Undur á Íslandi

HÚÐ

Þetta blogg þarf bara að vera lengra en gengur og gerist! En ég og Guðrún Sortveit fórum í heimsókn í höfuðstöðvar BioEffect. Þessi heimsókn hverfur seint úr minni mér en við sátum fyrst fund hjá Hildi og Bryndísi en þær starfa í markaðsdeildinni. Ég þekki Hildi og sú er flott í sínu starfi. Hún á hrós skilið fyrir frábæran fund.. en hún taldi mér trú um að BioEffect droparnir séu mér jafn nauðsynlegir og Omega 3 fitusýrurnar, sem sagt lífsnauðsynlegir! Ég hefði viljað vera “live” á einhverjum samfélagsmiðli svo fleiri gætu fengið að njóta þessara upplýsinga, en allt varðandi BioEffect er stórkostlegt. I aint joking! Ég var hrifin af þessum vörum en núna er ég fan number one! Framleiðslan, innihaldsefnin, virknin, árangurinn af BioEffect, vísindalegu rannsóknirnar… sölustaðir BioEffect, allar stjörnurnar sem nota vörurnar .. þetta er allt “negla”. Ætli það sé ekki bara þannig þegar maður er með svona ótrúlega hreina og öfluga afurð í höndunum.

Eins fórum við í húðgreiningu. Mér leið eins og ég væri á leið í próf, stressið heltók mig. Ég beið eftir hræðilegum niðurstöðum þrátt fyrir að hafa hugsað vel um húðina í langan tíma (notað BioEffect lengi, forðast sólböð, nota sterka vörn, sleppi ljósalömpum og fl.). Fyrstu niðurstöður voru satt að segja mjög fyndnar og alveg í takt við mig.. ég gleymdi s.s. að taka af mér laust púður sem ég setti á augnsvæðið. Púðrið myndar skugga og því mældist ég hrikalega í fyrstu. Sá sem greindi okkur sagði að ég væri nánast við dauðans dyr miðað við þessar niðurstöður.. frábært… en ekta ég.. en svo þreif ég andlitið og augnsvæðið og þá var niðurstaðan allt önnur. Hitt gat bara ekki verið, að ég liti verr út en allar konur á mínum aldri. Sko, allar…. haha. Maður þarf sem sagt að vera ómálaður.

Ég hef verið svo heppin að fá vörur frá BioEffect í nokkur ár. Ég hef oft skrifað um þær hér enda er ég loyal því sem ég fíla. Í gær fengum við ótrúlega veglegan gjafakassa. Þetta er allt svo high-end fallegt.. alveg sér á báti. En við fengum eftirfarandi:

BioEffect bók
EGF + 2A daily treatment – Ný vara. Hún verndar húðina gegn umhverfinu.
EGF EyeSerum + EGF Eye Mask Treatment – eye mask er magnað, I’m telling you!
BioEffect Volcanic Exfoliator – bókstaflega í uppáhaldi til margra ára.
EGF Day Serum – Þetta nota ég ótrúlega mikið (sem betur fer). Set á mig fyrir svefn.

Ég veit að Guðrún ætlar að segja ykkur frá vörunum svo ég leyfi henni að sjá um það.

Takk fyrir mig, I’m one happy camper!

Undur og stórmerki..

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Okay kannski fulldramatísk fyrirsögn en ég var að reyna að sleppa við að skrifa “uppáhalds”. Mig langar að mæla með þessum kaffiskrúbb – einfaldlega því ég veit ekki um annan sem er betri. Ég hef lesið ótalmikið og margt um skrúbbinn, og það virðist sem allir séu jafn hrifnir af honum og ég.

Ég hef borið hann á magann á mér eftir að ég átti hana og já, hann hefur bjargað mér. Þetta fer að hljóma eins og lygasaga, en ég hef ekki fundið fyrir jafn mikilli ást á neinni vöru eins og þessari. Húðin einfaldlega kallar á þetta. Lyktin er svo dásamleg.. ég fæ hreinlega ekki nóg. Ég nota hann líka á andlitið.. sem á mögulega ekki að gera en ég get ekki sleppt því. Davíð stelst meira að segja í hann.

Ég keypti kaffiskrúbbinn í Fríhöfninni.. hann kostaði að mig minnir 4 þúsund krónur. Þetta er annar pokinn sem ég nota. Ég setti kaffiskrúbbinn í krukku og hef hana við baðkarið.. það hentar betur því fyrri pokinn var orðinn smá krambúleraður eftir bleytuna.

Facebook-síða Skinboss
Heimasíða Skinboss (vefverslun)

Dermapen húðmeðferð

HÚÐ

Hver man ekki eftir Dermapen færslunum sem ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan? (sjá færslu 1, færslu 2 og færslu 3).

Síðast höfðu þær hjá Húðfegrun samband við mig… en meðferðin var svo áhrifarík að ég ákvað að heyra í þeim um daginn. Nokkrum dögum síðar var ég mætt á bekkinn & Díana óð af stað. Ég er hrædd við nálar og því vaknaði ég með smá hnút í maganum því ég vissi hvað væri handan við hornið. Auðvitað klikkaði ég á einu.. að setja á mig deyfigelið sem þær mæltu með síðast. Núna var bara að duga eða drepast. Engin deyfing og allt í botn. Ef ég gat fætt barn, þá get ég þetta.. þetta er nú bara ein sneið af þeirri köku.

Þetta er auðvitað vont, en þetta gæti verið svo miklu verra ef meðferðaraðilinn (Díana) væri ekki svona vanur. Hún rumpar þessu af á einhverjum mínútum og talar mann í gegnum þetta. Ég sagði einmitt við Díönu í dag að ef hún væri ekki svona örugg þá gæti þetta verið algjört stórslys, sérstaklega með týpu eins og mig. Ég get dramatíserað allt sem tengist nálum. En ég komst ekki í þann gír í dag því hún var búin að þessu áður en ég vissi af.

Ég setti þetta á snapchat (@karenlind) og ég fékk margar spurningar.. flestar voru eitthvað í þessa áttina “Sejísssushh, hvað ertu að láta gera við þig”? Dermapen meðferðin (microneedling) er MJÖG öflug og örugg húðmeðferð. Þess má einnig geta að meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Það sem meðferðin gerir meðal annars er að vinna á fínum línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, örum, opinni húð, exemhúð og litabreytingum. Ég skal bara segja já takk við öllu framangreindu.

Í upphafi meðferðar setti Díana serum krem með náttúrulegum fjölsykrum á andlitið og þar á eftir fór hún yfir andlitið með Dermapennanum sem ýtir serum kreminu undir húðina. Styrkleikinn fer mest upp í 2,5.. ég man ekki í hverju ég var… allavega ekki í 2,5. En næst ætla ég að vera búin að setja á mig deyfigelið (fæst í apóteki) og þá mun ég biðja hana um að botna tækið.. haha. Meinaða.

En hvaða svæði eru verst? Ennið og svæðið fyrir ofan efri vörina. En með deyfigelinu er þetta bara minnsta mál í heimi. Prófum það næst.. og það er eins gott að ég muni eftir því. Ég hélt nefnilega að ég gæti ekki fengið þessa umtöluðu brjóstaþoku, en jú jú – hún er mætt á blússandi siglingu.

screen-shot-2017-02-10-at-10-59-54-pm

Rétt áður en fjörið hófst. Ég er ómáluð og með engan filter. Smá afgangur af frunsu og einni bólu, jafnvel tveimur. Fæðingarbletturinn (hægra megin á enninu) sést.. en hann lýstist mjög eftir síðustu meðferð.

Fjölsykrurnar bornar á. Þetta er nú bara gott… smá andlitsnudd frá Díönu.

Þarna er hún búin að rúlla yfir hægri kinn, hökuna og eftir vör.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-51-pm
Þar á eftir tók hún vinstri hliðina. Það kemur blóð enda unnið með nálar.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-42-pm

Hér er hún að vinna sérstaklega á fæðingarblettinum. Það var mjög vont!

screen-shot-2017-02-10-at-10-57-57-pm

Búin og vel rauð. Ég hló svo mikið þegar ég kom út í bíl, því andlitið á mér brást við með smá bólguviðbrögðum og ég var eins og ég veit ekki hvað. En ég er þó öll að koma til, ég setti mjög mikið af penzími á mig og það er nú alveg það besta!

Heimasíða Húðfegrunar
Facebook-síða Húðfegrunar

Þær eru komnar með nýja stofu.. sem er mun stærri og flottari en sú sem ég heimsótti síðast (Vegmúli 2).

Ég fer aftur eftir þrjár vikur.. sjáumst þá á snapchat.

karenlind1

Undraolían: Bio Oil

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Ég keypti þessa olíu í CVS í Bandaríkjunum í fyrra. Nú á ég þriðju dolluna af þessari olíu enda notagildið margvíslegt. Til að byrja með notaði ég hana í andlitið en hún á að jafna húðlit og draga úr örum og hrukkumyndun. Eins er hún rakagefandi og síðast en ekki síst vinnur hún á slitum og eins getur hún komið í veg fyrir þau.

Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fá mögulega slit vegna meðgöngunnar, en ef þau koma.. þá bara koma þau. Ég er hvort eð er með slit fyrir eftir unglingsárin á þessum týpísku stöðum og ég pæli aldrei í þeim.. en ég ætla að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir slit á kviðnum vegna meðgöngunnar. Bio Oil fær afar háa einkunn á þeim síðum sem ég hef flett upp, t.d. Amazon og Ulta. Vinkonur mínar dásama hana líka.

Enn sem komið er hef ég ekki fengið slit, hvort sem það er vegna olíunnar eða ekki. Auðvitað er aldrei hægt að dæma vöru út frá einni dæmisögu en svona miðað við það sem ég les frá notendum virðast flest allir vera yfir sig hrifnir af henni.

14017572_10210071323841856_910959655_n

Hún er alveg eilítið dýrari en aðrar vörur í CVS og er því yfirleitt geymd í læstum skáp. En ég mæli allavega með henni fram að þessu.. hún verður notuð á hverju kvöldi fram að fæðingu.

Annars verð ég með Trendnet Snapchat aðganginn í dag: TRENDNETIS – aðra daga er ég á mínu: KARENLIND.

karenlind

Snyrtibuddan

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRHÁRHÚÐ

Ég er ekki mikið að breyta til þegar kemur að förðunarvörum en endrum og eins ratar eitthvað nýtt í snyrtibudduna. Nýlega uppgötvaði ég til dæmis hræódýrt þurrsjampó sem ég get ekki verið án. Ég er með ágætlega þykkt og þ.a.l. þungt hár sem er algjörlega ómögulegt án einhverja hárvara. Ég er enginn spekúlant þegar kemur að hárvörum en ég hef þó keypt ýmis þurrsjampó á tíföldu verði Aussie þurrsjampósins. Dýrara er ekki alltaf betra. En þetta þurrsjampó gefur svakalega lyftingu, hárið verður stamt og viðráðanlegt. Ég gæti skrifað margar línur en læt það duga að mæla með því.

Um tíma var ég stundum að þvo á mér andlitið með handsápu. Ég er svolítið þannig týpa að “anything will do” ef ég á ekki eitthvað. Ég redda mér bara, hvort sem það sé endilega gott eða ekki. Uppþvottalöginn hef ég notað til að þvo bílinn… og svo er hann líka fínn sem hársápa. Haha.. nú gapir einhver. Andlitsþvottur er eitthvað sem ég hef alltaf sinnt með hálfum hug – nema núna. Ég bað Ernu Hrund sambloggara minn um ráð og keypti í kjölfarið andlitssápuna frá Neutrogena. Um daginn keypti ég líka andlitskremið. Lyktin af þessu er svo djúsí!

Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.29 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.35 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.44 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.06 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.13 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.22 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.32 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.43 AM

Hér að ofan eru þær snyrtivörur sem ég nota mest. Ég reyni að vera eðlilega förðuð en viðurkenni að ég er forfallin kinnalitadama. Kannski er ég með of mikið, ég veit það ekki.. það hefur engin/-nn potað í mig og bent mér á það. Þar til sú stund rennur upp mun ég nota þá áfram með stolti.

Snyrtibuddan er ný og er frá Tory Burch og fæst í Galleria Reykjavík. Passlega stór og nær að geyma þær snyrtivörur sem ég nota dagslega, hentar því vel í veskið. Það er gott að vera ekki með of mikið í töskunni, baksins og axlanna vegna.

Tory Burch Snyrtitaska: Galleria Reykjavík
Aussie þurrsjampó: CVS, Walgreens o.fl.
Real Techniques förðunarburstar
Sonia Kashuk tvískipt sólarpúður #52: Target
Sonia Kashuk kinnalitur #03: Target
LaPrairie púður #Natural Beige: Saga Shop
Loréal Voluminous Butterfly maskari #Midnight Black: Kosmos.is
Sensai augabrúnapenni #01: Fríhöfnin
Maybelline Brow Drama: Keypt í UK
KIKO augnskuggi #139: Keypt í UK (nota örlítið í augnkrók eða rétt undir augabrúnir)
KIKO varalitur í svörtum umbúðum #803 (þessir tveir varalitir eru í uppáhaldi – gefa örlítinn lit en ekki áberandi)
KIKO varalitur í silfur umbúðum #502
Neosporin: Keypt í USA. Frábært á sár (t.d. í nefi) eða þurra húð, er alltaf með þetta á mér.
Tannþráður og tannstönglar (ómissandi)
Milani naglalakk #16 mauving forward

karenlind

BIOEFFECT í Ísland í dag

HÚÐ

Nú er ég loksins að gefa mér tíma til að nota húðdropana frá Bioeffect. Ég geymi þá við hliðina á vasknum svo ég gleymi þeim nú örugglega ekki. Ég ber þá á augn- og ennissvæðið á hreina húð. Þið eruð eflaust farin að halda að mér sé borgað fyrir að fjalla um þessar vörur en það er ekki svo gott (ég skal alveg endilega þiggja greiðslu samt). En allavega, þá langaði mig til að benda ykkur á þáttinn um vörurnar en hann var sýndur í Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Samantektin greinir ítarlega frá gæðum vörunnar, framleiðsluferlinu og ýmsu fleira. Mig langar að eiga ævilangan skammt af 30 day treatment frá Bioeffect, þetta hljóta bara að vera bestu vörur sem til eru?

Þáttinn má sjá hér.

Screen-Shot-2014-12-08-at-3.49.57-PM Screen-Shot-2014-12-08-at-3.50.13-PM Screen-Shot-2014-12-08-at-3.50.25-PMkarenlind

BIO EFFECT Á NET-A-PORTER

HÚÐ

Það flokkast heldur betur sem gæðastimpill að fá að selja vörur sínar á síðu eins og net-a-porter. Það kemur mér svo sem ekki á óvart að BIO EFFECT vörurnar séu þar til sölu. Þetta eru með uppáhalds vörunum mínum. Ég nota andlitskremið, augnserum-ið sem og skrúbbinn nánast daglega. Ég á ennþá eftir að prófa 30 daga meðferðina en hún bíður eftir mér inni í skáp. Ég þarf að byrja á því sem fyrst, kannski bara í kvöld jafnvel?

Það er enginn andlitsskrúbbur sem er jafn góður og þessi frá EGF. Kornahreinsirinn er lyktarlítill og olíukenndur, með hæfilega stórum kornum sem fríska svo sannarlega upp á mann. Ég nota hann ýmist á morgnana eða á kvöldin og svo set ég á mig andlitskremið. Það gerist ekki mikið betra – það liggur við að mér líði eins og ég sé að strá demöntum yfir andlitið á mér. Þetta er það gott.

Screen Shot 2015-05-13 at 2.43.19 PM Screen Shot 2015-05-13 at 2.44.02 PM

Mér fannst allavega ansi merkilegt að rekast á uppáhalds vörurnar inn á net-a-porter. Sú síða tekur bara við því besta og flottasta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Ég þarf að fara endurnýja andlitskremið en nú er ég að klára það þriðja. Svo langar mig að prófa BIOEFFECT Body Intensive.

Annars ætla ég að koma 30 daga BIOEFFECT meðferðinni fyrir við hliðina á tannburstanum, nú hefst prófunin.

karenlind

Dermapen – 3. og síðasta meðferðin

HÚÐUMFJÖLLUN

Síðasti tíminn í dermapen skilaði miklum árangri. Ég get sagt það strax, án málalenginga, að þessi meðferð var mjög áhrifarík í mínu tilviki. Þriðji tíminn var ólíkur fyrri tveimur að því leytinu til að við ákváðum að nota deyfigel á andlitið til að auka styrkinn enn meir. Var þetta ekki hrikalega vont? Nei, síðasti tíminn var sá allra besti og ég fann ekki fyrir neinu þegar notast var við gelið. Aftur á móti var ég tveimur dögum lengur að ná mér en það var bara jákvætt því árangurinn var frábær. Ég mæli með því að fara í meðferðina rétt fyrir helgarfrí eða vaktafrí sem dæmi. Húðin verður rauð og það er rosalega gott að hafa hana þakta kókosolíu eða annars konar rakagefandi húðvöru. Ég notaði kókosolíu og EGF húðdropana.

IMG_1212

Ég fékk mjög mikil viðbrögð frá fjölskyldu minni og vinum. Systir mín (sú manneskja sem ég hvað mest með) sá svo mikinn mun að hana langar að fara og stefnir að því á árinu. Föðursystir mín hefur þegar farið í meðferðina og sá mikinn mun eftir fyrsta tímann. Besti vinur minn hafði orð á því hvað ég liti vel út og spurði “Er þetta út af þessari dermapen meðferð sem þú fórst í”. Ég hef fengið mikið hól fyrir það að vera frískleg og líta vel út, og það er ágætis tilbreyting því ég hef ekki heyrt það í frekar langan tíma. Það má segja að ég hafi verið á nettu mygluskeiði frá því ég hóf skrif á mastersritgerðinni. Sá munur sem ég tók hvað mest eftir var eftirfarandi:

-Valbráarbletturinn hefur lýst upp um tón eða tvo
-Húðliturinn er jafnari
-Húðin er þéttari
-Ennið og svæðið milli brúnanna er sléttara 

Screen Shot 2015-01-15 at 8.53.54 AM

Hér sést valbráarbletturinn vel á þessari mynd frá 2011-12.

Screen Shot 2015-01-15 at 9.02.50 AM

.. og hér er ósnert mynd frá áramótunum. Hann er mun ljósari.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir af mér, án allrar förðunar og myndvinnslu. Ég tók þetta meira að segja eldsnemma um morguninn og baugarnir fá því að vera með… og eldrauða bólan á kinninni.

Screen Shot 2015-01-20 at 2.40.43 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.46.13 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.47.11 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.51.05 PM

Ég mælti með Dermapen meðferðinni við systur mína, vinkonur og frænkur. Ein þeirra hefur þegar farið og mun fara aftur í febrúar. Ég hefði stoppað hana af ef mér þætti þetta ekki þess virði. Þið sem eruð að lesa um Dermapen meðferðina hjá mér í fyrsta sinn, lesið endilega hinar tvær færslurnar um meðferðartíma I og II.

Dermapen meðferð I
Dermapen meðferð II

Í þeim færslum lýsi ég meðferðinni nánar. Svo mæli ég einnig með því að horfa á myndbandið sem ég deildi í seinni færslunni en í því má sjá hvernig meðferðin er framkvæmd.

Ég fór til Díönu (annar eigandi Húðfegrunar) og mér fannst hún æði. Hún er algjör fagmaður í sinni grein. Ekkert hik né óöryggi, hún veit nákvæmlega hvað hún er að gera.

abcHér eru þær mæðgur og eigendur Húðfegrunar. F. v. Díana og Bryndís Alma.

Ykkur er frjálst að senda mér línu eða tvær ef þið hafið einhverjar spurningar – en ég mæli 150% með þessari meðferð ef þú vilt bæta húð þína með einhverjum hætti. Ég færi aldrei að senda mínar nánustu í meðferðina ef ég hefði ekki verið fullkomlega sátt! :)

Heimasíða Húðfegrunar
Facebooksíða Húðfegrunar

Bestu kveðjur og innilegar þakkir fyrir mig mæðgur,

karenlind

Gefðu dekurstund með Óskaskríni

HÚÐUMFJÖLLUN

Óskaskrín er jólagjöf sem getur ekki klikkað. Með því að gefa Óskaskrínið DEKURSTUND ertu til dæmis að gefa dekurstund sem viðkomandi getur nýtt á mismunandi snyrtistofum á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Óskaskrínin eru fjögur samtals og eru á mismunandi verði og er þema hvers og eins mismunandi.Screen Shot 2014-12-11 at 10.00.05 AM

Ég fékk Dekurstundar Óskaskrínið.
Það sem ég gat valið úr var eftirfarandi:

Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.22 AM Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.34 AM

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og valdi því sogæðameðferðina hjá Dimmalimm snyrtistofunni í Árbæ. Sogæðameðferðin var kærkomin, enda er ég alltaf með einhverjar furðulegar bólgur í lærunum sem virðast ekki ætla að fara. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég reyni að nota foam-rúllu og bolta nokkrum sinnum í viku.

Sogæðameðferðin var ótrúlega kósí. Ég sofnaði næstum því.. enda algjör nautnaseggur. Til að byrja með var olía borin á neðri hluta líkamans og upp að mitti. Þá næst var ég vafin inn í heitan vafning. Að því loknu lagðist ég á bekk í svokallaða sogæðavél. Vélin er tengd við stór stígvél sem ná upp að mitti og hún þjappar lofti frá ökkla og upp úr eftir ákveðnum kerfum. Ég er í voginni og valdi því bara það sem er vinsælast. Þið getið ímyndað ykkur hvað var gott að fá svona meðferð í þessu vonda veðri. Ég kom nefnilega seint í tímann vegna ömurlegrar færðar og ég bókstaflega kom spólandi á planið hjá Dimmalimm.

Ef mig langar í einhver stígvél þá  eru það sko ekki nýjustu stígvélin frá Alexander McQueen, það eru þessi sem ég fór í í meðferðinni. Þvílíkur unaður. Mér fannst eins og það væri verið að sjúga alla þreytu, bólgur og pirring úr fótunum. Ég get eiginlega ekki lýst því hve gott þetta var. Algjör hámarksafslöppun í klukkutíma.

10833985_10205365756685618_1951434618_n 10859595_10205365756725619_685901277_n 10859495_10205365756765620_894181348_n

Screen Shot 2014-12-11 at 9.54.23 AM Óskaskrín er tilvalin jólagjöf handa þeim sem þurfa nauðsynlega á ljúfri afslöppunarstund að halda. Ætli það séu ekki allir? Ég er svo viss um að allir myndu þiggja sogæðameðferðina og njóta hennar til fulls. Þvílík paradís! Þá sem langar að prófa eitthvað annað en sogæðameðferðina geta valið úr 18 öðrum valmöguleikum :)

Heimasíða Óskaskríns
Facebook-síða Óskaskríns

karenlind

Bio Effect vörurnar

HÚÐ

Það var ekki leiðinlegt að fá fullan poka af vörum sem ég hef notað mikið síðastliðin tvö ár. Ég hef oft bloggað um vörurnar frá EGF/Bio Effect og mælt með þeim. Ég nota EGF serum-ið nánast daglega, sérstaklega eftir að ég fór í Dermapen meðferðina. Það hefur algjörlega reddað mér því það kemur mikill þurrkur í kjölfarið af meðferðinni. Ég prófaði að nota önnur mjög rakagefandi krem en ekkert hélt mér jafn rakri og serum-ið. Þess vegna er ég einmitt búin með helminginn af því (og meira til) eins og sést á myndunum hér að neðan.

EGF augnserum-ið prófaði ég í vetur (eins og áður hefur komið fram, sjá hér). Ég geymi mitt í kæli og ber það á augnsvæðið fyrir svefn. Það dregur úr þrota og mér finnst það mjög gott. Ég nota það nokkrum sinnum í viku.

Svo hef ég líka notað kornahreinsinn frá þeim (sjá færslu hér). Kornin eru mátulega stór og rispa því ekki andlitið. Eins verður húðin mjög mjúk eftir notkunina þar sem hreinsirinn er nokkuð olíukenndur.

Dagkremið hef ég einnig notað í langan tíma. Það er mjög létt og lyktarlítið. Ég nota samt voðalega lítið dagkrem og ber það því oftast á mig á kvöldin. Satt að segja kann ég ekki alveg á dagkremin. Mér finnst ómögulegt að farða mig eftir að hafa sett á mig dagkrem (hvaða dagkrem sem er), þó svo það líði einhver tími þar til ég mála mig. Þess í stað ber ég það á mig á kvöldin :)

Screen Shot 2014-12-08 at 3.49.41 PMScreen Shot 2014-12-08 at 3.50.34 PMScreen Shot 2014-12-08 at 3.49.49 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.49.57 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.13 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.04 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.25 PM

En svo er punkturinn yfir i-ið Bio Effect 30 day treatment, húðdroparnir frægu. Ég hef ekki prófað þá enn. Ég ætla að leyfa húðinni að jafna sig eftir Dermapen meðferðina en ég kláraði meðferðina í dag. Húðdroparnir frá Bio Effect hafa vakið mikla athygli og hlotið mörg virt snyrtivöruverðlaun. Erna Hrund fjallaði ítarlega um húðdropana um daginn og ég mæli með þeim lestri fyrir áhugasama, sjá hér. Ég er spennt að prófa þá enda eru þeir taldir margfalt öflugri en EGF-serumið. Svei mér þá, ef fólk mun ekki rugla mér saman við nýbónuðum bíl þá veit ég ekki hvað. Frábærar vörur alla leið!

karenlind