Jæja.. ég er ansi viss um að margir hafa beðið eftir þessari færslu því ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir á snapchat um gardínurnar. Ég hef svarað viðkomandi prívat með video-útgáfu svo ef þið hafið einhverjar spurningar og langar að sjá þær “live” þá megiði endilega bæta mér við á snapchat (@karenlind). Svo er líka mjög gaman að fá sendar myndir frá öðrum sem hafa fengið sér gardínurnar í kjölfarið. Voal gardínurnar keypti ég í Z-brautum og gluggatjöldum eftir að hafa gert verðsamanburð í þessum helstu verslunum. Ég miðaði við saumaskap og efniskostnað, en ekki uppsetningu þar sem það var mjög auðvelt að setja þær upp í okkar tilviki. Þá bæði brautirnar sem og að þræða efninu á þær. Z-brautir og gluggatjöld voru ódýrastir og svo svo leist mér mjög vel á efnið þeirra og því urðu þeir fyrir valinu. Afsakið mig, en þetta kemur svo djöfulli vel út. Þær vefja heimilinu inn í bómul og gera það extra hlýlegt. Ég er búin að vera með þær uppi í nokkra mánuði og ég fæ ennþá alltaf þessa góðu tilfinningu að vakna á morgnana.. þetta er bara of kósí.
Einn helsti kosturinn við að láta sérsauma gardínurnar eru fjöldi vængja. Ég er aðeins með tvo vængi yfir 8 metra glugga, þeir skiptast í miðjum glugga. Ég skoðaði tilbúnar voal gardínur (RL) en þá er hver vængur eitthvað um 1-2 metrar (minnig mig).. ef ég væri með þær gardínur heima þyrfti ég að vera með endalaust marga vængi sem mér finnst ekki smart því það myndast göp inn á milli þeirra. Í öðru lagi er blýþráðurinn mikill kostur… en það er blýþráður neðst á sérsaumuðum gardínum sem þyngir þær og það gerir herslumun get ég sagt ykkur. Þá bæði vegna þyngdaraflsins og gegnumtrekks. Ekki nenni ég að hafa þær á fleygiferð ef útidyrahurðin eða gluggi séu opnuð.
Mig langar til að sýna ykkur þær í dagsbirtu og kvöldbirtu.. svo færslan verður tvískipt. En eins og ég skrifaði um síðast (sjá hér) þá eru tveir hlutir sem mér finnst skipta mjög miklu máli þegar Voal gardínur eru settar upp. Þetta er það sem ég bað um og þessu mæli ég 100% með:
- Að þær séu 1 sentímetra frá gólfinu. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að gardínurnar sé ca. 1 sentímetra frá gólfi. Það er alls ekki fallegt að hafa þær nokkrum sentímetrum frá gólfi.. það er jafn ljótt að mínu mati og þegar þær liggja á gólfinu. Þessi eini sentímetri er fullkomið bil. Hafa þarf þó í huga að maður þarf að lyfta þeim upp þegar gólfið er ryksugað. Það er kannski eitthvað sem mun pirra suma en það truflar mig ekki.
- Að biðja um 150% rykkingu. Starfsmenn mæla jafnvel með 100% rykkingu ef maður hefur ekki sérstakt álit á því hvað maður vil. Því meiri rykking, því hlýlegri verða þær. Þær verða þéttari og það sést ekki jafn mikið inn né út. Mér finnst þær koma betur út við brautina sjálfa, en þegar það er lengra bil milli hjólanna líta þær ekki jafn “djúsí” út. Fyrir vikið er efniskostnaður auðvitað dýrari en mér finnst það algjörlega þess virði.
- Að þær teygi sig frá lofthæð niður í gólfhæð. Það hefði verið algjört “waste of space” að láta þær ekki ná til lofts. Að mínu mati er það fallegra, en það fer auðvitað eftir gluggastærð. Ég hefði líka tekið þær alla leið upp í loft þó svo gluggarnir heima væru minni.. ég held það sé meðal annars trikkið til að fá þetta svona kósí.
Jæja hvað finnst ykkur? Ég fékk mér Voal fyrir þrjá glugga í stofurýminu, svalahurðina þar á meðal. Þær eru dásamlegar og algjörar draumagardínur ef svo má að orði komast. Guðrún Helga í Z-brautum hjálpaði mér, mæli með að heyra í henni ef ykkur langar að skipta um gardínur. Z-brautir og gluggatjöld eru til húsa í Faxafeni 14 í Reykjavík. Færslan er unnin í samstarfi við verslunina :)
Skrifa Innlegg