Þessa frábæru rúllu fann ég í Target í jógadeildinni. Ég nota hana mjög oft og þá yfirleitt eftir æfingar. Það er nokkur sársauki sem fylgir því að nudda sig með henni, en líkaminn myndar nokkurs konar viðvana við sársaukanum og þetta verður ekkert mál eftir einhver skipti.
Við stjórnum auðvitað sjálf hve fast við ýtum… ég byrja rólega, en svo tek ég einhvern rosalegan trylling og ýti mjög fast.
Ég á leiðinni á æfingu.. rúllan ásamt öðru fékk að fljóta með.
Ég fór í Altis fyrir áramót og sá þar tvenns konar nuddrúllur. Bæði slétta (efri) og þessa sem er eins og mín (neðri). Þær voru sambærilegu verði og mín (24$). Mig langar ofsalega til að eignast þessa sléttu.
Gömul mynd af mér frá Florida… ég hljóp alla morgna á ströndinni, gerði nokkrar líkamsæfingar að hlaupinu loknu og teygði svo á.
Það er fátt betra en að vera háður því að hreyfa sig – ég er ekki að tala um að fara og hlaupa í klukkutíma, lyfta 200kg, gera þúsund magaæfingar og svitna eins og svín.. aðalmálið er bara að fara, hreyfa sig með e-m hætti, losa um streituna og koma tilbaka með bros á vör! Það er gott. En svona til að sannfæra ykkur sem segja “Pfhh, nuddrúlla, þessi pía er nú bara eitthvað beeluð”, þá fann ég nokkra skemmtilega punkta um nuddrúllurnar sem vonandi koma ykkur til góðs.
Nuddrúllur:
-Auðveldar í notkun.
-Hægt að nota þær hvar sem er, hvenær sem er.
-Ódýrt nudd.. sbr. nuddtímar :-)
-Má nota á hvaða vöðva sem er, svo lengi sem þeir eru slakir.
-Má blotna. Því tilvalið með í sund/gufu, þar sem vöðvarnir eru extra slakir og þá nærðu betur til vöðvanna.
-Tekur lítið pláss í töskunni. Léttur fylgihlutur.
-Nuddrúllur voru þróaðar út frá rannsóknum við Háskóla í Bandaríkjunum. Þær voru sérstaklega hannaðar fyrir hlaupara til að auka liðleika, flýta fyrir bata, draga úr eymslum í vöðvum, stífleika og verkjum.
-Ef rúllan er notuð reglulega, getur notkunin komið í veg fyrir meiðsli.
-Rúllan er frábær fyrir fólk sem á við meiðsli að stríða.. og því tilvalin fyrir endurhæfingartímabilið.
-Með rúllunni má auðveldlega finna aum svæði/meiðsli í bandvef, og því hægt að koma í veg fyrir meiðsli eins og nefnt var hér að ofan.
-Geta aukið liðleika.
Nuddrúllur eru sérstaklega góðar fyrir stífa vöðva í fótum. Ég var í mörg ár að drepast í IT-bandinu, en það er stór sinaslæða sem teygir sig ca. frá mjöðmum og niður að hnjám. Þegar IT-bandið er of strekkt fylgir því ótrúlegur sársauki. Sársaukinn er það vondur að það er varla hægt að strjúka utanvert lærið. Stíft IT-band hefur skiljanlega áhrif á margt annað, svo sem mjaðmastöðu, verki í líkama (t.d öxlum, baki og fótum). Ég fór til sjúkraþjálfara því ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að mér.. þá var mér ráðlagt að nota foam-rúllu eða svona rúllu til að mýkja upp sinina. Á tveimur vikum var allur sársauki farinn.. mér fannst það svo ótrúlegt því þessi rosalegi verkur hafði verið að plaga mig í tvö ár. Strekkt og stíft IT-band er algengur fylgikvilli hreyfingar, og þá aðallega ef við erum ódugleg við að teygja og nudda okkur. Hér er review frá einum hlaupara sem ég fann á netinu.
“I bought my first Stick several years ago when I had a seriously tight illiotibial band (IT band). I rolled my IT band using the Stick everyday for a week, and it took care of the issue. Since then, anytime I feel a little tightness in my IT band, I roll with the Stick and it loosens right up”.
Hér er mynd af IT-bandinu (gult á lit).
Fyrir áhugasama þá er Altis í Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði.
Skrifa Innlegg