Ég fékk ósk um að búa til jólagjafalista handa karlpeningnum. Nú tók ég bara svona það helsta saman sem mig myndi langa til að gefa kærasta mínum. Eins og í fyrri færslunni þá fæst sumt hér heima, eða flest… annað erlendis. En það er nú bara þannig að sumir eyða jólunum erlendis, svo það er um að gera að hafa þá hluti inni líka.
Húrra Reykjavík verslunin sem er staðsett á Hverfisgötu 50 er með ýmislegt sem mér lýst mjög vel á. Hér fyrir ofan má til dæmis sjá Libertine Libertine náttbuxur og nærbuxur. Mjög fín verð og góð gæði. Nærbuxurnar eru til dæmis úr 95% bómul og 5% teygjuefni.
KOMONO úrin eru pottþétt jólagjöf. Úrin fást einnig í Húrra Reykjavík.Flottar húfur frá Norse Project sem minna mig á Marc Jacobs húfurnar sem ég held mikið upp á. Þær eru til í Húrra Reykjavík! :)
Skóburstasett frá Red Wing Heritage fyrir skósjúka drengi og karlmenn. Í þessari öskju er skóbursti, leðurnæringu, minkaolía og litarlaust skókrem. Fæst í Húrra Reykjavík.
Ég elska Sperry bátaskó. Þeir fást m.a. í Bandaríkjunum. Ekta leður! Ég á par… og mig vantar annað.
Jör bregst karlpeningnum alls ekki. JÖR sokkar og JÖR skyrtur. Hvort tveggja mjög skemmtileg jólagjöf. Persónulega myndi ég vilja gefa teinóttu eða ljósbláu skyrtuna. Sokkarnir væru nú allir velkomnir í jólapakkann!
ERIKA frá Ray Ban. Þessi sólgleraugu klæða stráka og karlmenn einstaklega vel. Ég á svona par og þau fara kærasta mínum mun betur en mér.. hó hó.
Bluetooth hátalarar. Mjög sniðug jólagjöf. Þráðlausir hátalarar sem gera manni kleift að hlusta á tónlist úr tölvu/síma hvar sem er. Mjög kröftugir. Við eigum svona og þeir eru sífellt í notkun. Ég er ekki viss hvar þeir fást, en ætli það séu ekki bara þessar týpísku verslanir eins og ELKO.
Rakspírinn sem ég elska… VERY SEXY PLATINUM frá Victoria’s Secret. Létt og ljúf!
ALDO skór. Skórnir frá þeim eru æðislegir. Endalaust af flottum og veglegum leðurskóm sem endast lengi! Fást víða um heiminn nema ekki á Íslandi.
ZIRH vörurnar fyrir herrana er æði. Kærasti minn hefur notað þetta í mörg ár. Fær okkar bestu einkunn. Línan fæst til dæmis í Hagkaupum.
Arthur George sokkarnir eftir Rob Kardashian eru í miklu uppáhaldi. Fást á neimanmarcus.com :)
Bróðir minn á þessar Nike buxur. Þær heita Nike Tech Fleece. Rosalega flottar, rosalega þægilegar (skv. brósa). Þær hljóta að vera til í Nike verslunum landsins.
Æðisleg húfa frá Feldi. Það er kannski ekki hver sem er sem fílar þessa húfu – en engu að síður er hún mjög töffaraleg og flott. Fæst í Geysi!
Barbour jakkarnir. Tímalaus gjöf og ótrúlega vegleg. Þessir jakkar eru alveg málið. Mig langar mjög að eignast einn slíkan… og gefa kærastanum einn :) Fást í Geysi.
FJALLRAVEN bakpokarnir hafa verið flottir í þúsund ár… og verða það áfram. Ég er nú ansi viss um að strákarnir myndu ekki setja upp fýlusvip við að fá einn svona. Fæst líka í Geysi.
Vonandi nýtist listinn eitthvað við jólagjafainnkaupin :)
Skrifa Innlegg