fbpx

Æfingateygjur

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINAHREYFING

IMG_0203

IMG_0204

IMG_0206

IMG_0207

IMG_0208

Þessar æfingateygjur keypti ég í Marshalls, Boston. Þið verðið að kíkja í æfingahorn Marshalls ef þið eigið e-n tímann leið þangað. Ég á óteljandi dót þaðan sem hefur nýst mér mjög vel.

Kassinn innihélt þrjár æfingateygjur með misjöfnum stífleika (léttum, miðlungs og þungum) og kostaði hann aðeins 5.99$, svo það má segja að þetta hafi verið gjöf en ekki gjald.

Teygjurnar má nota á svo ótalmarga vegu og mögulegt er að þjálfa flest alla vöðva líkamans með þeim einum.  Til að mynda notuðum við svona teygjur mikið í sundinu, en þá voru þær festar við vegg og við þjálfuðum sundtökin.

Kinesis veggurinn er auðvitað fullkominn fyrir svipaðar æfingar og gera má með æfingateygjunum. Margar æfingarnar sem hægt er að gera í Kinesis má yfirfæra á teygjurnar, og ég mæli því sterklega með því að fólk google-i “kinesis excersises” og fái hugmyndir. Svo er líka tilvalið að nota teygjurnar fyrir þessa kviðæfingu sem ég bloggaði um fyrir nokkrum dögum.

Ég mæli hiklaust með þessum teygjum. Vonandi fæ ég tækifæri til að deila nokkrum góðum teygjuæfingum með ykkur á næstunni.

Á Íslandi fást þær m.a. hjá Eirberg, Hreysti og Útilíf.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Katie mælir með

Skrifa Innlegg