fbpx

Clearwater Beach

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Þá erum við komin heim eftir hreint út sagt æðislega ferð til Florida. Við eyddum heldur meira en við ætluðum okkur, þrátt fyrir næstum tómar ferðatöskur. Ég keypti mér gallabuxur og ekkert meira. Jú, reyndar saxaði ég aðeins af jólagjafalistanum. Eyðslan fór að mestu í óeðlilega óhollan mat. Ég horfði á mig bólgna út af eiturefnum. Ég meina það, þvílíkt rugl. Um leið og maður byrjar á vitleysunni, þá er eins og manni sé hent niður eina bröttustu rennibraut óhollustunnar og það er engin leið að stoppa né snúa við. Ég renndi mér svo sannarlega niður hina sannkölluðu rennibraut himnaríkis (eða helvítis, hvernig sem maður lítur á það) og borðaði t.d einn daginn Cracker Barrel í morgunmat, McFlurry stuttu síðar… McDonalds fljótlega eftir það, Cherry Coke á ströndinni, snakk og súkkulaði, Hooters í kvöldmat og Pringles rétt fyrir háttinn. Junk food lífernið truflaði mig ekki, mér fannst þetta bara nice. Eina sem gekk á afturfótunum hjá mér var meltingin en það er svo sem skiljanlegt, hvaða eðlilega þarmaflóra samþykkir þessa dúndur blöndu?

Clearwater Beach er staður sem ég heimsæki aftur. Ferðalög mín til Florida hafa alltaf verið ólík þessari ferð, ég hef haft það fyrir vana að fara til ömmu og móðurbróður míns. Núna vorum við hins vegar á hótelum og keyrðum um. Ég komst að því að ég mun aldrei gista aftur í Orlando. Í mesta lagi verður eytt deginum þar til að versla. Það er ósköp lítið þar til afþreyingar og umhverfið ekki heillandi.

Til að lýsa Clearwater Beach á sem einfaldastan hátt, þá er þetta örlítil strandareyja við Mexíkóflóann. Ströndin sjálf er um 4km að lengd. Umhverfið er svo tært og fallegt, aðeins ein gata teygir sig frá öðrum enda eyjunnar og yfir í hinn. Hliðargötur spretta svo út frá aðalgötunni og þar má sjá ótrúlega falleg hús eða krúttleg gistiheimili.

7f003e423661cb7239b7d23afb330b71

Ég tók þessa mynd úr flugvélinni minni. Heh, grín. En myndin sýnir svona nokkurn veginn hvernig þetta lítur út. Satt að segja sýnist mér myndin ekki vera af Clearwater Beach,  þetta er Sand Key, en sú eyja er við hliðina á Clearwater B.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.51 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.44 AM

Litlar bryggjur út frá húsunum.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.21 AM

Séð frá götunni.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.08 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.10.07 AM

Ljúf afslöppun

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.57 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.43 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.34 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.23 AM

On a boat. Uppblásnum samt.. ekkert fancy.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.51 AM

Ótrúlegt sólarlag.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.35 AM Snapchat-8074845560491995677

Sólin farin og pastellitir sjá um eftirmálin.

Snapchat-3544062957610362295

Ofsalega fallegt. Sólarlagið gerist ekki mikið fallegra en á þessum stað.

Snapchat-419502360330867658

Snapchat-241437305730945421 Screen Shot 2015-11-12 at 10.48.04 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.56 AM 1 Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.46 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.38 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.30 AM
Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.01 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.54 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.47 AM

Hello my friend. Smá auka Oreo og þá er ég góð.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.05 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.42 AM

Steypa og malbik í morgunmat.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.28 AM

Svona eru sum hótelin þarna. Þetta er einum of krúttegur retro stíll.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.42.33 AM

Keyrt að Clearwater Beach

Screen Shot 2015-11-12 at 11.16.51 AM

Ég er með 89 þúsund fæðingabletti. Einn á vörinni. Svo fékk ég eitt sem ég hef aldrei orðið vör við áður… en það var freknurönd í kringum varirnar. Það er eins og ég sé með varablýant. Hvað kemur ekki með aldrinum?

IMG_8843IMG_20151106_003202

Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.23 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.20 AM

Húðlæknirinn hefur frætt mig ansi mikið um sólina og áhrif hennar… því fer ég að hans ráðum og maka á mig 50+.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.32 AM


12248698_10207689468660543_191899046_n

Hér var ekki verið að töfra neinar hrukkur í burtu.. það er víst einhver beauty takki á Samsung símum sem blörrar á manni andlitin sem ég hef rekist í. Það sést mjög vel að hann er á. Er þetta ekki furðuleg viðbót við myndavélar í símum?

Ég mæli svo sannarlega með því að eyða dögunum á þessum stað. Ekkert stress, bara strönd, barir, matsölustaðir, veitingastaðir og hangs með bumbuna út í loftið. Það getur varla klikkað.

karenlind

Vacay

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helga

    13. November 2015

    Vá þvílíkur draumur, heyrði einmitt frá vinafólki um daginn að eftir Flórídaferð þar sem meirihlutanum var eytt á strönd yrði ekki aftur snúið og það að dvelja í Orlando væri ekkert sérlega áhugavert lengur.
    Dásamlegar myndir – og já sukkið í fríinu fylgir bara :)

  2. berglindo

    16. November 2015

    Þið eruð best, flórida fer ykkur vel!! skemmtilegar myndir :)

  3. Elísabet Gunnars

    17. November 2015

    Hefur greinilega verið algjör draumur! :)

  4. Svart á Hvítu

    17. November 2015

    Ég hefði ekki átt að skoða þessa færslu… það verður núna örlítið erfiðara að skafa bílinn í fyrramálið haha:)