Jæja, ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta eða óska eftir aukavinnu eða hvað… hvað sem er, ég tek því. Ég var að koma frá kjálkasérfræðingi og ég er 100 þúsund krónum fátækari. Ég þarf að fá góm og kostar hann bara rétt um 70 þúsund krónur og skoðunin sjálf kostaði 30 þúsund. Mjög flottar og hentugar upphæðir. Það gat bara ekki verið að ég fengi að sleppa svo ótrúlega vel, ég fékk s.s. aldrei teina og þurfti aldrei að standa í neinu tannstússi. Á meðan ég vorkenndi bekkjarfélögunum sem fengu teina á unglingsárunum virðist vera sem svo að ég þurfi á vorkunn þeirra að halda núna. Hver nennir að sofa með góm á fullorðinsaldri? Sjötíuþúsund króna góm!
En úr leiðindum og yfir í gleði. Ég tók saman nokkrar vörur fyrr á árinu við góðar undirtektir.. eða var það í fyrra? Svei mér þá, ég man það ekki (tíminn líður svo hratt). Saga Shop bæklingur Icelandair býður upp á ansi margt á viðráðanlegu verði. Það er einn hlutur sem mig langar afskaplega mikið í en það er Andvari, kraginn úr úlfsskinni frá FELDI. Persónulega er ég hrifnari af þeim brúna, þá vegna ljóss hárlitar. Kragarnir eru rosalega þykkir og veglegir, svartir í grunninn og brúnir í bland við aðra liti í endana. Ég skoðaði einn um daginn og ég hefði satt að segja átt að kaupa hann.
Jólaóróinn frá Georg Jensen á 6400kr.
Er þetta ekki aðalmálið í dag? Ég á ekki einn bolla en þetta virðist vera ansi vinsælt.
Uppáhalds púðrið mitt!
Þessi lykt er æðisleg. Hressir og kætir!
Ég fer aldrei langt án sólargelsins frá Sensai. Uppáhalds til margra margra ára.
Mig langar að prófa þetta púður. Hef heyrt gott af því en það er frekar erfitt að hætta að nota púður (LePrairie) sem maður er fullkomlega sáttur með. LP er snilld en kostar frekar mikið, svo það væri flott að finna staðgengil svona til tilbreytingar.
BIO EFFECT
DW úrin. Ef þig langar í annan lit / aðra ól má hafa samband við Úr og Gull í Firðinum og skipta.
Hættu nú. Sjáiði þennan fallega kraga. Mig satt að segja dauðlangar í þennan brúna.
Leður- og rúskinnshanskar (já, það á bara að vera eitt s) frá FELDI. Rúskinn prýðir handabakið en leður þekur lófana. Æðislegir!
“Út í göngu” tvennan frá 66°NORÐUR.
Sá vinkonu mína með þetta æðislega belti frá Spakmannsspjörum. Mjög fallegt.
Skemmtileg gjöf fyrir þá sem njóta sín vel í eldhúsinu.
Icelandair Hekla Aurora vélin sem hefur heldur betur vakið athygli er nú fáanleg sem flugmódel.
Skrifa Innlegg