Þið haldið eflaust að ég hafi ákveðið að birta ekki fleiri myndir af framkvæmdunum (þið getið reyndar séð meira á snapchatinu mínu @karenlind). Málið er að við erum enn að bíða eftir því að ákveðnir hlutir klárist og þá get ég sýnt ykkur meira. Það vantar til dæmis enn innréttingu inn á bað.. já.. ég er víst enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi. Eldhúsinnréttingin er við það að klárast, en það er ca. 80% af henni komin upp. Útkoman er frábær að mínu mati og við sjáum ekki eftir því að hafa tekið einn vegg niður.
Hér að ofan má sjá forstofuna eins og hún var. Það sem er búið að breyta ef ég horfi á þessa mynd er eftirfarandi (enn vantar gólflista):
Veggir heilspartlaðir.
Málað.
Ofn tekinn og hiti lagður í gólf.
Nýtt rafmagn.
Sólbekkur fjarlægður.
Gluggi málaður hvítur.
Teppi fjarlægt // parketlögn.
Þvottahús flísalagt í sömu flísum og eru á baðherbergi (þær verða einnig lagðar á svalirnar).
Ný hurð á þvottahús.
Handrið pússað upp og svartbæsað og lakkað // járngrind máluð með mattri svartri málningu.
Hurð inn í forstofu fjarlægð og hurðarop stækkað talsvert.
Þegar ég sé fyrir myndina átta ég mig enn betur á því hversu rosaleg breytingin er. Núna þegar þetta er búið væri ég alveg til í að gera þetta aftur.. þ.e.a.s. að taka aðra fasteign í gegn. Mér finnst ótrúlega gaman að gera og græja í þessum framkvæmdum.. velja parket, flísar, teikna rými upp á nýtt (aðallega í huganum) ásamt öllu hinu sem fylgir.
Ljósið er frá Kubbaljós.is.. það brýtur rýmið skemmtilega upp en við settum þessi ljós bæði á herbergisganginn sem og í eldhúsið. Ég sýni ykkur þau betur síðar.
Skrifa Innlegg