fbpx

Forstofa: Fyrir og eftir myndir

FRAMKVÆMDIR

Þið haldið eflaust að ég hafi ákveðið að birta ekki fleiri myndir af framkvæmdunum (þið getið reyndar séð meira á snapchatinu mínu @karenlind). Málið er að við erum enn að bíða eftir því að ákveðnir hlutir klárist og þá get ég sýnt ykkur meira. Það vantar til dæmis enn innréttingu inn á bað.. já.. ég er víst enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi. Eldhúsinnréttingin er við það að klárast, en það er ca. 80% af henni komin upp. Útkoman er frábær að mínu mati og við sjáum ekki eftir því að hafa tekið einn vegg niður.

13647054_10209600464474244_506197345_o

Hér að ofan má sjá forstofuna eins og hún var. Það sem er búið að breyta ef ég horfi á þessa mynd er eftirfarandi (enn vantar gólflista):

Veggir heilspartlaðir.
Málað.

Ofn tekinn og hiti lagður í gólf.
Nýtt rafmagn.
Sólbekkur fjarlægður.
Gluggi málaður hvítur.
Teppi fjarlægt // parketlögn.
Þvottahús flísalagt í sömu flísum og eru á baðherbergi (þær verða einnig lagðar á svalirnar).
Ný hurð á þvottahús.
Handrið pússað upp og svartbæsað og lakkað // járngrind máluð með mattri svartri málningu.
Hurð inn í forstofu fjarlægð og hurðarop stækkað talsvert.

screen-shot-2016-12-06-at-5-48-26-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-48-42-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-49-13-pmscreen-shot-2016-12-06-at-5-48-59-pm

Þegar ég sé fyrir myndina átta ég mig enn betur á því hversu rosaleg breytingin er. Núna þegar þetta er búið væri ég alveg til í að gera þetta aftur.. þ.e.a.s. að taka aðra fasteign í gegn. Mér finnst ótrúlega gaman að gera og græja í þessum framkvæmdum.. velja parket, flísar, teikna rými upp á nýtt (aðallega í huganum) ásamt öllu hinu sem fylgir.

img_0500

Ljósið er frá Kubbaljós.is.. það brýtur rýmið skemmtilega upp en við settum þessi ljós bæði á herbergisganginn sem og í eldhúsið. Ég sýni ykkur þau betur síðar.

karenlind1

Nýtt hjá VIGT

Skrifa Innlegg

25 Skilaboð

  1. Lára

    6. December 2016

    Kemur virkilega vel út ! hlakka til að sjá fleiri myndir :)

    – Lára

  2. Stefanía

    6. December 2016

    Hvaðan er spegillinn ? Hann er æði x

    • Karen Lind

      6. December 2016

      Við keyptum hann í Heimahúsinu í sumar.. hann er í miklu uppáhaldi :) Ég sá hann og ákvað samstundis að kaupa hann! Algjört æði, hann er yfir 100kg að þyngd.

  3. Elísa

    6. December 2016

    svoo fallegt hjá ykkur

  4. Svart á Hvítu

    6. December 2016

    Jibbý, svo gaman að fá að fylgjast með framkvæmdunum:)

  5. Elín

    7. December 2016

    Rosalega fallegt!

  6. Kara

    7. December 2016

    Þið Davíð megið vera stolt af ykkur – innilega til lukku með allt saman! Einstaklega fallegt x

    • Karen Lind

      8. December 2016

      Takk kærlega.. mér finnst Davið aðallega eiga heiðurinn af þessu.. :)

  7. Anna

    7. December 2016

    Virkilega fallegt. Má ég forvitnast hvað parketið heitir ?

    • Karen Lind

      7. December 2016

      Hæ, heyrðu já við Keyptum í Birgisson og það heitir Sand Oak :)

  8. Agla

    7. December 2016

    Vá hvað þetta er æðislegt hjá ykkur, var að bíða eftir fyrstu myndunum :) Hlakka til að sjá meira!

    • Karen Lind

      8. December 2016

      Takk fyrir, ég geri fleiri færslur.. svo gaman að sjá fyrir og eftir myndir :)

  9. Ása Magnea Vigfúsdóttir

    7. December 2016

    Æðislegt, tóku þið alla sólbekki úr íbúðinni ?
    Ég að flytja í janúar og þau eru ekki sólbekkir (ekki búið að setja þá) er svona að meta það hvort þeir verða settir :)

    • Karen Lind

      7. December 2016

      Við tókum alla nema úr herbergjunum.. ástæðan fyrir því var að ég er ekki mikið fyrir að hafa hluti í gluggum.. finnst það verða eilítið draslaralegt og í öðru lagi þá settum við voal gardínur í stofuna (þær eru alveg frá lofti og niður í gólf), sólbekkirnir hefðu verið fyrir. Mér finnst fallegra að geyma hluti í hillum / skenk og svo framvegis :)

  10. Þóra Jenny

    8. December 2016

    Þetta er ótrúlega hlýlegt og fallegt hjá ykkur!

  11. Jónína Sigrún

    8. December 2016

    Ekkert smá flott breyting! Er búin að vera vandræðarlega spennt yfir því að sjá eftir myndirnar síðan þið byrjuðu á þessu verkefni hehe :)

    • Karen Lind

      8. December 2016

      Haha – en gaman að heyra.. þetta er búið að taka smá tíma.. gerði fyrsta bloggið í maí minnig mig :)

  12. Guðrún Ósk

    10. December 2016

    Þetta er ekkert smá flott breyting! Ég fylgist mjög spennt með :)
    Hvaða lit ertu með á veggjunum?

    • Karen Lind

      11. December 2016

      Takk vinan.. en hann heitir Sandur frá Slippfélaginu… // Rut Kára :)

  13. Halldóra Vídisdóttir

    27. December 2016

    Hæhæ.
    Rosalega smart breytingar!
    En hvaðan eru klukkurnar?

    • Karen Lind

      31. December 2016

      Hæ!

      Þær eru frá Georg Jensen.. hitamælir, rakastigsmælir, þrýstingsmælir og klukka :)

  14. Elísabet

    15. April 2017

    Hæhæ, ekkert smá flottar breytingar og gaman að fá að fylgjast með.
    Má ég forvitnast hvort að þið hafið málað hurðarnar eða var skipt um þær?

    Kv. ein sem er að fara í breytingar sjálf

    • Karen Lind

      17. April 2017

      Hæ..

      Takk fyrir! Við keyptum hurðirnar í Birgisson :) Mæli með að kaupa hurð með WC lás inn á baðherbergi.. (s.s. ekki lykli).

      Kv. Karen Lind