fbpx

Yoga handklæði

FYLGIHLUTIR FYRIR RÆKTINA

Ég er nýbyrjuð að fara í Hot Yoga í World Class út á Nesi. Ég hef nú bara farið einu sinni þar & ég ákvað að fara út eftir 45 mínútur svo ég myndi ekki alveg farast. Það þarf klárlega að byggja upp þol fyrir þessum hita. Ég fékk skyndilega ágætissvima – enda hafði ég ekki drukkið vatn yfir daginn.. þar af leiðandi var ekkert annað í boði en að fara út.

Ég er mjög hrifin af yoga & hef farið á nokkur námskeið. Eitt námskeiðið stóð upp úr, en það var hjá Jógagúrúinum Sajee. Hann kom til Íslands í maí 2010, en það var einmitt fyrsta flugferðin hans.

4869_1177758285359_1458746_n

Sajee getur farið í hvaða stellingu sem er og nánast orðið að engu. Hann minnir mikið á ungu stúlkurnar sem dansa í sirkus og beygja og sveigja öll liðamót í 360°. Ég og aðrir sem sóttu námskeiðið hans náðum mjög miklum árangri hjá honum.

Ég fann allavega að handklæðin mín koma mér ekkert langt í Hot Yoga.. og keypti því þessi tvö í gær á Target.com, eitt fyrir mig og eitt fyrir Davíð:

Mikið hlakka ég til að vera komin í Yogaform!

karen

Kviðæfing með bjöllu

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Viktoria

    20. November 2013

    Sendir Target til Íslands eða ertu að senda þetta einhversstaðar úti?

    • Karen Lind

      20. November 2013

      Ég athugaði ekki á því hvort þeir sendi til Íslands – ég er að senda minn pakka út! Vonandi getur einhver lesandi svarað þér sem sér þetta :)

  2. María

    20. November 2013

    Ég elska hot yoga og hef verið frekar dugleg að fara í Laugum, en líka farið útá Nesi! Hef einmitt líka verið að skoða yoga-handklæði á netinu og hugsa að ég splæsi í eitt þegar ég fer til Ameríku. Mitt handklæði er klárlega ekki að gera sig heldur þar sem ég renn alltaf .. þarf að bleyta handklæðið svo ég nái almennilegu gripi.

    • Karen Lind

      20. November 2013

      Haha já! Ég var á skautasvelli um daginn – þetta var ekki að virka! Vonandi hittumst við í tíma – ég þarf að fara drífa mig í Laugar :-)

  3. Hildur Ragnarsdóttir

    20. November 2013

    ég þarf að fara drífa mig aftur! þetta er mesta snilldin þegar maður er komin með örlítið þol fyrir hitanum!

    xx