fbpx

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við vorum fimm vinkonurnar sem eyddum nokkrum dögum í Mílanó hjá Berglindi vinkonu okkar í júlímánuði síðastliðnum. Ég er svo heilluð af Ítalíu að ég hef verið með vott af Ítalíuþrá síðan ég kom heim. Þessi ferð var nú mest megnis afslöppun og sem betur fer var lítið um búðarráp. Mér finnst einstaklega leiðinlegt að hanga í búðum og ég reyni því að forðast það eins og heitan eldinn. Í staðinn sátum við á skemmtilegum veitingastöðum eða börum og pöntuðum okkur drykki og fengum aperitivo með, eins konar snarl sem fylgir drykkjum eftir kl. 16 – 17 á daginn. Hrikalega gott og mjög skemmtileg menning.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.18 AM

Aperitivo.. djúpsteikt basílika ásamt djúpsteikum mozzarella, salami sneiðum, sveppum, hvítlauksbrauði með hráskinku og ferskri mozzarella kúlu.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.34 AM
Rölt milli staða í Mílanó.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.02 AM

Rooftop bar.. Dómkirkjan í augnsýn.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.16 AM

Borðið hlaðið af alls konar djúsí mat..

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.31 AM
Eyddum einum deginum í sundlaugagarði. Ótrúlega hreinlegt og notalegt. Nauðsynlegt er að fara í laugina með sundhettu, annars er maður rekinn upp úr. Eina sem var á boðstólnum var hollt.. ávextir, ferskir safar, bankabygg, salöt og fleira. Skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.55 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.06 AM

Pasta og pizzur.. hvað er betra?

Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.16 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.39 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.49 AM

Smakkaði loksins þessar Ladurée makrónur sem allir pósta á Instagram. Ég var pakksödd og keypti því bara eina (mikið meira en nóg, svo sæt). En hrikalega var hún góð!

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.02 AM

Búnar á því eftir langa og skemmtilega daga.. pöntuðum pizzu í stað þess að fara út að borða. Hárrétt ákvörðun.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.12 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.48 AMScreen Shot 2016-08-14 at 11.46.24 AM

Fallegt gólfið í Galleria Vittorio Emanuele. Byggingarnar eru sömuleiðis æðislegar. Það er allt svo heillandi og rómantískt. Ekki svo skrítið að Ítalíuþráin elti og hrjái mann.

Næst síðasta daginn löbbuðum við yfir okkur, sérstaklega ég með kúluna út í loftið… og við tók bjúgur aldarinnar á fótunum. Cankles, ofsoðnar SS partýpylsur og alls konar vesen.

Annars fer að koma að annarri framkvæmdafærslu. Það fer að síga á seinnihlutann í þeim… þið eruð eflaust farin að halda að við séum hætt við að flytja inn en þetta tekur bara heeelvíti langan tíma þegar einn herramaður stendur í þessu öllu saman. Smáhlutirnir virðast endalausir… og við erum bæði gædd þeim ókosti – sem er þó vissulega kostur – að vera hrikalega smámunasöm. Ég rýni í allt með smásjá og því er þetta að taka kannski aðeins meiri tíma sömuleiðis.

Ég set stundum inn á snapchatið mitt alls konar pælingar frá framkvæmdunum og öðru.. ykkur er velkomið að fylgjast með ef ykkur langar… plain basic snapchat notendanafn: karenlind

karenlind

Hunter bleyjutaska

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Berglind

    16. August 2016

    Love u ❤️ Svo gaman saman