fbpx

Besti brúsinn: Blender Bottle

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Þið getið sko treyst þessari staðhæfingu minni. Blender Bottle er sá allra besti þó víða væri leitað. Ég fékk minn hér heima í Fræinu í Fjarðarkaupum en svo hef ég líka séð þá í Marshalls og Bed, Bath and Beyond á undir 10$. Ég á þennan original en væri alveg til í að kaupa þennan albleika hér að neðan. Blender Bottle er með ýmsar útgáfur af brúsum en nýlega bættu þeir við Stak en það má sjá á neðstu myndinni. Stak er eins konar nestisboxasamstæða, hentugt fyrir fólk á ferðinni.

Plastið í brúsunum er mjög massívt og langlíft. Það er BPA-free. Eins er lokið á því mjög þétt og traust og engin hætta á að svo mikið sem einn vatnsdropi leki úr brúsanum. Hristan í brúsanum er sú langbesta sem ég hef prófað hingað til. Margir hristibrúsar eru með plastnet til að brjóta niður kekki en það virkar aldrei fullkomlega. Hristan skilur ekki eftir neina kekki í því sem þú ert að blanda þér.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.08.27 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.10.40 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.10.08 AMScreen Shot 2014-08-28 at 2.08.40 AM

Screen Shot 2014-08-28 at 2.08.53 AM

Þessi blöndunarkúla er það sem gerir gæfumuninn.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.09.20 AM Screen Shot 2014-08-28 at 2.11.43 AM

Mig langar virkilega í Stak en hef hvergi rekist á það. Það er þó til á vefsíðunni. Oft þykir mér best að versla hlutina á netinu og sleppa við búðarrápið, háu tónlistina og fólksfjöldann.

Brúsana má einnig nota til að hrista öðrum matvælum saman, svo sem jógúrti og músli. Sjálf nota ég þetta bara í drykki, t.d. Slender Sticks frá Now og Amino Energy. Ég mæli allavega með þessum brúsum alla leið… þið sjáið ekki eftir þeim kaupum.

Heimasíða Blender Bottles

karenlind

#ATFsmáralind - Vilt þú vinna 60.000 kr. gjafabréf?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Gunnhildur

    28. August 2014

    Stack og Blender Bottle fást í Fitnessbúðinni í Skeifunni. Ég keypti blender bottle með tvöföldum botni (og leynihólfi fyrir vítamínin!)) þar fyrir skömmu og var að horfa á Stack sem þeir eru með líka.

    • Karen Lind

      28. August 2014

      Hey, frábært! Takk fyrir þetta. Ætla að kíkja þangað og skoða Stak boxin :)

  2. Sæunn

    29. August 2014

    Takk! Brúsinn minn skilur alltaf eftir sig kekki sem mér finnt svo ógeðslegt og ég er búin að vera að hafa augun opin en ég get hætt því. Ég er mætt í fitnessport!