fbpx

Ódýrasta fæðubótarvefsíðan

FÆÐUBÓTAREFNI

header_logo

Þið sem hafið fylgst með mér blogga í gegnum árin hafið eflaust séð blogg frá mér þar sem ég fjalla um uppáhalds fæðubótarvefsíðuna mína – þessi færsla er því fyrir hina sem hafa ekki séð þau. Síðan heitir All Star Health og ég er svona eiginlega viss um að hún sé sú ódýrasta.. ég þori ekki að veðja aleigu minni upp á það en þegar ég fór í þessa rannsóknarvinnu var hún alltaf ódýrari sbr. aðrar síður með sambærilegar vörur. Síðan selur fjölbreyttar vörur, meðal annars þetta:

-Amino Energy 
-Fæðubótarefni
-Vítamín
-Snyrtivörur
-Matvörur
-o.fl.

Ég hef verslað af þessari síðu í svona ca. þrjú til fjögur ár og mín reynsla er sú að ég hef aldrei fengið jafn persónulega og góða þjónustu. Fyrirspurnum mínum hefur ávallt fylgt persónulegt svar (jafnvel með stafsetningarvillum – sem segir mér að þetta er ekki automatískt svar).. einu sinni þurfti ég að hætta við pöntun sem var þegar farin af stað. Líkt og með annað, þá var það ekkert mál, sendingin var send til baka og ég bar engan kostnað af því. Kannski fullmikið af því góða en þetta flokkast allavega undir ofsalega góða þjónustu.

Þegar ég pantaði vörur frá þeim í fyrsta sinn óskuðu þeir eftir afriti af vegabréfi eða ökuskírteini. Mér fannst það auðvitað alveg út í hött og var alls ekki til í það – en það kom í ljós að mynd af ID-myndinni og nafninu dugar til, hinar upplýsingarnar má “blörra” eða “croppa” í burtu. Ég talaði við bankann og þeir sögðu að því fylgdi engin áhætta. Þetta þurfti ég aðeins að gera einu sinni.

Þeir selja Amino Energy í minni og stærri dunkum. Í þeim stærri er rúmlega helmingi meira magn en í þessum minni. Stærri kosta $31 eða um 3600kr.

100124-P10954

Fruit and Greens – bæði til í stórum og litlum dunk. Þessi stærri er ca. 3x stærri en sá minni og kostar $48 eða um 5500kr.

110218-P16065

Ég fíla vörurnar frá BodyStrong alveg í botn. Ég notaði lengi vel CLA töflurnar frá þeim og ZMA töflurnar svona inn á milli. BodyStrong er mjög ódýrt og frábærar vörur að mínu mati.

120627-P6128

Hreint prótein frá NOW í stórum dunk á virkilega góðu verði. Þeir selja einnig aðrar bragðtegundir frá þeim.

Allt til!

110629-P20472

Alls konar tegundir af svitaeyðum með engum aukaefnum.

Mér finnst frábært að geta keypt stærri skammta fyrir minna verð. Yfirleitt bjóða þeir upp á nokkrar skammtastærðir, ég vel yfirleitt þá stærri því þá er magnverð lægra. Ég veit ekki hvort þeir sendi hingað heim – ég hef alltaf nýtt mér ferðir mínar eða skyldmenna til Bandaríkjanna.

1150191_10202950454984585_1983612143_n

Hér er gömul mynd frá 2010, eitthvað dót sem við Davíð pöntuðum. Ég átti Amino Energy-ið, CLA töflurnar og Melatonin-ið.

Ég mæli 100% með þessari síðu og vona að þessi póstur gagnist ykkur á einhvern hátt. Mikið hlakka ég til að fara til Bandaríkjana í maí – mig vantar nokkra hluti, eins og t.d Amino Energy, ZMA og Melatonin! Happy Savings!

karen

Vero Moda: Langar þig í miða á Justin Timberlake

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. SJ

  17. March 2014

  Ég mæli líka með vitacost.com … ef sending er undir 1,5 kg þá kostar $8,99 að senda til Íslands.

 2. Bergdís Ýr

  17. March 2014

  Takk Karen fyrir frábært blogg, eins og alltaf! ein spurning þó – erum við ekki að tala um að þú ert að panta þetta TIL Bandaríkjanna og nærð í þetta sjálf þangað (sé í bloggunum þínum að þú átt ættingja úti og ert oft þar, ekki satt?) … EF ekki þá væri gott að heyra hvað kostar að senda til Íslands áður en ég fer í að panta?!

  • Karen Lind

   18. March 2014

   Sæl og takk fyrir :-)

   Jú, ég talaði um að ég panti á mig eða til ættingja… og hef því ekki prófað að panta hingað. En ég prófaði að haka við Ísland og það er frekar dýrt. Ég mæli því með að nýta sér síðuna ef maður á leið til Bandaríkjanna :-) Annars lýst mér vel á vitacost.com (veir reyndar ekki hvaða vörur þeir bjóða upp á) eins og “SJ” mælir með hér að ofan.. þar er ódýrt að senda til Íslands :)

 3. SJ

  18. March 2014

  Ég panta syntrax nectar, amino energy, maybelline maskara, pb2 og allskonar í gegnum vitacost. Flest til þar!