fbpx

Dagsferð til Brighton

FERÐALÖG

Ég fékk fyrirspurn um Brighton og ákvað því að lífga við gamla færslu sem ég aldrei birti. Oft skrifa ég færslur og hætti svo við, en ætli þessari hafi ekki verið ætlað að birtast. Við mæðginin skruppum til Brighton í október síðastliðnum. Brighton er ævintýralegur bær sem ég ætla að heimsækja aftur, og vera þá lengur en í einn dag. Reading er í 90 mínútna fjarlægð frá Brighton sem gerir okkur fjölskyldunni kleift að fara í dagsferð. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að fara til Brighton fljúga til Gatwick, en sá flugvöllur er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Brighton.

Við sátum hins vegar föst í umferð í ansi langan tíma svo tíminn okkar í Brighton styttist heldur betur. Það var erfitt að fá bílastæði enda bærinn stútfullur af fólki. Sjálf náði ég ekki að gera svo mikið annað en að rölta og skoða og því hef ég ekki neina skemmtilega ferðapunkta til að deila með ykkur annan en sá að Brighton er algjörlega þess virði að heimsækja.

Helstu verslanirnar eru á múrsteinslögðum og afar þröngum göngugötum. Nægt er úrvalið af local veitingastöðum og kaffihúsum. Gatan sem liggur meðfram sjávarsíðunni er einstaklega falleg, þið sjáið nokkrar myndir af henni hér að neðan. Ég leyfi myndunum að tala (ég setti inn nokkrar aðrar frá Reading) – annars bara góða ferð til Brighton, Elfa Björk :)

10583755_10205162049993078_1722085753_n 10755020_10205162049953077_1746140219_n

10799282_10205162050073080_1803722669_n 10799633_10205162050193083_1800867359_n

…. Reading

10805522_10205162050273085_1448196970_n

Rölt um Brighton

10807957_10205162049793073_1586690912_n

Almenningsgarður í Brighton

10807970_10205162050313086_1607063070_nDowntown Reading

10808162_10205162045032954_2095327845_n  IMG_0501 IMG_0502 IMG_0503 IMG_0516 IMG_0536 IMG_0540 IMG_0559 IMG_0564 IMG_0570 IMG_0571 IMG_0573 IMG_0575 IMG_0576  IMG_0578 IMG_0580 IMG_0582 IMG_0584 IMG_0585 IMG_0593 IMG_0602 IMG_0608 IMG_0610 IMG_0614 IMG_0626

Ég fór til þeirra fyrr á árinu en þá gerði ég nú mest lítið, annað en að veita brósa selskap. Ferðinni er heitið aftur í apríl en þá mun ég sjá hann keppa í fyrsta sinn með Reading. Ég deili færslu ef ég geri eitthvað skemmtilegt.

Bestu kveðjur,

karenlind

Mánuð fyrir mánuð

Skrifa Innlegg