fbpx

Dermapen húðmeðferð

HÚÐ

Hver man ekki eftir Dermapen færslunum sem ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan? (sjá færslu 1, færslu 2 og færslu 3).

Síðast höfðu þær hjá Húðfegrun samband við mig… en meðferðin var svo áhrifarík að ég ákvað að heyra í þeim um daginn. Nokkrum dögum síðar var ég mætt á bekkinn & Díana óð af stað. Ég er hrædd við nálar og því vaknaði ég með smá hnút í maganum því ég vissi hvað væri handan við hornið. Auðvitað klikkaði ég á einu.. að setja á mig deyfigelið sem þær mæltu með síðast. Núna var bara að duga eða drepast. Engin deyfing og allt í botn. Ef ég gat fætt barn, þá get ég þetta.. þetta er nú bara ein sneið af þeirri köku.

Þetta er auðvitað vont, en þetta gæti verið svo miklu verra ef meðferðaraðilinn (Díana) væri ekki svona vanur. Hún rumpar þessu af á einhverjum mínútum og talar mann í gegnum þetta. Ég sagði einmitt við Díönu í dag að ef hún væri ekki svona örugg þá gæti þetta verið algjört stórslys, sérstaklega með týpu eins og mig. Ég get dramatíserað allt sem tengist nálum. En ég komst ekki í þann gír í dag því hún var búin að þessu áður en ég vissi af.

Ég setti þetta á snapchat (@karenlind) og ég fékk margar spurningar.. flestar voru eitthvað í þessa áttina “Sejísssushh, hvað ertu að láta gera við þig”? Dermapen meðferðin (microneedling) er MJÖG öflug og örugg húðmeðferð. Þess má einnig geta að meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Það sem meðferðin gerir meðal annars er að vinna á fínum línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, örum, opinni húð, exemhúð og litabreytingum. Ég skal bara segja já takk við öllu framangreindu.

Í upphafi meðferðar setti Díana serum krem með náttúrulegum fjölsykrum á andlitið og þar á eftir fór hún yfir andlitið með Dermapennanum sem ýtir serum kreminu undir húðina. Styrkleikinn fer mest upp í 2,5.. ég man ekki í hverju ég var… allavega ekki í 2,5. En næst ætla ég að vera búin að setja á mig deyfigelið (fæst í apóteki) og þá mun ég biðja hana um að botna tækið.. haha. Meinaða.

En hvaða svæði eru verst? Ennið og svæðið fyrir ofan efri vörina. En með deyfigelinu er þetta bara minnsta mál í heimi. Prófum það næst.. og það er eins gott að ég muni eftir því. Ég hélt nefnilega að ég gæti ekki fengið þessa umtöluðu brjóstaþoku, en jú jú – hún er mætt á blússandi siglingu.

screen-shot-2017-02-10-at-10-59-54-pm

Rétt áður en fjörið hófst. Ég er ómáluð og með engan filter. Smá afgangur af frunsu og einni bólu, jafnvel tveimur. Fæðingarbletturinn (hægra megin á enninu) sést.. en hann lýstist mjög eftir síðustu meðferð.

Fjölsykrurnar bornar á. Þetta er nú bara gott… smá andlitsnudd frá Díönu.

Þarna er hún búin að rúlla yfir hægri kinn, hökuna og eftir vör.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-51-pm
Þar á eftir tók hún vinstri hliðina. Það kemur blóð enda unnið með nálar.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-42-pm

Hér er hún að vinna sérstaklega á fæðingarblettinum. Það var mjög vont!

screen-shot-2017-02-10-at-10-57-57-pm

Búin og vel rauð. Ég hló svo mikið þegar ég kom út í bíl, því andlitið á mér brást við með smá bólguviðbrögðum og ég var eins og ég veit ekki hvað. En ég er þó öll að koma til, ég setti mjög mikið af penzími á mig og það er nú alveg það besta!

Heimasíða Húðfegrunar
Facebook-síða Húðfegrunar

Þær eru komnar með nýja stofu.. sem er mun stærri og flottari en sú sem ég heimsótti síðast (Vegmúli 2).

Ég fer aftur eftir þrjár vikur.. sjáumst þá á snapchat.

karenlind1

Fleiri meðgöngumyndir af Beyoncé

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    11. February 2017

    Kræst ég bilast….. var bara að fatta núna að þetta er BLÓÐ!! horfði uppí rúmi á silent og hélt þetta væri bara krem hahaha.