fbpx

Barstólarnir mínir: About a stool

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITTHÚSGÖGN

Þegar við tókum eldhúsið (og allt hitt) í gegn fóru miklar pælinar í gang um hvernig eldhúsrýmið ætti að vera. Við vildum stórt eldhús – nóg af skápaplássi – mikið flæði og nægt vinnupláss sem þýddi bara eitt: stór eyja. Við felldum niður vegg í eldhúsinu og inn í borðstofurýmið. Í borðstofurýminu stendur nú eyja sem er alveg ótrúlega stór (204×110) og satt að segja í miklu uppáhaldi. Ég var alveg staðráðin í því hvaða barstóla ég myndi fá mér við eyjuna.. sérstaklega eftir að ég sá þá heima hjá vinkonu minni. Þeir eru nefnilega margfalt flottari í heimahúsi en í sýningarrýminu í Epal. Ég sýndi stólana á snapchat þegar ég sótti þá – sem er reyndar frekar langt síðan.. og þar fékk ég nokkrar fyrirspurnir. Æskuvinkona mín var svo hrifin af þeim að hún fór og keypti nokkra við sína eyju.

Ég ætla ekkert að spara það en ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað keypt betri barstóla. Ég verð að taka saman nokkra kosti þeirra:

Þægilegir
Léttir (mikill kostur fyrir barstól)

Auðvelt að þrífa þá
Fæturnir eru ekki úr stáli/króm (mér finnst sjást svo vel á því)
Einfaldir í útliti og stílhreinir
Taka ekki mikið pláss
Það er hægt að ýta þeim undir borðplötuna (ef mig vantar plássið)
Þeir njóta sín þegar þeir eru dregnir út (ég vil hafa þá útdregna því þeir eru svo fallegir :)
Stöðugir.. þeir haggast hreinlega ekki á gólfinu. 
Tímalausir & gæjalegir… jebb, ég mun eiga þá forever.
Ekki of plássfrekir á athygli en setja samt punktinn yfir i-ið.

screen-shot-2017-03-12-at-11-51-07-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-15-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-05-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-46-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-31-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-22-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-49-am

screen-shot-2017-03-13-at-1-32-01-pm

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þessa færslu fyrir einhverju síðan en þar sem eyjan var ekki tilbúin þá fannst mér alveg ómögulegt að taka myndir með hálftilbúna innréttingu. Það þarf nefnilega alltaf eitthvað að fara úrskeiðis, allar hliðarnar á eyjunni komu í vitlausum málum og því þurfti allt heila klabbið að fara aftur til smiðsins.

Finnst ykkur þeir ekki sjúúúklega flottir? Þeir heita About a Stool og eru frá HAY. Ef ykkur langar að skoða stólana þá eru þeir á efri hæðinni í Epal Skeifunni. Færslan er unnin í samstarfi við Epal.

karenlind1

Target: Fyrir ungabörn

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

    • Karen Lind

      14. March 2017

      Hæ Guðrún,

      Þeir eru eitthvað í kringum 43 þúsund krónur stykkið.. :)

      PS- (lagfært svar) þeir eru reyndar á 36500kr. í dag.. þeir hafa lækkað síðan ég keypti þá :)

  1. Halldóra

    12. April 2018

    Hvaða hæð eru stólarnir hjá þér? Mjög flottir.

    • Karen Lind

      13. April 2018

      Þeir eru lægri týpan, ég man ekki hæðina. Ég er ennþá alsæl með þá. Frábærir stólar.