Við höfum verið að laga ýmislegt hérna heima. Stundum velti ég því fyrir mér hvort eitthvað sé að mér – en mér finnst mögulega óeðlilega gaman að laga og bæta umhverfið í kringum mig. Ég er með eitthvað sérstakt áhugamál á háþrýstidælum og áhrifum þeirra.. að sjá hvað hellurnar eru hreinar eftir slíkan þvott er ólýsanleg tilfinning.. ég meinaða.. eru ekki einhverjir aðrir svona smá “sækó” eins og ég?
Ég get ómögulega litið framhjá hlutum og er einhvern veginn alltaf að leita að betri og snyrtilegri lausn. Það var því búið að trufla mig örlítið hvernig húsið okkar var á litinn en það var þó ekki efst á lista yfir þá hluti sem þurfti að fara í. Hins vegar fórum við í það núna í sumar og núna er það málað hrímhvítt. Gluggapóstarnir eru svartir, sömuleiðis útidyrahurðin, grindverkið og tréverkið á svölunum. Þvílíkur munur!
Við skiptum sömuleiðis út bílskúrshurðunum. Nýju hurðirnar eru æðislegar en þær gömlu voru ca. 40-50 ára gamlar. Næst á dagskrá er að finna nýjan tölustaf á húsið, nýja lýsingu við aðaldyrnar sem og fyrir ofan bílskúrana. Vonandi náum við að klára það fyrir veturinn.
Að eiga hús fylgir mikil vinna.. ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég nenni engan veginn að eiga einhvern stórkostlega fallegan garð. Hann verður bara plain & simple.. tíma mínum er betur varið en að hanga í beði að reita, klippa runna og slá gras!
Hér að ofan má sjá einn fleka af nýju bílskúrshurðunum.. og svo þá gömlu á næstu mynd.
Skrifa Innlegg