fbpx

Myndir

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðastliðið hálft ár.. smá myndaflóð!

Ég eignaðist litla frænku í apríl. Þeir sem muna eftir Frigid blogginu góða hjá okkur Ingu hér í gamla daga – þar sem vitleysan réð ríkjum og hver færslan á eftir annarri var vægast sagt sjokkerandi. Allavega, Inga var að eignast þessa sætu dúllu.

Tók þátt í Calvin Klein æðinu..

Fór til Reading í vor. Fór á tvo leiki þar sem brósi var að keppa. Náði að stilla myndavélina mína kolrangt og þar með voru allar myndir hræðilegar. Fallegar útidyrahurðir, Auntie Anne’s, hið endalausta Terminal 2 á Heathrow og ýmislegt annað sem festist ekki nógu vel á filmu.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.30.54 PM

Fór út í Bónus og kom að bílnum svona… flott hjá mér. Skildi hann bara eftir í hlutlausum og án handbremsu. Þetta er þó ekki jafn slæmt og atvikið sem átti sér stað þegar ég var sautján ára. Þá rann bíllinn yfir allt bílastæðið, yfir gangstétt, sveigði rétt framhjá ljósastaur og endaði á einhverju túni. Heppnin er nefnilega alltaf með mér þó svo að ég lendi í furðulegum hlutum.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.44.15 PM
Jökulsárlón. Skemmtilegt að koma þangað aftur. Heimsótti það síðast árið 2000 í skólaferðalagi 10. bekkjar.
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.47 PM
Svínajökull
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.08 PM
Fjaðrárgljúfur…. svakalega fallegt og þangað verða allir að fara. Ég missti andann yfir fegurðinni.Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.20 PM
Frekar fyndin mynd af karlmanni – en engu að síður dúlluleg. Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.35 PM
Happy Camper
Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.07 PM
Skógarfoss
Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.33 PM

Ferðaðist um Ísland. Hvað get ég sagt… ég elska Ísland. Mér finnst ég afar heppin að hafa fæðst í þessu landi :)

Screen Shot 2015-09-12 at 12.45.08 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.44.57 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.45.40 PM

Fór aftur til Reading í lok ágúst. Fórum til Henley… æðislegur bær. Ekkert skemmtilegra en að spóka sig um í Bretlandi.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.15 PM

Fór í bústaðarferð með vinkonum mínum. Ég er heppin með vinkonur!

ADIDAS æðið hjá mér ætlar engan enda að taka.

NY NY

… og nú geri ég varla annað en að hjóla um NY. Svo auðvelt og mun skemmtilegra.

Og svona var færsla dagsins – sjáumst í næstu!

karenlind

Haustið: Langar

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. ÍrisÓsk

    14. September 2015

    Miss you ❤️