Ahhhh! Ég er enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi og mála mig fram á gangi.. það síðarnefnda skiptir svo sem ekki máli þar sem ég er nánast hætt að mála mig svona on daily basis. En baðherbergið fer að verða tilbúið á næstu dögum, það veltur allt á handlauginni sem við veljum því þá er hægt að stilla hæð innréttingarinnar og spegilsins. Ég hef ekki fundið þá réttu hingað til.. jú, fann reyndar eina handlaug en hún var svo hrikalega dýr að mér fannst það hálf furðulegt. Handlaugin verður ofan á borðplötunni svo við tökum ekki geymslupláss frá innréttingunni. Það er af skornum skammti þar sem baðherbergið er ekki stórt.
Við ákváðum að halda einum vegg (þrír þeirra eru flísalagðir), en hann heilspörtluðum við og máluðum hvítan til að byrja með. Svo féll ég alveg fyrir þessum ótrúlega dökka lit, en ég rakst á hann á Borðinu á Ægissíðunni og fékk númerið á honum í kjölfarið. Hann er nánast svartur en það má sjá gráan keim í honum.. svo er hann með engu gljástigi (að mig minnir) sem gerir hann alveg sjúklega flottan.
Handklæðin frá Scintilla setja alveg punktinn yfir i-ið en þau sá ég fyrir mér frá byrjun.. á þessum ótrúlega fyrirferðalitlu handklæðasnögum sem ég fékk í Tengi. Handklæðin eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri… og bleiki liturinn er æði. Mig langar í fleiri liti frá þeim til að hafa til skiptana. Flestir litirnir færu vel við.
Loftið er núna hvítt en ég hef ákveðið að mála það í sama lit… það verður frekar dimmt yfir baðherberginu en mig langar að hafa það þannig. Lýsingin verður þá bara aðeins meiri :-) Ég held ég fari í það að mála loftið í dag.. það er að segja ef hún heldur áfram að vera svona vær.
Skrifa Innlegg