Fljótlegt próteinboost

FÆÐUBÓTAREFNIHEILSUDRYKKIR

Lítill sem enginn tími gefst í að undirbúa flókin mat þessa dagana. Ég gleymdi að borða í margar klukkustundir fyrstu vikurnar eftir að ég átti dóttur mína.. það gengur víst ekki & því ákvað ég að kaupa mér prótein til að einfalda þetta örlítið. Innihaldið er það sama og er notað í því boosti sem ég kaupi mér eftir ræktina og vona ég að það sé í lagi að ég birti það hér. Ég hef svo sem ekki hlutföllin en þau eru svo sem óþörf – maður getur nokkurn veginn sirkað þetta út sjálfur.

Ég fæ mér prótein kannski annan eða þriðja hvern dag. Það hefur engin áhrif á brjóstagjöf hjá mér. En ég er enn með nokkur aukakíló á mér eftir meðgönguna, það er víst raunveruleikinn. Ég nánast hélt að þetta myndi hverfa á no time en það er ekki að gerast, þetta tekur greinilega sinn tíma í mínu tilfelli. Nokkur kíló til eða frá, það er ekki aðalmálið.. ég á hins vegar engin föt fyrir þá stærð sem ég er í núna – ætli ég verði ekki að gefa undan og kaupa mér nokkrar flíkur?

screen-shot-2017-01-25-at-2-50-49-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-40-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-51-pm

Uppskrift:
1 skeið jarðaberjaprótein
Frosin jarðaber
Hörfræ
Vatn
Klakar

Fyrir mitt leiti er mikilvægt að ég hreyfi mig samhliða próteininntöku. Ég fór sem betur fer fljótt að hreyfa mig eftir meðgönguna, eða ca. þremur vikum. Það var það besta sem ég gerði fyrir sjálfa mig. Ég fann mjög sterkt á meðgöngunni hve heilsan er mér mikilvæg, svo ég var ekki lengi að koma mér í gang því ég hafði saknað hennar afskaplega.

karenlind1

Bragðgott og orkugefandi te

FÆÐUBÓTAREFNI

Undir lok meðgöngunnar lifði ég fyrir teið frá Greentea HP Iceland. Ég leyfði mér reyndar bara eitt bréf á dag (45mg af koffíni) þrátt fyrir að það sé minna magn af koffíni í því en til að mynda 0,5L af pepsi (57mg) eða kaffibolla (100-200mg). Þunguðum konum er ráðlagt að drekka koffíndrykki í hófi og ég fór eftir því. Það kom á óvart hve auðvelt lífið var án koffíns í allan þennan tíma því ég var orðin nokkuð vön að byrja daginn á Nespresso bolla. Hins vegar var ég orðin ótrúlega þreytt síðustu fjórar vikurnar á meðgöngunni. Ég gat sofnað standandi. Nokkrum sinnum svaf ég í 16 klst á sólarhring. Ég skildi ekkert í þessari þreytu en þetta er víst eðlilegt. Þessa dagana næ ég til dæmis aldrei djúpsvefni en ég er samt hressari en þarna undir lokin. Þess vegna var teið alveg að bjarga mér.

Ég er enn að drekka teið samhliða brjóstagjöf og það kemur ekki að sök. Ég setti teið inn á snapchat (@karenlind) og fékk ótal fyrirspurnir frá þunguðum konum annars vegar og hins vegar konum með barn á brjósti. Eflaust fer teið misvel í ungabörn en hjá mér hentar það fullkomlega og hún er vær sem lamb. Ég mæli því með að prófa sig áfram.

Ég hafði samband við eiganda Greentea HP hér heima og óskaði eftir samstarfi. Ég hef áður fengið te hjá þeim (sjá færslu hér) og ég bókstaflega spændi þá upp skammtinn því þetta er svona aðeins of gott. Teið gefur líka svo jafna orku sem mér finnst gott, það er ekkert spennandi að vera “útúrtjúnnaður” vegna koffíns.

Það er fjölbreytt úrval bragðtegunda í boði en ég er of hrifin af PINK bragðinu til að vilja annað.

screen-shot-2016-11-10-at-4-06-16-pm screen-shot-2016-11-10-at-4-06-25-pm screen-shot-2016-11-10-at-4-06-36-pm

Um Green Tea HP:
Í teinu er blanda af andoxunarefnum úr grænu tei, acai berjum, granateplum og noni juice. Margföldunaráhrif myndast þegar þessum andoxunarefnum er blandað saman. Andoxunarefni eru alveg málið því þau hægja á öldrunarferlinu og viðhalda líkamanum ungum og hraustum. Við getum varið líkamann gegn skemmdum sem öldrunarferlið veldur með andoxunarefnum, og andoxunarefnin styrkja líka frumurnar og um leið varnir líkamans.

Í teinu er andoxunarefnið EGCG (e. epigallocatechin gallate) en það er ca. 20 sinnum meira magn af því í PINK teinu en öðrum sambærilegum tegundum. Rannsóknir hafa sýnt að undraefnið EGCG sem gjarnan er í grænu tei geti:

-Stuðlað að æskilegu kólesteról gildi og eðlilegum blóðþrýstingi
-Komið í veg fyrir andfýlu
-Aðstoðað við að stjórna hlutfalli blóðsykurs í líkamanum
-Komið að gagni hjá þeim sem vilja grenna sig
-Styrkt ónæmiskerfið 

screen-shot-2016-11-10-at-4-06-51-pm screen-shot-2016-11-10-at-4-07-00-pm screen-shot-2016-11-10-at-4-07-10-pm

Af öllu sem er í boði finnst mér þessi kostur eitthvað svo heilbrigður og eðlilegur. Sérstaklega þessa stundina, á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf. Ég hef ekki leyft mér að drekka neitt nema vatn og nóg af því eftir að ég átti hana og því er teið kærkomið inn á milli til tilbreytingar. Þar sem teið er vatnslosandi er líka mikilvægt að drekka nóg af vatni með.

Facebook síða Greentea HP Iceland

karenlind1

Amino Energy – allstarhealth.com

FÆÐUBÓTAREFNI

Ein afar stutt færsla á þessum vindasama fimmtudegi. Hér angar allt í brælulykt og ég sé til þess að hver einasti gluggi sé lokaður og AirWick tækin mín eru stillt á 5, þ.e.a.s. hæsta mögulega ilmstyrkleika. Kræst, það er ekki til verri lykt!

Allavega… þessi færsla á aðeins að koma þessum skilaboðum til skila. Ég pantaði mér tvo stóra dunka af Amino Energy á allstarhealth.com. Einn dunkur kostar tæpa 35$ (4 þúsund krónur) og í honum eru 65 skammtar… Gjöf en ekki gjald og mikill sparnaður.

Screen Shot 2014-07-31 at 12.53.25 PM Screen Shot 2014-07-31 at 12.53.41 PM

Allstarhealth.com hefur reynst mér og mínum mjög vel í gegnum árin (ekkert dramatískt).. mæli svo sannarlega með þessari síðu. Það fæst nánast hvað sem er þarna inn á…. notaðu bara leitarstrenginn og þú munt eflaust finna það sem þig vantar.

P.S – Hef einungis prófað að senda til Bandaríkjanna og veit því ekki hvort þeir sendi til Íslands.

karenlind

 

Ódýrasta fæðubótarvefsíðan

FÆÐUBÓTAREFNI

header_logo

Þið sem hafið fylgst með mér blogga í gegnum árin hafið eflaust séð blogg frá mér þar sem ég fjalla um uppáhalds fæðubótarvefsíðuna mína – þessi færsla er því fyrir hina sem hafa ekki séð þau. Síðan heitir All Star Health og ég er svona eiginlega viss um að hún sé sú ódýrasta.. ég þori ekki að veðja aleigu minni upp á það en þegar ég fór í þessa rannsóknarvinnu var hún alltaf ódýrari sbr. aðrar síður með sambærilegar vörur. Síðan selur fjölbreyttar vörur, meðal annars þetta:

-Amino Energy 
-Fæðubótarefni
-Vítamín
-Snyrtivörur
-Matvörur
-o.fl.

Ég hef verslað af þessari síðu í svona ca. þrjú til fjögur ár og mín reynsla er sú að ég hef aldrei fengið jafn persónulega og góða þjónustu. Fyrirspurnum mínum hefur ávallt fylgt persónulegt svar (jafnvel með stafsetningarvillum – sem segir mér að þetta er ekki automatískt svar).. einu sinni þurfti ég að hætta við pöntun sem var þegar farin af stað. Líkt og með annað, þá var það ekkert mál, sendingin var send til baka og ég bar engan kostnað af því. Kannski fullmikið af því góða en þetta flokkast allavega undir ofsalega góða þjónustu.

Þegar ég pantaði vörur frá þeim í fyrsta sinn óskuðu þeir eftir afriti af vegabréfi eða ökuskírteini. Mér fannst það auðvitað alveg út í hött og var alls ekki til í það – en það kom í ljós að mynd af ID-myndinni og nafninu dugar til, hinar upplýsingarnar má “blörra” eða “croppa” í burtu. Ég talaði við bankann og þeir sögðu að því fylgdi engin áhætta. Þetta þurfti ég aðeins að gera einu sinni.

Þeir selja Amino Energy í minni og stærri dunkum. Í þeim stærri er rúmlega helmingi meira magn en í þessum minni. Stærri kosta $31 eða um 3600kr.

100124-P10954

Fruit and Greens – bæði til í stórum og litlum dunk. Þessi stærri er ca. 3x stærri en sá minni og kostar $48 eða um 5500kr.

110218-P16065

Ég fíla vörurnar frá BodyStrong alveg í botn. Ég notaði lengi vel CLA töflurnar frá þeim og ZMA töflurnar svona inn á milli. BodyStrong er mjög ódýrt og frábærar vörur að mínu mati.

120627-P6128

Hreint prótein frá NOW í stórum dunk á virkilega góðu verði. Þeir selja einnig aðrar bragðtegundir frá þeim.

Allt til!

110629-P20472

Alls konar tegundir af svitaeyðum með engum aukaefnum.

Mér finnst frábært að geta keypt stærri skammta fyrir minna verð. Yfirleitt bjóða þeir upp á nokkrar skammtastærðir, ég vel yfirleitt þá stærri því þá er magnverð lægra. Ég veit ekki hvort þeir sendi hingað heim – ég hef alltaf nýtt mér ferðir mínar eða skyldmenna til Bandaríkjanna.

1150191_10202950454984585_1983612143_n

Hér er gömul mynd frá 2010, eitthvað dót sem við Davíð pöntuðum. Ég átti Amino Energy-ið, CLA töflurnar og Melatonin-ið.

Ég mæli 100% með þessari síðu og vona að þessi póstur gagnist ykkur á einhvern hátt. Mikið hlakka ég til að fara til Bandaríkjana í maí – mig vantar nokkra hluti, eins og t.d Amino Energy, ZMA og Melatonin! Happy Savings!

karen

Glucomannan frá NOW

FÆÐUBÓTAREFNIFRÆÐSLUMOLAR

Mér finnst ansi líklegt að margir viti ekki hvað Glucomannan trefjar eru.. ég hafði ekki heyrt af þessu sjálf fyrr en í fyrra.. því kemur hér nokkuð ítarleg umfjöllun um Glucomannan trefjana.

Glucomannan trefjar eru tilvaldir fyrir fólk eins og mig – matarsjúkt fólk! Ég get borðað hest, fíl og hval ef mig langar. Mikið getur verið þreytandi að vera svona mikill matarfíkill… en sem betur fer er hægt að halda sér réttu megin við línuna með því að losa sig við sykurinn, hveitið og annað rusl sem leynist í fæðunni. Að vera laus við þessa djöfla er eins og að ná einhverri alsæluvímutilfinningu. Án gríns.

IMG_2709

IMG_2711

Um Glucomannan:
-Má nota sem grenningarvöru.
-100% náttúrulegar trefjar.

-Trefjarnar koma úr Konjak plöntunni, hún vex í Asíu.
-Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar. Það þýðir að þegar þær komast í snertingu við vatn blása trefjarnir út!
-Þegar töflurnar leysast upp í maga, stækka þær talsvert, fylla upp í magann og flýta fyrir seddutilfinningu.
-Töflurnar eru teknar 30 mínútum fyrir hverja af þremur aðalmáltíðum dagsins, þ.e.a.s. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
-Mikilvægt er að drekka nóg af vatni með skammtinum, t.d. 1-2 glös.. því annars er möguleiki á hægðatregðu.
-Glucomannan hefur einnig jákvæð áhrif á meltingu ef farið er rétt að.. því skiptir öllu máli að drekka nóg af vatni.
-Með inntöku glucomannan er líklegra að viðhalda lípíðmagni innan eðlilegra marka.

Höfum það hugfast að skyndilausnir eru “out of history”. Það er ekki hægt að borða glucomannan allan daginn, drekka endalaust af vatni og kyngja svo hamborgara og frönskum og fá sér sleikjó með rjóma í eftirrétt. Til að glucomannan virkar sem skyldi, er auðvitað mikilvægt að horfa á heildarpakkann..

-Borða holla fæðu og borða reglulega.
-Ná góðum svefni, sofna fyrir miðnætti.
-Hreyfa sig.
-Huga að andlegu heilsunni.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Lífrænn verslunarleiðangur

FÆÐUBÓTAREFNIHOLLUSTA

F A L L E G    S J Ó N

Ég var rétt í þessu að koma inn um dyrnar með troðfullan kassa af þessu:

IMG_2723 IMG_2724 IMG_2725 IMG_2726

Nú ætla ég að búa mér til rauðrófuþeyting en uppskriftina fékk ég frá Ásdísi Grasalækni… mmmmm!

Ég mæli hiklaust með því að þið ýtið á LIKE og fylgið síðunni hennar Ásdísar, hún er fagmaður fram í fingurgóma!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

01.10.13

FÆÐUBÓTAREFNI

IMG_4501

Þið eigið eftir að sjá nóg af póstum frá mér um NOW vörumerkið..

Ég er einstaklega hrifin af vörumerkinu.. og það eru svona 50 ástæður fyrir því. Ég er á hraðferð í ræktina svo skemmtilegar staðreyndir um fjölskyldufyrirtækið NOW fá að bíða betri tíma.

Best að drekka próteinið í flýti & fara út. Var samt að taka eftir því að það er örlítið gat á uppáhaldsræktarbuxunum mínum, á versta stað, afturendanum.. æi whatever, ég fer bara í þeim. Ég er nokkuð viss um að allir hinir í ræktinni séu með rasskinnar líka.

… hvernig finnst ykkur nýja undirskriftin mín? : – )

1384392_10202074626209413_2023819402_n