Undir lok meðgöngunnar lifði ég fyrir teið frá Greentea HP Iceland. Ég leyfði mér reyndar bara eitt bréf á dag (45mg af koffíni) þrátt fyrir að það sé minna magn af koffíni í því en til að mynda 0,5L af pepsi (57mg) eða kaffibolla (100-200mg). Þunguðum konum er ráðlagt að drekka koffíndrykki í hófi og ég fór eftir því. Það kom á óvart hve auðvelt lífið var án koffíns í allan þennan tíma því ég var orðin nokkuð vön að byrja daginn á Nespresso bolla. Hins vegar var ég orðin ótrúlega þreytt síðustu fjórar vikurnar á meðgöngunni. Ég gat sofnað standandi. Nokkrum sinnum svaf ég í 16 klst á sólarhring. Ég skildi ekkert í þessari þreytu en þetta er víst eðlilegt. Þessa dagana næ ég til dæmis aldrei djúpsvefni en ég er samt hressari en þarna undir lokin. Þess vegna var teið alveg að bjarga mér.
Ég er enn að drekka teið samhliða brjóstagjöf og það kemur ekki að sök. Ég setti teið inn á snapchat (@karenlind) og fékk ótal fyrirspurnir frá þunguðum konum annars vegar og hins vegar konum með barn á brjósti. Eflaust fer teið misvel í ungabörn en hjá mér hentar það fullkomlega og hún er vær sem lamb. Ég mæli því með að prófa sig áfram.
Ég hafði samband við eiganda Greentea HP hér heima og óskaði eftir samstarfi. Ég hef áður fengið te hjá þeim (sjá færslu hér) og ég bókstaflega spændi þá upp skammtinn því þetta er svona aðeins of gott. Teið gefur líka svo jafna orku sem mér finnst gott, það er ekkert spennandi að vera “útúrtjúnnaður” vegna koffíns.
Það er fjölbreytt úrval bragðtegunda í boði en ég er of hrifin af PINK bragðinu til að vilja annað.
Um Green Tea HP:
Í teinu er blanda af andoxunarefnum úr grænu tei, acai berjum, granateplum og noni juice. Margföldunaráhrif myndast þegar þessum andoxunarefnum er blandað saman. Andoxunarefni eru alveg málið því þau hægja á öldrunarferlinu og viðhalda líkamanum ungum og hraustum. Við getum varið líkamann gegn skemmdum sem öldrunarferlið veldur með andoxunarefnum, og andoxunarefnin styrkja líka frumurnar og um leið varnir líkamans.
Í teinu er andoxunarefnið EGCG (e. epigallocatechin gallate) en það er ca. 20 sinnum meira magn af því í PINK teinu en öðrum sambærilegum tegundum. Rannsóknir hafa sýnt að undraefnið EGCG sem gjarnan er í grænu tei geti:
-Stuðlað að æskilegu kólesteról gildi og eðlilegum blóðþrýstingi
-Komið í veg fyrir andfýlu
-Aðstoðað við að stjórna hlutfalli blóðsykurs í líkamanum
-Komið að gagni hjá þeim sem vilja grenna sig
-Styrkt ónæmiskerfið
Af öllu sem er í boði finnst mér þessi kostur eitthvað svo heilbrigður og eðlilegur. Sérstaklega þessa stundina, á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf. Ég hef ekki leyft mér að drekka neitt nema vatn og nóg af því eftir að ég átti hana og því er teið kærkomið inn á milli til tilbreytingar. Þar sem teið er vatnslosandi er líka mikilvægt að drekka nóg af vatni með.
Skrifa Innlegg