fbpx

Undraolían: Bio Oil

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Ég keypti þessa olíu í CVS í Bandaríkjunum í fyrra. Nú á ég þriðju dolluna af þessari olíu enda notagildið margvíslegt. Til að byrja með notaði ég hana í andlitið en hún á að jafna húðlit og draga úr örum og hrukkumyndun. Eins er hún rakagefandi og síðast en ekki síst vinnur hún á slitum og eins getur hún komið í veg fyrir þau.

Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fá mögulega slit vegna meðgöngunnar, en ef þau koma.. þá bara koma þau. Ég er hvort eð er með slit fyrir eftir unglingsárin á þessum týpísku stöðum og ég pæli aldrei í þeim.. en ég ætla að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir slit á kviðnum vegna meðgöngunnar. Bio Oil fær afar háa einkunn á þeim síðum sem ég hef flett upp, t.d. Amazon og Ulta. Vinkonur mínar dásama hana líka.

Enn sem komið er hef ég ekki fengið slit, hvort sem það er vegna olíunnar eða ekki. Auðvitað er aldrei hægt að dæma vöru út frá einni dæmisögu en svona miðað við það sem ég les frá notendum virðast flest allir vera yfir sig hrifnir af henni.

14017572_10210071323841856_910959655_n

Hún er alveg eilítið dýrari en aðrar vörur í CVS og er því yfirleitt geymd í læstum skáp. En ég mæli allavega með henni fram að þessu.. hún verður notuð á hverju kvöldi fram að fæðingu.

Annars verð ég með Trendnet Snapchat aðganginn í dag: TRENDNETIS – aðra daga er ég á mínu: KARENLIND.

karenlind

Mílanó

Skrifa Innlegg