Fjölskylda mín frá New York kom til Íslands í viku. Ég ákvað að taka þessa viku í mínar hendur og skipuleggja allt frá a-ö. Það var svo gaman og það má segja að allt hafi unnið með okkur. Veðrið var fullkomið.. Við áttum frábæran dag í 101 enda veðrið nánast eins og á sólarströnd. Við gáfum öndunum brauð (ég er eins og barn, en mér finnst það alltaf gaman) og fengum okkur svo pylsu á Bæjarins bestu. Við sáum ótrúlegt sólsetur við Gróttu sem og við Ægissíðuna. Ég sagði þeim að Björk Guðmunds ætti heima á Ægissíðunni… og hvað gerðist þá, auðvitað kom hún út og horfði á sólsetrið við hliðina á okkur. Þeim fannst það auðvitað ótrúlega skrýtið.. að sjá Björk fyrir utan húsið sitt.
Nokkru síðar fórum við þrettán talsins, rúnt um landið.
Þingvellir
Laugarvatn & Laugarvatnshellir
Gullfoss & Geysir
Friðheimar
Kerið
Skrifa Innlegg