fbpx

Svefnherbergið..

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Við eigum enn eftir að klára ýmislegt heima. Til dæmis er svefnherbergið okkar agalegt.. það vantar alveg allt við það sem kallast huggulegt. Við erum að fara í smá “mission” með það en við ætlum að:

-Halogen lýsingu (erum með rússa þrátt fyrir að hafa flutt inn fyrir rúmu ári síðan).
-Pússa upp skápahurðirnar og láta bæsa þær
-Setja eitt veggljós (ekki tvö eins og er svo algengt..)
-Rúm (rúmteppi, púðar og fl.)
-Veggir (myndir eða e-ð annað)?
-Taka myrkvagluggatjöldin og setja voal í staðinn, ásamt myrkvagardínum (sýnishorn að neðan en við ætlum að taka litinn Pewter).

Við verðum sem sagt með tvær z-brautir í loftinu. Voal efnið verður nær glugganum en myrkvagardínurnar fjær. Vinkona mín er með svona & ég er algjörlega að stela hugmyndinni þaðan.. en þetta gjörbreytir útliti svefnherbergisins. Nokkurs konar hótelfílingur kemur yfir herbergið – ótrúlega fallegt.

Svo ætlum við að setja voal í gluggann á svefnherbergisganginum. Ég er að fara panta þetta í dag.. hlakka til að sýna ykkur útkomuna!


Kertahrúga: Einfalt tip

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Auður

  16. May 2018

  Eruði búin að græja þetta í svefnherberginu? KV. Ein mjög forvitin að sjá og er að velja gluggatjöld í nýtt hús :)

  • Karen Lind

   22. May 2018

   Hæ,

   Ég er að bíða eftir annarri braut og þá er þetta komið… tók aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér (ég gleymdi að ýta á eftir þessu).

   Set inn um leið.

   Kv. Karen Lind