Við færumst alltaf aðeins nær því að vera búin í framkvæmdum. Það tók okkur fjóra mánuði frá því við fengum afhent og vorum flutt inn, en við fluttum nýlega inn þrátt fyrir að það vanti nokkra hluti. Maður lifir svo sem með því í einhvern tíma, en við ákváðum að taka eitt í einu. Bæði skynsamlegt fyrir budduna og andlega líðan. Svo finnst mér líka mjög gott að gera hlutina svona hægt og rólega, því það er margt sem breytist á leiðinni, t.d. efnisval, litasamsetning og annað. Við höfum farið í ótalhringi með margt og satt að segja finnst mér betra að taka ákvörðun þegar ég hef eytt smá tíma í umhverfinu.
Við keyptum parket og undirlag frá Birgisson ehf. Áður en við tókum ákvörðun um parket höfðum við þrætt ýmsar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og það sem ég gerði mér ekki grein fyrir er hve mikið viðmót og þjónustulund hefði áhrif á valið. Það má segja að það hafi vegið meira því við vorum fljót að fara út úr þeim verslunum þar sem viðmótið var dapurt. Birgisson var með framúrskarandi þjónustu.. og ég get sko svarið fyrir það að ég pæli rosalega í þjónustu og öllu sem viðkemur henni. Ég er eiginlega óþolandi kröfuhörð. Ég ákvað því að athuga á Birgisson og mögulegu samstarfi – sem þeir voru opnir fyrir. Samstarfið var þá þannig að ég fékk afslátt af bæði parketi og undirlagi.
Ég tók ákvörðun varðandi bloggið og umfjallanir (eftir að ég rak mig á varðandi umfjöllun sem ég tók að mér), en ákvörðunin var sú að frá þeim degi myndi ég sjálf leitast eftir samstarfi við verslanir en ekki taka við vörum óumbeðin. Mér finnst það ekki sannfærandi og sem heiðarlegri manneskju vakti það fram óþægilegar og vondar tilfinningar (í þetta eina sinn sem ég lenti í pyttinum).
Það skiptir mig mjög miklu máli að taka svona hluti fram, þá bæði vegna trúverðugleikans og mannorðs míns. Allavega, þessi færsla er um undirlagið sem er ótrúlega gott.. það eru orð frá mér, smiðnum sem lagði parketið fyrir okkur, nágrannanum á neðri hæðinni (lítið hljóð berst niður) og sömuleiðis smiðnum sem lagði parketið fyrir mömmu og systur mína (þær keyptu líka parket og undirlag í Birgisson fyrr á árinu). Smiðurinn okkar sagðist ekki hafa lagt jafn gott undirlag.. og eflaust hefur hann lagt þau mörg.
Undirlagið skiptir gríðarlega miklu máli og það er víst gott að spara í öllu öðru en undirlagi, því það getur látið sæmilegasta gólfefni virka betra en það er. Hér eru nokkrir mjög góðir punktar sem ég fékk frá Birgisson varðandi undirlagið.
1. Það er hljóðeinangrandi/hljóðdempandi fyrir bæði nágrannann og það rými sem þú býrð sjálfur í.
2. Það glymur meira í harðparketi en venjulegu viðarparketi, og því skapast jafnvel óþarfa endurkast ef rétt undirlag er ekki valið. Og mikilvægt er að hafa það í huga að ekki er allt undirlag sem hljóðeinangrar bæði upp og niður.
3. Undirlagið mýkir og þéttir ágang á gólfefninu. Það verður mun þægilegra í alla staði að ganga á því, sérstaklega þegar um harðparket er að ræða þar sem það er harðara ágangs en venjulegt viðargólf.
4. Besta undirlagið frá Birgisson kallast Duratex frá Interfloor (við völdum það). Heildarþykktin á því er 3.6mm en við ágang getur það samþjappast niður í 2.2mm án þess að missa heildarþykkt, þ.e.a.s. undirlagið þenst aftur út í 3.6mm. Það segir manni að þegar gengið er á því skapast ákveðin mýkt án þess að efnið missi eiginleika sína.
Að velja rétt undirlag er að mati flestra sem þekkja til algjör grunnundirstaða þess að maður verði sáttur með gólfefni sem var valið. Við erum satt að segja mjög ánægð með undirlagið. Það hentar okkar rými fullkomlega, enda mikið um glugga og rýmið er frekar opið eftir að við tókum niður veggi og stækkuðum hurðargöt. Ef ég myndi gera þetta aftur, yrði sama undirlag fyrir valinu. Það er alveg eðal.
Skrifa Innlegg