hlaupara sem ég fann á netinu.

“I bought my first Stick several years ago when I had a seriously tight illiotibial band (IT band). I rolled my IT band using the Stick everyday for a week, and it took care of the issue. Since then, anytime I feel a little tightness in my IT band, I roll with the Stick and it loosens right up”.

itband

Hér er mynd af IT-bandinu (gult á lit).

Fyrir áhugasama þá er Altis í Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

 

Yoga handklæði

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Ég er nýbyrjuð að fara í Hot Yoga í World Class út á Nesi. Ég hef nú bara farið einu sinni þar & ég ákvað að fara út eftir 45 mínútur svo ég myndi ekki alveg farast. Það þarf klárlega að byggja upp þol fyrir þessum hita. Ég fékk skyndilega ágætissvima – enda hafði ég ekki drukkið vatn yfir daginn.. þar af leiðandi var ekkert annað í boði en að fara út.

Ég er mjög hrifin af yoga & hef farið á nokkur námskeið. Eitt námskeiðið stóð upp úr, en það var hjá Jógagúrúinum Sajee. Hann kom til Íslands í maí 2010, en það var einmitt fyrsta flugferðin hans.

4869_1177758285359_1458746_n

Sajee getur farið í hvaða stellingu sem er og nánast orðið að engu. Hann minnir mikið á ungu stúlkurnar sem dansa í sirkus og beygja og sveigja öll liðamót í 360°. Ég og aðrir sem sóttu námskeiðið hans náðum mjög miklum árangri hjá honum.

Ég fann allavega að handklæðin mín koma mér ekkert langt í Hot Yoga.. og keypti því þessi tvö í gær á Target.com, eitt fyrir mig og eitt fyrir Davíð:

Mikið hlakka ég til að vera komin í Yogaform!

karen

Grifflur – new in

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Vinkona mín gaf mér þessar “grifflur” í afmælisgjöf.. mig hefur langað í þær fáranlega lengi. Ég var alltaf að leita af þeim úti en enginn vildi svo mikið sem kannast við að hafa séð svona áður.

Ég get ekki verið með þessar týpísku grifflur – og því hafa þessar verið á óskalistanum.

IMG_0608 IMG_0614

Kostir:

-Léttar
-Auðvelt að fara úr þeim milli setta
-Svitnar mun minna í lófunum sbr. þegar maður er með venjulegar grifflur
– Haldast á sínum stað

karen

Æfingateygjur

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINAHREYFING

IMG_0203

IMG_0204

IMG_0206

IMG_0207

IMG_0208

Þessar æfingateygjur keypti ég í Marshalls, Boston. Þið verðið að kíkja í æfingahorn Marshalls ef þið eigið e-n tímann leið þangað. Ég á óteljandi dót þaðan sem hefur nýst mér mjög vel.

Kassinn innihélt þrjár æfingateygjur með misjöfnum stífleika (léttum, miðlungs og þungum) og kostaði hann aðeins 5.99$, svo það má segja að þetta hafi verið gjöf en ekki gjald.

Teygjurnar má nota á svo ótalmarga vegu og mögulegt er að þjálfa flest alla vöðva líkamans með þeim einum.  Til að mynda notuðum við svona teygjur mikið í sundinu, en þá voru þær festar við vegg og við þjálfuðum sundtökin.

Kinesis veggurinn er auðvitað fullkominn fyrir svipaðar æfingar og gera má með æfingateygjunum. Margar æfingarnar sem hægt er að gera í Kinesis má yfirfæra á teygjurnar, og ég mæli því sterklega með því að fólk google-i “kinesis excersises” og fái hugmyndir. Svo er líka tilvalið að nota teygjurnar fyrir þessa kviðæfingu sem ég bloggaði um fyrir nokkrum dögum.

Ég mæli hiklaust með þessum teygjum. Vonandi fæ ég tækifæri til að deila nokkrum góðum teygjuæfingum með ykkur á næstunni.

Á Íslandi fást þær m.a. hjá Eirberg, Hreysti og Útilíf.

1384392_10202074626209413_2023819402_n