fbpx

BIO EFFECT Á NET-A-PORTER

HÚÐ

Það flokkast heldur betur sem gæðastimpill að fá að selja vörur sínar á síðu eins og net-a-porter. Það kemur mér svo sem ekki á óvart að BIO EFFECT vörurnar séu þar til sölu. Þetta eru með uppáhalds vörunum mínum. Ég nota andlitskremið, augnserum-ið sem og skrúbbinn nánast daglega. Ég á ennþá eftir að prófa 30 daga meðferðina en hún bíður eftir mér inni í skáp. Ég þarf að byrja á því sem fyrst, kannski bara í kvöld jafnvel?

Það er enginn andlitsskrúbbur sem er jafn góður og þessi frá EGF. Kornahreinsirinn er lyktarlítill og olíukenndur, með hæfilega stórum kornum sem fríska svo sannarlega upp á mann. Ég nota hann ýmist á morgnana eða á kvöldin og svo set ég á mig andlitskremið. Það gerist ekki mikið betra – það liggur við að mér líði eins og ég sé að strá demöntum yfir andlitið á mér. Þetta er það gott.

Screen Shot 2015-05-13 at 2.43.19 PM Screen Shot 2015-05-13 at 2.44.02 PM

Mér fannst allavega ansi merkilegt að rekast á uppáhalds vörurnar inn á net-a-porter. Sú síða tekur bara við því besta og flottasta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Ég þarf að fara endurnýja andlitskremið en nú er ég að klára það þriðja. Svo langar mig að prófa BIOEFFECT Body Intensive.

Annars ætla ég að koma 30 daga BIOEFFECT meðferðinni fyrir við hliðina á tannburstanum, nú hefst prófunin.

karenlind

#sönnfegurð

Skrifa Innlegg