Saga Shop: Icelandair II

GJAFALISTI

Jæja, ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta eða óska eftir aukavinnu eða hvað… hvað sem er, ég tek því. Ég var að koma frá kjálkasérfræðingi og ég er 100 þúsund krónum fátækari. Ég þarf að fá góm og kostar hann bara rétt um 70 þúsund krónur og skoðunin sjálf kostaði 30 þúsund. Mjög flottar og hentugar upphæðir. Það gat bara ekki verið að ég fengi að sleppa svo ótrúlega vel, ég fékk s.s. aldrei teina og þurfti aldrei að standa í neinu tannstússi. Á meðan ég vorkenndi bekkjarfélögunum sem fengu teina á unglingsárunum virðist vera sem svo að ég þurfi á vorkunn þeirra að halda núna. Hver nennir að sofa með góm á fullorðinsaldri? Sjötíuþúsund króna góm!

En úr leiðindum og yfir í gleði. Ég tók saman nokkrar vörur fyrr á árinu við góðar undirtektir.. eða var það í fyrra? Svei mér þá, ég man það ekki (tíminn líður svo hratt). Saga Shop bæklingur Icelandair býður upp á ansi margt á viðráðanlegu verði. Það er einn hlutur sem mig langar afskaplega mikið í en það er Andvari, kraginn úr úlfsskinni frá FELDI. Persónulega er ég hrifnari af þeim brúna, þá vegna ljóss hárlitar. Kragarnir eru rosalega þykkir og veglegir, svartir í grunninn og brúnir í bland við aðra liti í endana. Ég skoðaði einn um daginn og ég hefði satt að segja átt að kaupa hann.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.24.34 PM

Jólaóróinn frá Georg Jensen á 6400kr.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.25.03 PM

Er þetta ekki aðalmálið í dag? Ég á ekki einn bolla en þetta virðist vera ansi vinsælt.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.25.41 PM

Uppáhalds púðrið mitt!

Screen Shot 2015-12-15 at 8.28.15 PM

Þessi lykt er æðisleg. Hressir og kætir!

Screen Shot 2015-12-15 at 8.28.47 PM

Ég fer aldrei langt án sólargelsins frá Sensai. Uppáhalds til margra margra ára.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.29.15 PM

Mig langar að prófa þetta púður. Hef heyrt gott af því en það er frekar erfitt að hætta að nota púður (LePrairie) sem maður er fullkomlega sáttur með. LP er snilld en kostar frekar mikið, svo það væri flott að finna staðgengil svona til tilbreytingar.Screen Shot 2015-12-15 at 8.30.00 PM

BIO EFFECT

Screen Shot 2015-12-15 at 8.30.49 PM Screen Shot 2015-12-15 at 8.31.04 PM Screen Shot 2015-12-15 at 8.31.33 PM

DW úrin. Ef þig langar í annan lit / aðra ól má hafa samband við Úr og Gull í Firðinum og skipta.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.32.25 PMScreen Shot 2015-12-15 at 8.32.49 PM

Hættu nú. Sjáiði þennan fallega kraga. Mig satt að segja dauðlangar í þennan brúna.
Screen Shot 2015-12-15 at 8.33.05 PM

Leður- og rúskinnshanskar (já, það á bara að vera eitt s) frá FELDI. Rúskinn prýðir handabakið en leður þekur lófana. Æðislegir!

Screen Shot 2015-12-15 at 8.33.26 PM Screen Shot 2015-12-15 at 8.33.37 PM

“Út í göngu” tvennan frá 66°NORÐUR.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.34.20 PM

Sá vinkonu mína með þetta æðislega belti frá Spakmannsspjörum. Mjög fallegt.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.34.51 PM

Skemmtileg gjöf fyrir þá sem njóta sín vel í eldhúsinu.

Screen Shot 2015-12-15 at 8.35.22 PM Screen Shot 2015-12-15 at 8.36.02 PM

Icelandair Hekla Aurora vélin sem hefur heldur betur vakið athygli er nú fáanleg sem flugmódel.

Skoða Saga Shop bækling
Heimasíða Saga Shop

karenlind

Jólagjafir handa honum

GJAFALISTI

Ég fékk ósk um að búa til jólagjafalista handa karlpeningnum. Nú tók ég bara svona það helsta saman sem mig myndi langa til að gefa kærasta mínum. Eins og í fyrri færslunni þá fæst sumt hér heima, eða flest… annað erlendis. En það er nú bara þannig að sumir eyða jólunum erlendis, svo það er um að gera að hafa þá hluti inni líka.

Húrra Reykjavík verslunin sem er staðsett á Hverfisgötu 50 er með ýmislegt sem mér lýst mjög vel á. Hér fyrir ofan má til dæmis sjá Libertine Libertine náttbuxur og nærbuxur. Mjög fín verð og góð gæði. Nærbuxurnar eru til dæmis úr 95% bómul og 5% teygjuefni.

KOMONO úrin eru pottþétt jólagjöf. Úrin fást einnig í Húrra Reykjavík.Screen Shot 2014-12-16 at 6.01.04 PMFlottar húfur frá Norse Project sem minna mig á Marc Jacobs húfurnar sem ég held mikið upp á. Þær eru til í Húrra Reykjavík! :)
Screen Shot 2014-12-16 at 6.01.46 PM

Skóburstasett frá Red Wing Heritage fyrir skósjúka drengi og karlmenn. Í þessari öskju er skóbursti, leðurnæringu, minkaolía og litarlaust skókrem. Fæst í Húrra Reykjavík.

Ég elska Sperry bátaskó. Þeir fást m.a. í Bandaríkjunum. Ekta leður! Ég á par… og mig vantar annað.

10177858_401017346717688_5226150310114536780_n10847923_403974069755349_8031415075932302329_n

Jör bregst karlpeningnum alls ekki. JÖR sokkar og JÖR skyrtur. Hvort tveggja mjög skemmtileg jólagjöf. Persónulega myndi ég vilja gefa teinóttu eða ljósbláu skyrtuna. Sokkarnir væru nú allir velkomnir í jólapakkann!

ERIKA frá Ray Ban. Þessi sólgleraugu klæða stráka og karlmenn einstaklega vel. Ég á svona par og þau fara kærasta mínum mun betur en mér.. hó hó.
ECS-BK1211081-B009C37CWA-1L-1600w920q85s10-0602.88.89_SPEAKER_BLACK

Bluetooth hátalarar. Mjög sniðug jólagjöf. Þráðlausir hátalarar sem gera manni kleift að hlusta á tónlist úr tölvu/síma hvar sem er. Mjög kröftugir. Við eigum svona og þeir eru sífellt í notkun. Ég er ekki viss hvar þeir fást, en ætli það séu ekki bara þessar týpísku verslanir eins og ELKO.

Screen Shot 2014-12-16 at 4.39.03 PM

 

Rakspírinn sem ég elska… VERY SEXY PLATINUM frá Victoria’s Secret. Létt og ljúf!

ALDO skór. Skórnir frá þeim eru æðislegir.  Endalaust af flottum og veglegum leðurskóm sem endast lengi! Fást víða um heiminn nema ekki á Íslandi.

azi-030_1z

 

ZIRH vörurnar fyrir herrana er æði. Kærasti minn hefur notað þetta í mörg ár. Fær okkar bestu einkunn. Línan fæst til dæmis í Hagkaupum.

Arthur George sokkarnir eftir Rob Kardashian eru í miklu uppáhaldi. Fást á neimanmarcus.com :)

Bróðir minn á þessar Nike buxur. Þær heita Nike Tech Fleece. Rosalega flottar, rosalega þægilegar (skv. brósa). Þær hljóta að vera til í Nike verslunum landsins.

1269346_163849480478057_419691775_o

Æðisleg húfa frá Feldi. Það er kannski ekki hver sem er sem fílar þessa húfu – en engu að síður er hún mjög töffaraleg og flott. Fæst í Geysi!

16317_820321494664880_4784159193698488889_n

Barbour jakkarnir. Tímalaus gjöf og ótrúlega vegleg. Þessir jakkar eru alveg málið. Mig langar mjög að eignast einn slíkan… og gefa kærastanum einn :) Fást í Geysi.

10524746_810631835633846_583702744244001076_n

FJALLRAVEN bakpokarnir hafa verið flottir í þúsund ár… og verða það áfram. Ég er nú ansi viss um að strákarnir myndu ekki setja upp fýlusvip við að fá einn svona. Fæst líka í Geysi.

Vonandi nýtist listinn eitthvað við jólagjafainnkaupin :)

karenlind

Tilvaldar jólagjafir

GJAFALISTI

Jæja, 1. desember er handan við hornið.. það er ekki seinna vænna en að byrja að huga að jólagjafakaupum.

Eins og þið sjáið á þessum skrifum hér að framan þá skrifaði ég þessa færslu í nóvember. Hún sat óvart á hakanum. Ég setti saman lista, þá bæði með hlutum sem fást á Íslandi og erlendis. Skemmtilegast finnst mér að fá gjafir sem standast tímans tönn… og hér eru því nokkrar hugmyndir eftir því ásamt öðrum sem duga skemur:

10344843_996842100344675_3952218185236139284_n 10730982_996842813677937_2275973539551794872_n

Scintilla plakötin sem Svana á Svartáhvítu hefur svo oft sagt frá. Ég á neðra plakatið en það bíður eftir því að komast í flottan ramma. Plakötin eru á lækkuðu verði fram að jólum, það stærra (A1) á 9.900kr. og það minna (A2) á 6.900kr. Þau fást í Fást í Spark Design Space Klapparstíg, Kistu í Hofi Akureyri, Motívo á Selfossi og Scintilla versluninni í Skipholti 25.

10339234_987469697948582_7020104357610709874_o…. og svo við höldum áfram með vörur frá Scintilla, þá get ég ekki annað en mælt með þessum ótrúlega flottu organic handklæðum frá þeim. Ég fékk eitt gult um daginn þegar ég fór á kynningu til Lindu í Scintilla. Handklæðin koma í sex litum og eru úr 100% bómul… persónulega finnst mér bleiku og gulu flottust. Það er svo smart að hafa snyrtilegt baðherbergi.. það byrjar oft með fallegum handklæðum. Mjög vegleg og flott jólagjöf.

10502430_10152430197841016_416375629213175119_n

Ég keypti mér NotKnot púða fyrir nokkrum árum… áður en hann varð gífurlega vinsæll. Þá hafði ég einmitt séð hann í sófa einnar bestu vinkonu Ragnheiðar Aspar sem hannar púðana. Ég varð að eignast hann, enda mjög einstakir púðar og sérlega hrífandi í útliti. Nú er komin minni týpa af NotKnot sem nefnist MaybeKnot. Hann kostar 15.900kr. í Hrím hönnunarhús.

10731100_581479338649419_4711171068660598229_n 10689954_573816656082354_3678466838520476623_n

Snyrtivöruhirslur frá Moments er frábær jólagjöf. Mig langar rosalega í þessa vinstra megin, en hún er á 6.990kr en sú sem er hægra megin er á 5.990 kr. Eins og er nota ég hirslu úr BYKO undir mínar snyrtivörur, en hún á nú að vera notuð undir hnífapör. Sú hirsla er fín og heldur hlutunum skipulögðum, en þessar hirslur frá Moments eru frábærar.. í útliti sem og notagildi þeirra.

Screen Shot 2014-11-22 at 1.17.48 PM

Förðunarburstarnir frá Real Techniques. Langbestu burstar sem ég hef komist í. Mikill plús að þeir séu á svo sanngjörnu verði en þeir fást til dæmis í Hagkaupum.

1506459_773181886031503_1990309782_n 1506814_787277487955276_2013789424_n

Kríli frá listakonunni Línu Rut. Facebook síðu Línu Rutar má sjá hér. Ég á tvö… frábær gjöf.

6c0a0333af4a838bcd09cb29ebfda778

BIO EFFECT 30 DAY TREATMENT  var nýlega valið á Top 100 listann yfir bestu húðvörur heims. Ég hef notað Bio Effect vörurnar mikið eins og hefur sést í nokkrum færslum. Bio Effect 30 daga meðferðin er meðal annars talin draga úr fínum línum og hrukkum, þétta húðina og jafna húðlit. Þessi pakki er frábær fyrir þær sem eru á mínum aldri. Ég hlakka til að prófa hann þar sem ég hef mjög góða reynslu af öðrum vörum frá merkinu.

10690093_10153256866534447_7635244002148447166_n

Jólalakkrísinn eftir Johan Bulow er skemmtileg viðbót við jólapakkann. Lakkrísinn er gullhúðaður og einstaklega góður!

10460363_398118403674249_3147634932081409163_n

Þvílíkur unisex biker jakki frá JÖR. Til í tveimur litum, þá bláum með gylltum rennilásum og svörtum með silfruðum rennilásum. Tímalaus og vandaður jakki.

Screen Shot 2014-12-13 at 3.36.58 PM

10384893_402509103235179_5964479909471480845_n

Hattarnir frá Janessa Leone, sem fást nú í JÖR. Mig er búið að langa í hatt frá henni síðan í vor, en stelpa sem ég elti á Instagram er oft með hatt eftir hana. Flottir og vandaðir!

Screen Shot 2014-11-22 at 2.05.31 PM

10377432_10154873908655601_9064409944582594233_n

Beyoncé Platinum Edition. Fæst hér. Skemmtileg jólagjöf!

10615501_1533039560267282_2571088224047272991_n

Kápurnar gerast ekki mikið glæsilegri en Lifecoat eftir Jet Korine, verslunareiganda GLORIA á Laugaveginum. Það má alveg ein laumast í minn jólapakka.

IMG_7821

Polar Loop úrið. Frábært úr sem hvetur mann til að hreyfa sig daglega og ná settum markmiðum. Fæst hjá NOVA og kostar 16.990kr. Úrið hvetur þig til daglegrar hreyfingar sem er reiknuð út frá þyngd, hæð, kyni og fleira. Úrið er mjög nákvæmt og vekur mann til umhugsunar. Ég fékk úrið þegar ég var að skrifa mastersritgerðina.. og það má segja að ég hafi fengið það á hárréttum tíma því á þessum tíma var voðalega auðvelt að hanga í tölvunni og læra, í stað þess að hreyfa sig.

Orange Ginger úr Aromatherapy línunni frá Bath & Body works er frábær í jólapakkann. Fæst í Bandaríkjunum… ég mæli mikið með þessum jólapakka.

how-to-fill-in-eyebrows_Maybelline-Brow-Drama-blonde_medium-brown_dark-brown

Keypti mér BROW drama eftir að hafa prófað það hjá mömmu. Þvílíkur munur á brúnunum og nú er þessi vara ómissandi. Það er sko alveg hægt að lauma einum svona með. Ég keypti #mediumbrown.

Screen Shot 2014-11-22 at 2.51.41 PM

Algae þörungamaskinn frá BLUE LAGOON er frábær. Maskinn inniheldur tvo mjög sjaldgæfa þörunga úr vistkerfi Bláa lónsins. Þeir eru taldir vinna gegn öldrun húðarinnar með því að viðhalda kollagenframleiðslu hennar. Ég nota þennan maska allavega einu sinni í mánuði.

Screen Shot 2014-11-22 at 2.59.11 PM

Marc Jacobs húfurnar sem ég bloggaði um fyrr í vetur (sjá hér). Ég keypti aðra um daginn en hún er í burgundy lit. Án efa bestu húfur sem ég hef átt.

10264965_666199416761517_942904332463327706_n 942642_735901473124644_8891791191546067976_n

Handrenndir kertastjakar frá Further North í svörtu og eik. Þeir fást í fjórum mismunandi stærðum eða frá 25cm upp í 40cm. Mér finnst þeir æðislegir!

1796726_741226605925464_2947935727150750913_o 10689645_732041736843951_652813327753821229_n

Gærupúðarnir frá Further North eru líka æðislegir. Þeir lífga sannarlega upp á!

Containers

OXO boxin. Þau eru svo frábær að ég get ekki mælt nógu mikið með þeim. Ég er að safna þeim og er nú með eitthvað um tíu box. Maturinn helst ferskur og svo er skipulagið auðvitað frábært. Mér finnst þetta æðisleg jólagjöf :) Þau fást í Kokku á Laugaveginum en ég hef keypt mín í Bandaríkjunum. Fást t.d hér.

1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o-620x413

2_large_7ef9f325-5c4b-4291-809a-bcaa01ddc4f4

Kisukertin eftir Þórunni Árnadóttur. Þau gerast ekki flottari. Og svo eru þau mun stærri en ég hélt, eins og sést á seinni myndinni. Sá þau um daginn í heimahúsi og það fyrsta sem ég sagði var “Vá, eru þau svona stór”. Ótrúlega flott, ég myndi brosa mínu breiðasta ef ég fengi eitt svona. Fást til dæmis í Aurum, Epal, Hrím, Kraum, Minju, Spark design space og Snúran.is. Svo mæli ég með að skoða heimasíðu kertanna, Pyropetcandles.com.

Mér dettur ekkert meira í hug í bili!

Annars langar mig bara að minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum.

karenlind