Ljósin heima

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Seint koma sumir en koma þó (þið kannski munið samt eftir þessari færslu)! Ég sýndi ykkur þessi ljós á snapchat á sínum tíma en þau eru frá kubbaljos.is (& er færslan unnin í samstarfi við þau). Þau eru ótrúlega flott en mér fannst ég verð að brjóta upp lýsinguna með einhverjum hætti. Við erum með halogen ljós með hvítum ramma í öllu húsinu, nema á þessum þremur stöðum. Okkur þótti nauðsynlegt að fá smá tengingu í loftið við handriðið & borðplötuna. Eins og ég sagði um daginn í þessari færslu, að þá finnst mér lýsing af lömpum fallegri en af loftljósum en það er ekki þar með sagt að loftljósin skipti ekki máli. Þau skipta öllu máli og því fannst mér nauðsynlegt að brjóta upp halogenið með þessum, upp á tenginguna við einstaka fasta hluti (eins handriðið). Við settum dimmer sem mér finnst algjör nauðsyn, allavega í ákveðnum rýmum. Ljósin eru úr málmi en þau eru sprautuð með svart mattri áferð. Þau eru mjög vönduð eins og sést á fyrstu myndinni.

Ég tók nánast alla lausamuni úr eldhúsinu fyrir myndirnar.. það er vanalega ekki svona tómlegt :)

Við settum upp sex kubbaljós, þá í eldhúsið, svefnherbergisálmuna og í forstofuna. Við vildum til dæmis að svefnherbergisgangurinn væri með temmilega lýsingu svo við ákváðum að hafa tvö ljós en ekki þrjú (svo er líka stór og nánast gólfsíður gluggi við enda gangsins sem gefur mikla birtu). Við erum mjög sátt með útkomuna.. þessir litlu detailar skipta miklu máli :) Fyrir áhugasama þá má nálgast facebooksíðu Kubbaljos.is hér.

Barstólarnir mínir: About a stool

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITTHÚSGÖGN

Þegar við tókum eldhúsið (og allt hitt) í gegn fóru miklar pælinar í gang um hvernig eldhúsrýmið ætti að vera. Við vildum stórt eldhús – nóg af skápaplássi – mikið flæði og nægt vinnupláss sem þýddi bara eitt: stór eyja. Við felldum niður vegg í eldhúsinu og inn í borðstofurýmið. Í borðstofurýminu stendur nú eyja sem er alveg ótrúlega stór (204×110) og satt að segja í miklu uppáhaldi. Ég var alveg staðráðin í því hvaða barstóla ég myndi fá mér við eyjuna.. sérstaklega eftir að ég sá þá heima hjá vinkonu minni. Þeir eru nefnilega margfalt flottari í heimahúsi en í sýningarrýminu í Epal. Ég sýndi stólana á snapchat þegar ég sótti þá – sem er reyndar frekar langt síðan.. og þar fékk ég nokkrar fyrirspurnir. Æskuvinkona mín var svo hrifin af þeim að hún fór og keypti nokkra við sína eyju.

Ég ætla ekkert að spara það en ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað keypt betri barstóla. Ég verð að taka saman nokkra kosti þeirra:

Þægilegir
Léttir (mikill kostur fyrir barstól)

Auðvelt að þrífa þá
Fæturnir eru ekki úr stáli/króm (mér finnst sjást svo vel á því)
Einfaldir í útliti og stílhreinir
Taka ekki mikið pláss
Það er hægt að ýta þeim undir borðplötuna (ef mig vantar plássið)
Þeir njóta sín þegar þeir eru dregnir út (ég vil hafa þá útdregna því þeir eru svo fallegir :)
Stöðugir.. þeir haggast hreinlega ekki á gólfinu. 
Tímalausir & gæjalegir… jebb, ég mun eiga þá forever.
Ekki of plássfrekir á athygli en setja samt punktinn yfir i-ið.

screen-shot-2017-03-12-at-11-51-07-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-15-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-05-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-46-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-31-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-22-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-49-am

screen-shot-2017-03-13-at-1-32-01-pm

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þessa færslu fyrir einhverju síðan en þar sem eyjan var ekki tilbúin þá fannst mér alveg ómögulegt að taka myndir með hálftilbúna innréttingu. Það þarf nefnilega alltaf eitthvað að fara úrskeiðis, allar hliðarnar á eyjunni komu í vitlausum málum og því þurfti allt heila klabbið að fara aftur til smiðsins.

Finnst ykkur þeir ekki sjúúúklega flottir? Þeir heita About a Stool og eru frá HAY. Ef ykkur langar að skoða stólana þá eru þeir á efri hæðinni í Epal Skeifunni. Færslan er unnin í samstarfi við Epal.

karenlind1

Voal gardínur að degi til

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Jæja.. ég er ansi viss um að margir hafa beðið eftir þessari færslu því ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir á snapchat um gardínurnar. Ég hef svarað viðkomandi prívat með video-útgáfu svo ef þið hafið einhverjar spurningar og langar að sjá þær “live” þá megiði endilega bæta mér við á snapchat (@karenlind). Svo er líka mjög gaman að fá sendar myndir frá öðrum sem hafa fengið sér gardínurnar í kjölfarið. Voal gardínurnar keypti ég í Z-brautum og gluggatjöldum eftir að hafa gert verðsamanburð í þessum helstu verslunum.  Ég miðaði við saumaskap og efniskostnað, en ekki uppsetningu þar sem það var mjög auðvelt að setja þær upp í okkar tilviki. Þá bæði brautirnar sem og að þræða efninu á þær. Z-brautir og gluggatjöld voru ódýrastir og svo svo leist mér mjög vel á efnið þeirra og því urðu þeir fyrir valinu. Afsakið mig, en þetta kemur svo djöfulli vel út. Þær vefja heimilinu inn í bómul og gera það extra hlýlegt. Ég er búin að vera með þær uppi í nokkra mánuði og ég fæ ennþá alltaf þessa góðu tilfinningu að vakna á morgnana.. þetta er bara of kósí.

Einn helsti kosturinn við að láta sérsauma gardínurnar eru fjöldi vængja. Ég er aðeins með tvo vængi yfir 8 metra glugga, þeir skiptast í miðjum glugga. Ég skoðaði tilbúnar voal gardínur (RL) en þá er hver vængur eitthvað um 1-2 metrar (minnig mig).. ef ég væri með þær gardínur heima þyrfti ég að vera með endalaust marga vængi sem mér finnst ekki smart því það myndast göp inn á milli þeirra. Í öðru lagi er blýþráðurinn mikill kostur… en það er blýþráður neðst á sérsaumuðum gardínum sem þyngir þær og það gerir herslumun get ég sagt ykkur. Þá bæði vegna þyngdaraflsins og gegnumtrekks. Ekki nenni ég að hafa þær á fleygiferð ef útidyrahurðin eða gluggi séu opnuð.

Mig langar til að sýna ykkur þær í dagsbirtu og kvöldbirtu.. svo færslan verður tvískipt. En eins og ég skrifaði um síðast (sjá hér) þá eru tveir hlutir sem mér finnst skipta mjög miklu máli þegar Voal gardínur eru settar upp. Þetta er það sem ég bað um og þessu mæli ég 100% með:

  1. Að þær séu 1 sentímetra frá gólfinu. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að gardínurnar sé ca. 1 sentímetra frá gólfi. Það er alls ekki fallegt að hafa þær nokkrum sentímetrum frá gólfi.. það er jafn ljótt að mínu mati og þegar þær liggja á gólfinu. Þessi eini sentímetri er fullkomið bil. Hafa þarf þó í huga að maður þarf að lyfta þeim upp þegar gólfið er ryksugað. Það er kannski eitthvað sem mun pirra suma en það truflar mig ekki.
  2. Að biðja um 150% rykkingu. Starfsmenn mæla jafnvel með 100% rykkingu ef maður hefur ekki sérstakt álit á því hvað maður vil. Því meiri rykking, því hlýlegri verða þær. Þær verða þéttari og það sést ekki jafn mikið inn né út. Mér finnst þær koma betur út við brautina sjálfa, en þegar það er lengra bil milli hjólanna líta þær ekki jafn “djúsí” út. Fyrir vikið er efniskostnaður auðvitað dýrari en mér finnst það algjörlega þess virði.
  3. Að þær teygi sig frá lofthæð niður í gólfhæð. Það hefði verið algjört “waste of space” að láta þær ekki ná til lofts. Að mínu mati er það fallegra, en það fer auðvitað eftir gluggastærð. Ég hefði líka tekið þær alla leið upp í loft þó svo gluggarnir heima væru minni.. ég held það sé meðal annars trikkið til að fá þetta svona kósí.

screen-shot-2017-01-16-at-4-27-52-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-41-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-29-28-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-39-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-28-59-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-51-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-26-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-32-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-10-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-56-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-19-pm
Jæja hvað finnst ykkur? Ég fékk mér Voal fyrir þrjá glugga í stofurýminu, svalahurðina þar á meðal. Þær eru dásamlegar og algjörar draumagardínur ef svo má að orði komast. Guðrún Helga í Z-brautum hjálpaði mér, mæli með að heyra í henni ef ykkur langar að skipta um gardínur. Z-brautir og gluggatjöld eru til húsa í Faxafeni 14 í Reykjavík. Færslan er unnin í samstarfi við verslunina :)

karenlind1

Svartir veggir og bleik handklæði

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Ahhhh! Ég er enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi og mála mig fram á gangi.. það síðarnefnda skiptir svo sem ekki máli þar sem ég er nánast hætt að mála mig svona on daily basis. En baðherbergið fer að verða tilbúið á næstu dögum, það veltur allt á handlauginni sem við veljum því þá er hægt að stilla hæð innréttingarinnar og spegilsins. Ég hef ekki fundið þá réttu hingað til.. jú, fann reyndar eina handlaug en hún var svo hrikalega dýr að mér fannst það hálf furðulegt. Handlaugin verður ofan á borðplötunni svo við tökum ekki geymslupláss frá innréttingunni. Það er af skornum skammti þar sem baðherbergið er ekki stórt.

Við ákváðum að halda einum vegg (þrír þeirra eru flísalagðir), en hann heilspörtluðum við og máluðum hvítan til að byrja með. Svo féll ég alveg fyrir þessum ótrúlega dökka lit, en ég rakst á hann á Borðinu á Ægissíðunni og fékk númerið á honum í kjölfarið. Hann er nánast svartur en það má sjá gráan keim í honum.. svo er hann með engu gljástigi (að mig minnir) sem gerir hann alveg sjúklega flottan.

Handklæðin frá Scintilla setja alveg punktinn yfir i-ið en þau sá ég fyrir mér frá byrjun.. á þessum ótrúlega fyrirferðalitlu handklæðasnögum sem ég fékk í Tengi. Handklæðin eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri… og bleiki liturinn er æði. Mig langar í fleiri liti frá þeim til að hafa til skiptana. Flestir litirnir færu vel við.

img_0279 img_0285 img_0286

Loftið er núna hvítt en ég hef ákveðið að mála það í sama lit… það verður frekar dimmt yfir baðherberginu en mig langar að hafa það þannig. Lýsingin verður þá bara aðeins meiri :-) Ég held ég fari í það að mála loftið í dag.. það er að segja ef hún heldur áfram að vera svona vær.
karenlind1

Forstofa: Fyrir og eftir myndir

FRAMKVÆMDIR

Þið haldið eflaust að ég hafi ákveðið að birta ekki fleiri myndir af framkvæmdunum (þið getið reyndar séð meira á snapchatinu mínu @karenlind). Málið er að við erum enn að bíða eftir því að ákveðnir hlutir klárist og þá get ég sýnt ykkur meira. Það vantar til dæmis enn innréttingu inn á bað.. já.. ég er víst enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi. Eldhúsinnréttingin er við það að klárast, en það er ca. 80% af henni komin upp. Útkoman er frábær að mínu mati og við sjáum ekki eftir því að hafa tekið einn vegg niður.

13647054_10209600464474244_506197345_o

Hér að ofan má sjá forstofuna eins og hún var. Það sem er búið að breyta ef ég horfi á þessa mynd er eftirfarandi (enn vantar gólflista):

Veggir heilspartlaðir.
Málað.

Ofn tekinn og hiti lagður í gólf.
Nýtt rafmagn.
Sólbekkur fjarlægður.
Gluggi málaður hvítur.
Teppi fjarlægt // parketlögn.
Þvottahús flísalagt í sömu flísum og eru á baðherbergi (þær verða einnig lagðar á svalirnar).
Ný hurð á þvottahús.
Handrið pússað upp og svartbæsað og lakkað // járngrind máluð með mattri svartri málningu.
Hurð inn í forstofu fjarlægð og hurðarop stækkað talsvert.

screen-shot-2016-12-06-at-5-48-26-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-48-42-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-49-13-pmscreen-shot-2016-12-06-at-5-48-59-pm

Þegar ég sé fyrir myndina átta ég mig enn betur á því hversu rosaleg breytingin er. Núna þegar þetta er búið væri ég alveg til í að gera þetta aftur.. þ.e.a.s. að taka aðra fasteign í gegn. Mér finnst ótrúlega gaman að gera og græja í þessum framkvæmdum.. velja parket, flísar, teikna rými upp á nýtt (aðallega í huganum) ásamt öllu hinu sem fylgir.

img_0500

Ljósið er frá Kubbaljós.is.. það brýtur rýmið skemmtilega upp en við settum þessi ljós bæði á herbergisganginn sem og í eldhúsið. Ég sýni ykkur þau betur síðar.

karenlind1

Parketlögn og undirlag

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Við færumst alltaf aðeins nær því að vera búin í framkvæmdum. Það tók okkur fjóra mánuði frá því við fengum afhent og vorum flutt inn, en við fluttum nýlega inn þrátt fyrir að það vanti nokkra hluti. Maður lifir svo sem með því í einhvern tíma, en við ákváðum að taka eitt í einu. Bæði skynsamlegt fyrir budduna og andlega líðan. Svo finnst mér líka mjög gott að gera hlutina svona hægt og rólega, því það er margt sem breytist á leiðinni, t.d. efnisval, litasamsetning og annað. Við höfum farið í ótalhringi með margt og satt að segja finnst mér betra að taka ákvörðun þegar ég hef eytt smá tíma í umhverfinu.

Við keyptum parket og undirlag frá Birgisson ehf. Áður en við tókum ákvörðun um parket höfðum við þrætt ýmsar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og það sem ég gerði mér ekki grein fyrir er hve mikið viðmót og þjónustulund hefði áhrif á valið. Það má segja að það hafi vegið meira því við vorum fljót að fara út úr þeim verslunum þar sem viðmótið var dapurt. Birgisson var með framúrskarandi þjónustu.. og ég get sko svarið fyrir það að ég pæli rosalega í þjónustu og öllu sem viðkemur henni. Ég er eiginlega óþolandi kröfuhörð. Ég ákvað því að athuga á Birgisson og mögulegu samstarfi – sem þeir voru opnir fyrir. Samstarfið var þá þannig að ég fékk afslátt af bæði parketi og undirlagi.

Ég tók ákvörðun varðandi bloggið og umfjallanir (eftir að ég rak mig á varðandi umfjöllun sem ég tók að mér), en ákvörðunin var sú að frá þeim degi myndi ég sjálf leitast eftir samstarfi við verslanir en ekki taka við vörum óumbeðin. Mér finnst það ekki sannfærandi og sem heiðarlegri manneskju vakti það fram óþægilegar og vondar tilfinningar (í þetta eina sinn sem ég lenti í pyttinum).

Það skiptir mig mjög miklu máli að taka svona hluti fram, þá bæði vegna trúverðugleikans og mannorðs míns. Allavega, þessi færsla er um undirlagið sem er ótrúlega gott.. það eru orð frá mér, smiðnum sem lagði parketið fyrir okkur, nágrannanum á neðri hæðinni (lítið hljóð berst niður) og sömuleiðis smiðnum sem lagði parketið fyrir mömmu og systur mína (þær keyptu líka parket og undirlag í Birgisson fyrr á árinu). Smiðurinn okkar sagðist ekki hafa lagt jafn gott undirlag.. og eflaust hefur hann lagt þau mörg.

Screen Shot 2016-07-14 at 3.48.26 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.48.46 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.49.01 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.49.46 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.50.07 PM

Undirlagið skiptir gríðarlega miklu máli og það er víst gott að spara í öllu öðru en undirlagi, því það getur látið sæmilegasta gólfefni virka betra en það er. Hér eru nokkrir mjög góðir punktar sem ég fékk frá Birgisson varðandi undirlagið.

1. Það er hljóðeinangrandi/hljóðdempandi fyrir bæði nágrannann og það rými sem þú býrð sjálfur í.

2. Það glymur meira í harðparketi en venjulegu viðarparketi, og því skapast jafnvel óþarfa endurkast ef rétt undirlag er ekki valið. Og mikilvægt er að hafa það í huga að ekki er allt undirlag sem hljóðeinangrar bæði upp og niður.

3. Undirlagið mýkir og þéttir ágang á gólfefninu. Það verður mun þægilegra í alla staði að ganga á því, sérstaklega þegar um harðparket er að ræða þar sem það er harðara ágangs en venjulegt viðargólf.

4. Besta undirlagið frá Birgisson kallast Duratex frá Interfloor (við völdum það). Heildarþykktin á því er 3.6mm en við ágang getur það samþjappast niður í 2.2mm án þess að missa heildarþykkt, þ.e.a.s. undirlagið þenst aftur út í 3.6mm. Það segir manni að þegar gengið er á því skapast ákveðin mýkt án þess að efnið missi eiginleika sína.

Að velja rétt undirlag er að mati flestra sem þekkja til algjör grunnundirstaða þess að maður verði sáttur með gólfefni sem var valið. Við erum satt að segja mjög ánægð með undirlagið. Það hentar okkar rými fullkomlega, enda mikið um glugga og rýmið er frekar opið eftir að við tókum niður veggi og stækkuðum hurðargöt. Ef ég myndi gera þetta aftur, yrði sama undirlag fyrir valinu. Það er alveg eðal.

Facebook Birgisson ehf
Heimasíða Birgisson ehf

karenlind

Gamalt borð gert upp

DIYFRAMKVÆMDIR

Daaaajöfull er nice að gefa gömlum mublum nýtt líf. Ég hef svo sem ekki verið mikið að því enda áttum við lítið til af þeim… en við áttum gamalt borðstofuborð – sem við btw fengum gefins fyrir níu árum síðan. Við vorum að fara selja það á slikk og planið var að kaupa nýtt. Við vorum algjörlega á báðum áttum um hvort við ættum að þora að bæsa það svart – þannig við prófuðum okkur áfram á þeirri hlið sem snýr að gólfinu. Það kom ekkert sérstaklega vel út.. viðurinn leit eiginlega út fyrir að vera blár. Þrátt fyrir algjöra tragedíu fyrir augun helltum við okkur í djúpu laugina og bárum svart bæsi á það þrisvar sinnum (með þvottapoka) og leyfðum því að þorna milli umferða (kannski í 10 mínútur). Að loknum þremur áferðum lökkuðum við það með möttu lakki og við erum bæði á því að það kom betur út en við þorðum að vona. Mér finnst það virkilega flott og er ég að sjálfsögðu hæstánægð með að eiga skyndilega “nýtt” og flott borð – fyrir aðeins 1500 kr.

Svona leit borðið út:

Myndirnar eru kannski ekki þær bestu.. ég tók þetta af snapchat reikningnum mínum.

14080914_10210138624044319_498348596_n  14137959_10210138624084320_1756871415_n14111945_10210138624004318_1104449660_n (1)14081435_10210138623964317_1214017870_n (1)

Davíð pússaði (vá, mér finnst ég búin að segja þetta orð milljón sinnum síðastliðna mánuði) borðið mjög vel upp með mjög góðri græju sem við fengum að láni frá smið. Það þýðir ekkert að handpússa svona atriði niður.. nema þú sért sérstaklega áhugasöm að vera að því í þrjár vikur samfellt. En fitublettir og önnur ljót áferð hvarf með þessu.

Fyrir mitt leyti skiptir máli að bera bæsið á í beinni línu.. m.ö.o. ekki bera þetta á með hringlaga hreyfingum og einhverjum dúllum. Nú er borðið klárt en þá var okkur ráðlagt að nudda aðeins yfir það aftur með sandpappír og lakka það svo einu sinni enn. Það ætti að vernda borðið enn betur frá einhvers konar hnjaski.

Borðið kemur mjög vel út og passar ótrúlega vel inn til okkar.. eða meira kannski “mun” passa meira inn til okkar – því enn er smá eftir þrátt fyrir að við flytjum mögulega inn á laugardag.

Snapchat: karenlind

karenlind

Gamalt handrið fær yfirhalningu

FRAMKVÆMDIR

Loksins kom verkefni sem ég gat tekið þátt í… nú kannski skiljið þið af hverju ég hef verið hálf afkastalítil í þessu ferli. Ógleðin og furðulegir verkir í líkama hafa hindrað margt. En þessi stigagangur var ekki beint vel með farinn. Hann þurfti virkilega á því að halda að fá verulegt útlitsbúst. Til að vera með heildarmynd á þessu öllu saman töldum við mikilvægt að eyða vinnu í stigaganginn jafnt sem aðra staði. Þvílík vinna, ég segi ekki meir.

Það sem þurfti að gera var:
Heilspartla veggi
Rífa teppi
Pússa upp stiga eftir teppið
Mála stigann (til að rykbinda hann)
Breyta handriði, helmingur sagaður af
Handrið pússað niður í beran við
Hnappar á handriði einnig pússaðir 
Borið á handrið með svörtu sprittbæsi, þar næst lakkað

Það sem er eftir:
Mála veggi og loft
Pússa upp gluggakarma, kítta og mála

Pússa upp útidyrahurð (ásamt lúgu, hurðarhún og fl.)
Teppaleggja
Hengja upp veggljós

Það er eintómt púss í gangi, haha.. en sem betur fer er minna eftir en það sem hefur verið áorkað. Hér eru nokkrar myndir af þessu verkefni.. “hálfnað verk þá hafið er”.

13647054_10209600464474244_506197345_o
Hér sjást vel hraunuðu veggirnir. Það má segja að ekkert sem sést á þessari mynd líti eins út í dag.
13663549_10209600464594247_712435671_o
Stigagangurinn í sinni upprunalegu mynd. Blátt teppi, hraunaðir veggir, skemmdir í lofti..
13695046_10209600461714175_1344362457_n
Og svona leit neðri helmingurinn út.

13617342_10209781798523904_143013555_n

Neðri helmingur stigans var svo mikill óþarfi og hrikalega fyrirferðamikill. Davíð sagaði hann því af og heilspartlaði vegginn. Þvílíkur léttir á öllu saman, nú er hægt að nýta vegginn í eitthvað allt annað… jafnvel ekkert.

13633242_10209597376797054_1692507386_o

Hér er búið að pússa handriðið niður í beran viðinn. Það tók þrjár umferðir. Við vorum á báðum áttum um hvort við ættum að halda honum svona, en til að tengja stigaganginn við íbúðina ákváðum við að bæsa hann svartan. En ég er mjög hrifin af tekk-lúkkinu sem kom í ljós undir allri málningunni.

13706096_10209781798203896_539033240_n 13705130_10209781798123894_2104435904_n
Fyrir og eftir myndir af festingunum. Ég pússaði þær niður með sandpappír.

13643963_10209597378237090_146908315_n

13672326_10209597377317067_58543715_n (1)

Borið á handriðið með tusku.. notuðum 1/15 af dollunni.

Screen Shot 2016-07-14 at 1.34.12 PM

Hér er svo lokaútkoman… reyndar á eftir að þrífa festingarnar og laga handriðið sjálft.. en við erum rosalega ánægð með stigann. Mikil breyting fyrir lítinn pening. Til að byrja með ætluðum við að rífa handriðið niður og setja litað gler en það er svo ógeðslega dýrt (og óþolandi að þrífa það). Við sjáum ekki eftir þessu, enda útkoman mjög flott og mun passa mjög vel við teppið sem kemur, parketið (sem er þegar komið) og litina á veggjunum.

karenlind

Part II: Flot, málning, gluggar og heilspörtlun

FRAMKVÆMDIR

Svei mér þá.. þetta eru bara ansi eftirsóttir póstar. Það er alltaf að koma meiri mynd á þetta allt saman þrátt fyrir að það sé ansi langt í land. Ég veit ekki hvenær allt verður tilbúið, en þegar maður er ekki með neina verkamenn í neinu þá tekur þetta auðvitað mun lengri tíma. Davíð minn er ótrúlega duglegur – ég bíð eftir því að hann crashi í orðsins fyllstu. Hann virðist kunna allt, en youtube myndbönd hafa komið honum ansi langt. Svo hefur hann að sjálfsögðu fengið leiðsögn frá félögum og öðru góðu fólki.

Þessa stundina er hann að leggja lokahönd á heilspörtlun veggja og frágang opinna sára sem komu með söguninni. Það var svo sem ekki eitthvað sem við ætluðum að fara út í, en eftir að hafa fengið ráð frá nokkrum aðilum ákváðum við að slétta þá og gera fallega. Þeir voru mjög illa farnir (sjá myndir) og það hefði hreinlega orðið ljótt að halda þeim eins og þeir voru. Málning hefði ekki reddað miklu, eflaust engu. Stigagangurinn var einstaklega ósmekklegur en veggirnir voru hraunaðir til helminga.. það þótti voða flott hérna í denn – fyndið hvað tímarnir breytast.

… og í hvaða lit skal mála. Það hefur aðeins vafist fyrir okkur en við erum búin að ákveða litinn. Við fengum litaprufur úr þremur málningarbúðum og það kom mér á óvart að litirnir á litaspjöldunum snarbreytast þegar þeir eru komnir á vegg. Mér fannst ég vera að velja gráleita tóna en sumir þeirra virtust út í gult og jafnvel bleikfjólublátt. En liturinn er fundinn og tókum við mið af gólfefni, stærð glugga og sólarbirtu, innréttingum, gardínum og húsmunum.

Screen Shot 2016-05-25 at 12.17.38 AM
Hér sést mjög vel hve illa farnir veggirnir voru… ég á þó að sjálfsögðu ekki við fræsunina.

Screen Shot 2016-05-25 at 12.19.11 AM
Gólfið flotað.

Screen Shot 2016-05-25 at 12.19.51 AM

Sárið eftir ofninn lagað..  rosalegur munur að sjá þetta svona hreint og opið. Þarna voru gular og gamlar strimlagardínur, gulir veggir og ansi gamall og lúinn ofn. Fyrir þennan glugga fara Voel gardínur. Svo er reyndar að koma nýr gluggi, en þessi er ónýtur.

Screen Shot 2016-05-25 at 12.20.03 AM

Þrír gluggar í smíðum í skiptum fyrir hina sem eru algjörlega ónýtir. Það sést kannski best á næstu mynd..

Screen Shot 2016-05-25 at 12.20.16 AM

Það bubblar hreinlega þegar það rignir og því verða þeir að fjúka.

8

Nauðsynlegt fyrir kaffitímann.. btw þessir kleinuhringir frá Bónus er ótrúlega góðir.

1

Smá hraðferð á mér á snapchat.. þarna á auðvitað að standa heilspartla.

2

Það verður svakalega mikil breyting á stigaganginum.

3

Búið að ganga frá opnu sárunum eftir sögunina.

5 4

Við vildum fá halogen ljós en sumir mikluðu það fyrir því loftið er steypt. Það er smá séns sem er verið að taka með því að bora í það, þá vegna rafmagnsröra og járnstykkja. Ef farið er í rafmagnsrör getur það orðið heljarinnar vesen. En það var borað fyrir sex ljósum í dag og nokkrum verður bætt við á morgun, blessunarlega gekk þetta mjög hratt fyrir sig og þrjú göt tóku ca. hálftíma.

6 7

Screen Shot 2016-05-24 at 11.32.15 PM Screen Shot 2016-05-24 at 11.32.49 PM

Litapælingar. Við búin að prófa samtals átta liti, aðeins tveir komu til greina. Annar þeirra sem kemur til greina er á þessum tveimur myndum… hver ætli það sé?

IMG_0049

Ein af mér í lokin.. og það eina sem ég get lofað ykkur er að svona lít ég ekki út þessa dagana. Hins vegar tók ég nýlega þessa mynd en með nýjum síma og alls konar fítusum á snapchat breyttist ég í svakalega frísklega konu. Kannski er þetta bara ekki ég… ? Finnst það líklegt.

karenlind

Part I: Hurðargöt og sólbekkir

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Þvílík forréttindi að vera kvenmaður í framkvæmdum… Ég kann allavega ekkert af því sem hefur verið þegar gert og ætli ég sé ekki næst tiltæk þegar það á að fara mála vegga. Ég er nú alveg til í að gera allt sem ég get en þetta er svona í grófari kantinum. Það sem hefur verið gert nú þegar er:

Sólbekkir hafa verið fjarlægðir úr öllum gluggum nema svefnherbergjum.
Allt gólfefni hefur verið fjarlægt
40-50 ára gamalt teppi fjarlægt af stiga (þvílíkt vesen).
Innréttingar í eldhúsi og baðherbergi fjarlægðar
Hurðar fjarlægðar
Fræst fyrir hita í gólfi
Hiti lagður í gólf
Ofnar fjarlægðir (nema úr herbergjum).
Búið að fleyta yfir gólf
Hurðargöt stækkuð

Screen Shot 2016-04-08 at 12.14.43 PM

Svona leit þetta út fyrir.

12969352_10209047818254856_1348396964_n12980644_10209047818334858_133163301_n (1)

Hurðargatið stækkað ansi mikið. Við vildum að opin sem liggja þarna hlið við hlið væru jafn stór. Við héldum 20-35 cm bita (man ekki hve mikið) frá lofti til að aðskilja rýmin með einhverjum hætti. Þó er eitt gatið sem verður tekið alveg upp en ég sýni ykkur það þegar að því kemur.

12966671_10209047817974849_2038656369_n (1)
Þarna er gengið inn í svefnherbergisálmuna. Okkur fannst verða að opna það rými. Þetta op er jafn stórt og hin tvö á fyrri myndinni.

12968723_10209047818054851_555403463_n (1)
Þvílík sóðavinna.

12966714_10209047818694867_1879185808_n

Svona lítur þetta út núna.. og mér líður eins og það séu fimm hundruð ár í að þetta verði tilbúið.

12980505_10209047853735743_1391209890_n

Þvílíkur munur. Ég vona að þetta verði jafn flott og ég sé fyrir mér.

12965958_10209047818614865_1095031841_n

Gavuð, ég elska þessi stóru hurðargöt. Reyndar á eftir að taka ofninn niður þarna inni á gangi. Hann fer fljótlega :o) Ég er alltaf aðeins að bæta í listann… fyrst ætluðum við bara að hafa hita í eldhús- og stofugólfi. En svo finnst mér þessir ofnar alveg ofsalega ljótir og á áberandi stað og því bættum við við forstofunni og svefnherbergisálmunni.

Nú erum við að skoða gólfefni. Það skiptir ofsalega miklu máli að fara milli verslana og fá tilboð. Það er svo margt í boði og möguleikarnir endalausir. Sölumennirnir reyna allir að telja manni trú um að sitt sé það besta og fussa og sveia yfir því sem aðrir segja. Þannig ég segi að smá rannsóknarvinna skaðar engan í svona framkvæmdum.

Þetta er staðan… þangað til næst!

karenlind