Þetta blogg þarf bara að vera lengra en gengur og gerist! En ég og Guðrún Sortveit fórum í heimsókn í höfuðstöðvar BioEffect. Þessi heimsókn hverfur seint úr minni mér en við sátum fyrst fund hjá Hildi og Bryndísi en þær starfa í markaðsdeildinni. Ég þekki Hildi og sú er flott í sínu starfi. Hún á hrós skilið fyrir frábæran fund.. en hún taldi mér trú um að BioEffect droparnir séu mér jafn nauðsynlegir og Omega 3 fitusýrurnar, sem sagt lífsnauðsynlegir! Ég hefði viljað vera “live” á einhverjum samfélagsmiðli svo fleiri gætu fengið að njóta þessara upplýsinga, en allt varðandi BioEffect er stórkostlegt. I aint joking! Ég var hrifin af þessum vörum en núna er ég fan number one! Framleiðslan, innihaldsefnin, virknin, árangurinn af BioEffect, vísindalegu rannsóknirnar… sölustaðir BioEffect, allar stjörnurnar sem nota vörurnar .. þetta er allt “negla”. Ætli það sé ekki bara þannig þegar maður er með svona ótrúlega hreina og öfluga afurð í höndunum.
Eins fórum við í húðgreiningu. Mér leið eins og ég væri á leið í próf, stressið heltók mig. Ég beið eftir hræðilegum niðurstöðum þrátt fyrir að hafa hugsað vel um húðina í langan tíma (notað BioEffect lengi, forðast sólböð, nota sterka vörn, sleppi ljósalömpum og fl.). Fyrstu niðurstöður voru satt að segja mjög fyndnar og alveg í takt við mig.. ég gleymdi s.s. að taka af mér laust púður sem ég setti á augnsvæðið. Púðrið myndar skugga og því mældist ég hrikalega í fyrstu. Sá sem greindi okkur sagði að ég væri nánast við dauðans dyr miðað við þessar niðurstöður.. frábært… en ekta ég.. en svo þreif ég andlitið og augnsvæðið og þá var niðurstaðan allt önnur. Hitt gat bara ekki verið, að ég liti verr út en allar konur á mínum aldri. Sko, allar…. haha. Maður þarf sem sagt að vera ómálaður.
Ég hef verið svo heppin að fá vörur frá BioEffect í nokkur ár. Ég hef oft skrifað um þær hér enda er ég loyal því sem ég fíla. Í gær fengum við ótrúlega veglegan gjafakassa. Þetta er allt svo high-end fallegt.. alveg sér á báti. En við fengum eftirfarandi:
BioEffect bók
EGF + 2A daily treatment – Ný vara. Hún verndar húðina gegn umhverfinu.
EGF EyeSerum + EGF Eye Mask Treatment – eye mask er magnað, I’m telling you!
BioEffect Volcanic Exfoliator – bókstaflega í uppáhaldi til margra ára.
EGF Day Serum – Þetta nota ég ótrúlega mikið (sem betur fer). Set á mig fyrir svefn.
Ég veit að Guðrún ætlar að segja ykkur frá vörunum svo ég leyfi henni að sjá um það.
Takk fyrir mig, I’m one happy camper!
Skrifa Innlegg