fbpx

Bio Effect vörurnar

HÚÐ

Það var ekki leiðinlegt að fá fullan poka af vörum sem ég hef notað mikið síðastliðin tvö ár. Ég hef oft bloggað um vörurnar frá EGF/Bio Effect og mælt með þeim. Ég nota EGF serum-ið nánast daglega, sérstaklega eftir að ég fór í Dermapen meðferðina. Það hefur algjörlega reddað mér því það kemur mikill þurrkur í kjölfarið af meðferðinni. Ég prófaði að nota önnur mjög rakagefandi krem en ekkert hélt mér jafn rakri og serum-ið. Þess vegna er ég einmitt búin með helminginn af því (og meira til) eins og sést á myndunum hér að neðan.

EGF augnserum-ið prófaði ég í vetur (eins og áður hefur komið fram, sjá hér). Ég geymi mitt í kæli og ber það á augnsvæðið fyrir svefn. Það dregur úr þrota og mér finnst það mjög gott. Ég nota það nokkrum sinnum í viku.

Svo hef ég líka notað kornahreinsinn frá þeim (sjá færslu hér). Kornin eru mátulega stór og rispa því ekki andlitið. Eins verður húðin mjög mjúk eftir notkunina þar sem hreinsirinn er nokkuð olíukenndur.

Dagkremið hef ég einnig notað í langan tíma. Það er mjög létt og lyktarlítið. Ég nota samt voðalega lítið dagkrem og ber það því oftast á mig á kvöldin. Satt að segja kann ég ekki alveg á dagkremin. Mér finnst ómögulegt að farða mig eftir að hafa sett á mig dagkrem (hvaða dagkrem sem er), þó svo það líði einhver tími þar til ég mála mig. Þess í stað ber ég það á mig á kvöldin :)

Screen Shot 2014-12-08 at 3.49.41 PMScreen Shot 2014-12-08 at 3.50.34 PMScreen Shot 2014-12-08 at 3.49.49 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.49.57 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.13 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.04 PM Screen Shot 2014-12-08 at 3.50.25 PM

En svo er punkturinn yfir i-ið Bio Effect 30 day treatment, húðdroparnir frægu. Ég hef ekki prófað þá enn. Ég ætla að leyfa húðinni að jafna sig eftir Dermapen meðferðina en ég kláraði meðferðina í dag. Húðdroparnir frá Bio Effect hafa vakið mikla athygli og hlotið mörg virt snyrtivöruverðlaun. Erna Hrund fjallaði ítarlega um húðdropana um daginn og ég mæli með þeim lestri fyrir áhugasama, sjá hér. Ég er spennt að prófa þá enda eru þeir taldir margfalt öflugri en EGF-serumið. Svei mér þá, ef fólk mun ekki rugla mér saman við nýbónuðum bíl þá veit ég ekki hvað. Frábærar vörur alla leið!

karenlind

Ný myndbönd Beyoncé

Skrifa Innlegg