fbpx

Vacay

FERÐALÖG

Hér er fátt annað að frétta en að sólin er hátt á lofti alla daga og níutíu ára hitamet var slegið í fyrradag. Ég hef aldrei upplifað svona hita á þessum árstíma í Florida. Í dag erum við komin á stað sem býr yfir ólýsanlegri fegurð. Ég ætla að taka einhverjar myndir og gera skemmtilega færslu um þennan stað – hingað vilja allir (Íslendingar) koma og eyða nokkrum dögum, eða ég þori svona nokkurn veginn að veðja á það.

Screen Shot 2015-11-05 at 8.56.04 AM

Cocoa Beach

Screen Shot 2015-11-05 at 8.56.19 AM

Við fórum í heimsókn til vinafólks í gær.. þau keyptu húsið af ömmu minni og afa fyrir einhverjum árum síðan. Rosalega gaman að koma aftur í húsið þeirra, fékk meira að segja smá kökk í hálsinn.

Ég setti þessar tvær myndir inn á instagram. Ég er að segja ykkur það – ég er orðin feimin á instagram. Hvað er eiginlega málið! Það er eitthvað sem fylgir aldrinum býst ég við… alltaf ætla ég að fara að verða aktívari þar á bæ en ég hætti nánast við hverja einustu mynd sem ég set inn. Nú ætla ég að vera dugleg, allavega næstu vikuna :)

Floridakveðjur,

karenlind

Passion Planner 2016

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    5. November 2015

    Njóttu hitans, hér er bara rok og rigning!!
    Er á sama stað og þú með Instagram, er eitthvað ægilega feimin þar haha:)
    -Svana