Túristi í eigin landi..

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Fjölskylda mín frá New York kom til Íslands í viku. Ég ákvað að taka þessa viku í mínar hendur og skipuleggja allt frá a-ö. Það var svo gaman og það má segja að allt hafi unnið með okkur. Veðrið var fullkomið.. Við áttum frábæran dag í 101 enda veðrið nánast eins og á sólarströnd. Við gáfum öndunum brauð (ég er eins og barn, en mér finnst það alltaf gaman) og fengum okkur svo pylsu á Bæjarins bestu. Við sáum ótrúlegt sólsetur við Gróttu sem og við Ægissíðuna. Ég sagði þeim að Björk Guðmunds ætti heima á Ægissíðunni… og hvað gerðist þá, auðvitað kom hún út og horfði á sólsetrið við hliðina á okkur. Þeim fannst það auðvitað ótrúlega skrýtið.. að sjá Björk fyrir utan húsið sitt.

Nokkru síðar fórum við þrettán talsins, rúnt um landið.

Þingvellir
Laugarvatn & Laugarvatnshellir
Gullfoss & Geysir
Friðheimar
Kerið

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við Heiða Birna skruppum í helgarferð til Mílanó en þar býr vinkona okkar Berglind Óskars (@berglindo – mæli með að fylgja henni á instagram). Það er ótrúlega gott og gaman fyrir sálina að fara í ferð með vinkonum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá dóttur minni & það var nú bara ekkert mál. Ég hef oft heyrt mömmur tala um að þeim finnist það erfitt en ég upplifði það ekki sem betur fer. Það skiptir mig sköpum að ég haldi áfram að vera ég og svona vinkonuferð er hluti af því.

Ég verslaði lítið.. fallegan dúsk á handtöskurnar mínar, pils (ég sem er aldrei í pilsi), belti, skó og sjúklega flottan biker leðurjakka á hreint út sagt fáranlega góðu verði. Ég á einn nú þegar sem kostaði 40 þúsund krónur en þessi er svo miklu flottari og betri í sniðinu, og hann kostaði ekki nema 14 þúsund krónur.. ég skil ekki af hverju hann var svona ódýr.

TAKE ME BACK

Knús á línuna..

instagram @kaarenlind
snapchat @karenlind

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við vorum fimm vinkonurnar sem eyddum nokkrum dögum í Mílanó hjá Berglindi vinkonu okkar í júlímánuði síðastliðnum. Ég er svo heilluð af Ítalíu að ég hef verið með vott af Ítalíuþrá síðan ég kom heim. Þessi ferð var nú mest megnis afslöppun og sem betur fer var lítið um búðarráp. Mér finnst einstaklega leiðinlegt að hanga í búðum og ég reyni því að forðast það eins og heitan eldinn. Í staðinn sátum við á skemmtilegum veitingastöðum eða börum og pöntuðum okkur drykki og fengum aperitivo með, eins konar snarl sem fylgir drykkjum eftir kl. 16 – 17 á daginn. Hrikalega gott og mjög skemmtileg menning.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.18 AM

Aperitivo.. djúpsteikt basílika ásamt djúpsteikum mozzarella, salami sneiðum, sveppum, hvítlauksbrauði með hráskinku og ferskri mozzarella kúlu.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.34 AM
Rölt milli staða í Mílanó.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.02 AM

Rooftop bar.. Dómkirkjan í augnsýn.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.16 AM

Borðið hlaðið af alls konar djúsí mat..

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.31 AM
Eyddum einum deginum í sundlaugagarði. Ótrúlega hreinlegt og notalegt. Nauðsynlegt er að fara í laugina með sundhettu, annars er maður rekinn upp úr. Eina sem var á boðstólnum var hollt.. ávextir, ferskir safar, bankabygg, salöt og fleira. Skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.55 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.06 AM

Pasta og pizzur.. hvað er betra?

Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.16 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.39 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.49 AM

Smakkaði loksins þessar Ladurée makrónur sem allir pósta á Instagram. Ég var pakksödd og keypti því bara eina (mikið meira en nóg, svo sæt). En hrikalega var hún góð!

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.02 AM

Búnar á því eftir langa og skemmtilega daga.. pöntuðum pizzu í stað þess að fara út að borða. Hárrétt ákvörðun.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.12 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.48 AMScreen Shot 2016-08-14 at 11.46.24 AM

Fallegt gólfið í Galleria Vittorio Emanuele. Byggingarnar eru sömuleiðis æðislegar. Það er allt svo heillandi og rómantískt. Ekki svo skrítið að Ítalíuþráin elti og hrjái mann.

Næst síðasta daginn löbbuðum við yfir okkur, sérstaklega ég með kúluna út í loftið… og við tók bjúgur aldarinnar á fótunum. Cankles, ofsoðnar SS partýpylsur og alls konar vesen.

Annars fer að koma að annarri framkvæmdafærslu. Það fer að síga á seinnihlutann í þeim… þið eruð eflaust farin að halda að við séum hætt við að flytja inn en þetta tekur bara heeelvíti langan tíma þegar einn herramaður stendur í þessu öllu saman. Smáhlutirnir virðast endalausir… og við erum bæði gædd þeim ókosti – sem er þó vissulega kostur – að vera hrikalega smámunasöm. Ég rýni í allt með smásjá og því er þetta að taka kannski aðeins meiri tíma sömuleiðis.

Ég set stundum inn á snapchatið mitt alls konar pælingar frá framkvæmdunum og öðru.. ykkur er velkomið að fylgjast með ef ykkur langar… plain basic snapchat notendanafn: karenlind

karenlind

Clearwater Beach

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Þá erum við komin heim eftir hreint út sagt æðislega ferð til Florida. Við eyddum heldur meira en við ætluðum okkur, þrátt fyrir næstum tómar ferðatöskur. Ég keypti mér gallabuxur og ekkert meira. Jú, reyndar saxaði ég aðeins af jólagjafalistanum. Eyðslan fór að mestu í óeðlilega óhollan mat. Ég horfði á mig bólgna út af eiturefnum. Ég meina það, þvílíkt rugl. Um leið og maður byrjar á vitleysunni, þá er eins og manni sé hent niður eina bröttustu rennibraut óhollustunnar og það er engin leið að stoppa né snúa við. Ég renndi mér svo sannarlega niður hina sannkölluðu rennibraut himnaríkis (eða helvítis, hvernig sem maður lítur á það) og borðaði t.d einn daginn Cracker Barrel í morgunmat, McFlurry stuttu síðar… McDonalds fljótlega eftir það, Cherry Coke á ströndinni, snakk og súkkulaði, Hooters í kvöldmat og Pringles rétt fyrir háttinn. Junk food lífernið truflaði mig ekki, mér fannst þetta bara nice. Eina sem gekk á afturfótunum hjá mér var meltingin en það er svo sem skiljanlegt, hvaða eðlilega þarmaflóra samþykkir þessa dúndur blöndu?

Clearwater Beach er staður sem ég heimsæki aftur. Ferðalög mín til Florida hafa alltaf verið ólík þessari ferð, ég hef haft það fyrir vana að fara til ömmu og móðurbróður míns. Núna vorum við hins vegar á hótelum og keyrðum um. Ég komst að því að ég mun aldrei gista aftur í Orlando. Í mesta lagi verður eytt deginum þar til að versla. Það er ósköp lítið þar til afþreyingar og umhverfið ekki heillandi.

Til að lýsa Clearwater Beach á sem einfaldastan hátt, þá er þetta örlítil strandareyja við Mexíkóflóann. Ströndin sjálf er um 4km að lengd. Umhverfið er svo tært og fallegt, aðeins ein gata teygir sig frá öðrum enda eyjunnar og yfir í hinn. Hliðargötur spretta svo út frá aðalgötunni og þar má sjá ótrúlega falleg hús eða krúttleg gistiheimili.

7f003e423661cb7239b7d23afb330b71

Ég tók þessa mynd úr flugvélinni minni. Heh, grín. En myndin sýnir svona nokkurn veginn hvernig þetta lítur út. Satt að segja sýnist mér myndin ekki vera af Clearwater Beach,  þetta er Sand Key, en sú eyja er við hliðina á Clearwater B.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.51 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.44 AM

Litlar bryggjur út frá húsunum.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.21 AM

Séð frá götunni.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.08 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.10.07 AM

Ljúf afslöppun

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.57 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.43 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.34 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.23 AM

On a boat. Uppblásnum samt.. ekkert fancy.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.51 AM

Ótrúlegt sólarlag.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.35 AM Snapchat-8074845560491995677

Sólin farin og pastellitir sjá um eftirmálin.

Snapchat-3544062957610362295

Ofsalega fallegt. Sólarlagið gerist ekki mikið fallegra en á þessum stað.

Snapchat-419502360330867658

Snapchat-241437305730945421 Screen Shot 2015-11-12 at 10.48.04 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.56 AM 1 Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.46 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.38 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.30 AM
Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.01 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.54 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.47 AM

Hello my friend. Smá auka Oreo og þá er ég góð.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.05 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.42 AM

Steypa og malbik í morgunmat.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.28 AM

Svona eru sum hótelin þarna. Þetta er einum of krúttegur retro stíll.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.42.33 AM

Keyrt að Clearwater Beach

Screen Shot 2015-11-12 at 11.16.51 AM

Ég er með 89 þúsund fæðingabletti. Einn á vörinni. Svo fékk ég eitt sem ég hef aldrei orðið vör við áður… en það var freknurönd í kringum varirnar. Það er eins og ég sé með varablýant. Hvað kemur ekki með aldrinum?

IMG_8843IMG_20151106_003202

Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.23 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.20 AM

Húðlæknirinn hefur frætt mig ansi mikið um sólina og áhrif hennar… því fer ég að hans ráðum og maka á mig 50+.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.32 AM


12248698_10207689468660543_191899046_n

Hér var ekki verið að töfra neinar hrukkur í burtu.. það er víst einhver beauty takki á Samsung símum sem blörrar á manni andlitin sem ég hef rekist í. Það sést mjög vel að hann er á. Er þetta ekki furðuleg viðbót við myndavélar í símum?

Ég mæli svo sannarlega með því að eyða dögunum á þessum stað. Ekkert stress, bara strönd, barir, matsölustaðir, veitingastaðir og hangs með bumbuna út í loftið. Það getur varla klikkað.

karenlind

Vacay

FERÐALÖG

Hér er fátt annað að frétta en að sólin er hátt á lofti alla daga og níutíu ára hitamet var slegið í fyrradag. Ég hef aldrei upplifað svona hita á þessum árstíma í Florida. Í dag erum við komin á stað sem býr yfir ólýsanlegri fegurð. Ég ætla að taka einhverjar myndir og gera skemmtilega færslu um þennan stað – hingað vilja allir (Íslendingar) koma og eyða nokkrum dögum, eða ég þori svona nokkurn veginn að veðja á það.

Screen Shot 2015-11-05 at 8.56.04 AM

Cocoa Beach

Screen Shot 2015-11-05 at 8.56.19 AM

Við fórum í heimsókn til vinafólks í gær.. þau keyptu húsið af ömmu minni og afa fyrir einhverjum árum síðan. Rosalega gaman að koma aftur í húsið þeirra, fékk meira að segja smá kökk í hálsinn.

Ég setti þessar tvær myndir inn á instagram. Ég er að segja ykkur það – ég er orðin feimin á instagram. Hvað er eiginlega málið! Það er eitthvað sem fylgir aldrinum býst ég við… alltaf ætla ég að fara að verða aktívari þar á bæ en ég hætti nánast við hverja einustu mynd sem ég set inn. Nú ætla ég að vera dugleg, allavega næstu vikuna :)

Floridakveðjur,

karenlind

Myndir

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðastliðið hálft ár.. smá myndaflóð!

Ég eignaðist litla frænku í apríl. Þeir sem muna eftir Frigid blogginu góða hjá okkur Ingu hér í gamla daga – þar sem vitleysan réð ríkjum og hver færslan á eftir annarri var vægast sagt sjokkerandi. Allavega, Inga var að eignast þessa sætu dúllu.

Tók þátt í Calvin Klein æðinu..

Fór til Reading í vor. Fór á tvo leiki þar sem brósi var að keppa. Náði að stilla myndavélina mína kolrangt og þar með voru allar myndir hræðilegar. Fallegar útidyrahurðir, Auntie Anne’s, hið endalausta Terminal 2 á Heathrow og ýmislegt annað sem festist ekki nógu vel á filmu.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.30.54 PM

Fór út í Bónus og kom að bílnum svona… flott hjá mér. Skildi hann bara eftir í hlutlausum og án handbremsu. Þetta er þó ekki jafn slæmt og atvikið sem átti sér stað þegar ég var sautján ára. Þá rann bíllinn yfir allt bílastæðið, yfir gangstétt, sveigði rétt framhjá ljósastaur og endaði á einhverju túni. Heppnin er nefnilega alltaf með mér þó svo að ég lendi í furðulegum hlutum.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.44.15 PM
Jökulsárlón. Skemmtilegt að koma þangað aftur. Heimsótti það síðast árið 2000 í skólaferðalagi 10. bekkjar.
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.47 PM
Svínajökull
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.08 PM
Fjaðrárgljúfur…. svakalega fallegt og þangað verða allir að fara. Ég missti andann yfir fegurðinni.Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.20 PM
Frekar fyndin mynd af karlmanni – en engu að síður dúlluleg. Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.35 PM
Happy Camper
Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.07 PM
Skógarfoss
Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.33 PM

Ferðaðist um Ísland. Hvað get ég sagt… ég elska Ísland. Mér finnst ég afar heppin að hafa fæðst í þessu landi :)

Screen Shot 2015-09-12 at 12.45.08 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.44.57 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.45.40 PM

Fór aftur til Reading í lok ágúst. Fórum til Henley… æðislegur bær. Ekkert skemmtilegra en að spóka sig um í Bretlandi.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.15 PM

Fór í bústaðarferð með vinkonum mínum. Ég er heppin með vinkonur!

ADIDAS æðið hjá mér ætlar engan enda að taka.

NY NY

… og nú geri ég varla annað en að hjóla um NY. Svo auðvelt og mun skemmtilegra.

Og svona var færsla dagsins – sjáumst í næstu!

karenlind

Dagsferð til Brighton

FERÐALÖG

Ég fékk fyrirspurn um Brighton og ákvað því að lífga við gamla færslu sem ég aldrei birti. Oft skrifa ég færslur og hætti svo við, en ætli þessari hafi ekki verið ætlað að birtast. Við mæðginin skruppum til Brighton í október síðastliðnum. Brighton er ævintýralegur bær sem ég ætla að heimsækja aftur, og vera þá lengur en í einn dag. Reading er í 90 mínútna fjarlægð frá Brighton sem gerir okkur fjölskyldunni kleift að fara í dagsferð. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að fara til Brighton fljúga til Gatwick, en sá flugvöllur er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Brighton.

Við sátum hins vegar föst í umferð í ansi langan tíma svo tíminn okkar í Brighton styttist heldur betur. Það var erfitt að fá bílastæði enda bærinn stútfullur af fólki. Sjálf náði ég ekki að gera svo mikið annað en að rölta og skoða og því hef ég ekki neina skemmtilega ferðapunkta til að deila með ykkur annan en sá að Brighton er algjörlega þess virði að heimsækja.

Helstu verslanirnar eru á múrsteinslögðum og afar þröngum göngugötum. Nægt er úrvalið af local veitingastöðum og kaffihúsum. Gatan sem liggur meðfram sjávarsíðunni er einstaklega falleg, þið sjáið nokkrar myndir af henni hér að neðan. Ég leyfi myndunum að tala (ég setti inn nokkrar aðrar frá Reading) – annars bara góða ferð til Brighton, Elfa Björk :)

10583755_10205162049993078_1722085753_n 10755020_10205162049953077_1746140219_n

10799282_10205162050073080_1803722669_n 10799633_10205162050193083_1800867359_n

…. Reading

10805522_10205162050273085_1448196970_n

Rölt um Brighton

10807957_10205162049793073_1586690912_n

Almenningsgarður í Brighton

10807970_10205162050313086_1607063070_nDowntown Reading

10808162_10205162045032954_2095327845_n  IMG_0501 IMG_0502 IMG_0503 IMG_0516 IMG_0536 IMG_0540 IMG_0559 IMG_0564 IMG_0570 IMG_0571 IMG_0573 IMG_0575 IMG_0576  IMG_0578 IMG_0580 IMG_0582 IMG_0584 IMG_0585 IMG_0593 IMG_0602 IMG_0608 IMG_0610 IMG_0614 IMG_0626

Ég fór til þeirra fyrr á árinu en þá gerði ég nú mest lítið, annað en að veita brósa selskap. Ferðinni er heitið aftur í apríl en þá mun ég sjá hann keppa í fyrsta sinn með Reading. Ég deili færslu ef ég geri eitthvað skemmtilegt.

Bestu kveðjur,

karenlind

Must do í NYC: The High Line

BANDARÍKINFERÐALÖG

The High Line eru gamlir járnbrautateinar í rúmlega 10 metra hæð sem teygja anga sína frá 34. stræti að Gaansevort stræti og er gönguleiðin um 1.6 km að lengd. Járnbrautateinarnir voru í fullri notkun frá árunum 1934-1980 og þá meðal annars notaðir til að ferja kjöt niður að Meatpacking District. Árið 2003 var efnt til hugmyndakeppni um hvernig ætti að endurhanna járnbrautateinana. Rúmlega 700 lið tóku þátt frá 36 löndum og þær hugmyndir sem ekki fengu að njóta sín prýða svæði á Grand Central. Í mars 2004 var sigurliðið valið og árið 2008 var byrjað á framkvæmdum. Sú hugmynd sem varð fyrir valinu var gönguleið sem er ótrúlega einstök og virkilega falleg. Framkvæmdum á þriðja og síðasta hluta gönguleiðarinnar lauk í lok september 2014.

3251566112_0c290be70a_b high-line-beforeScreen Shot 2015-02-18 at 12.17.36 PM

Ég rölti The High Line síðastliðið haust og var alveg dolfallin en rétt er að minnast á að þriðji og síðasti hlutinn var ókláraður svo ég hef ekki enn skoðað hann. Ég rétt dúllaðist áfram þennan dag og tók mér dágóðan tíma í göngutúrinn, enda margt að sjá.

10621138_10204585269613929_245335286_n

Gengið upp á High Line á 30. stræti.

10589707_10204585267853885_590140229_n10638043_10204585255653580_1750489146_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.09.15 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.57 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.09.05 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.22 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.30 AM Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.41 AM10603068_10204585236133092_381068384_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.49 AM 10622154_10204585253093516_451013246_n
Screen Shot 2014-08-28 at 1.08.11 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.08.03 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.50 AM10643405_10204585234173043_1163187834_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.35 AM10654014_10204585253893536_186699309_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.15 AMScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.26 AM10637662_10204585235093066_674418320_nScreen Shot 2014-08-28 at 1.07.02 AM

10634313_10204585269013914_545453891_n

Ég mæli með því að labba High Line á góðum sólardegi og þá helst í góðum skóm. Þá er nauðsynlegt að taka með sér sólarvörn og gott nesti. Það var lítið um samlokur og slíkt á leiðinni en nægt úrval var af drykkjum og ís. Ég myndi segja að gönguleiðin tæki sirka tvo til þrjá tíma fyrir nýgræðinga, jafnvel lengur. Á þriðja tímanum var ég orðin hungruð og fór því aftur upp á hótel. En mikið hefði ég viljað vera lengur, leggjast á einn bekkinn og lesa bók og fá mér samloku. Ég man það næst.

Þið sem þekkið ekki High Line skrifið þetta niður og setjið þetta efst á To Do listann ykkar fyrir NYC ferðina. Alveg frábært!

karenlind