fbpx

Undur og stórmerki..

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Okay kannski fulldramatísk fyrirsögn en ég var að reyna að sleppa við að skrifa “uppáhalds”. Mig langar að mæla með þessum kaffiskrúbb – einfaldlega því ég veit ekki um annan sem er betri. Ég hef lesið ótalmikið og margt um skrúbbinn, og það virðist sem allir séu jafn hrifnir af honum og ég.

Ég hef borið hann á magann á mér eftir að ég átti hana og já, hann hefur bjargað mér. Þetta fer að hljóma eins og lygasaga, en ég hef ekki fundið fyrir jafn mikilli ást á neinni vöru eins og þessari. Húðin einfaldlega kallar á þetta. Lyktin er svo dásamleg.. ég fæ hreinlega ekki nóg. Ég nota hann líka á andlitið.. sem á mögulega ekki að gera en ég get ekki sleppt því. Davíð stelst meira að segja í hann.

Ég keypti kaffiskrúbbinn í Fríhöfninni.. hann kostaði að mig minnir 4 þúsund krónur. Þetta er annar pokinn sem ég nota. Ég setti kaffiskrúbbinn í krukku og hef hana við baðkarið.. það hentar betur því fyrri pokinn var orðinn smá krambúleraður eftir bleytuna.

Facebook-síða Skinboss
Heimasíða Skinboss (vefverslun)

Hvað er í skiptitöskunni?

Skrifa Innlegg