Seint koma sumir en koma þó (þið kannski munið samt eftir þessari færslu)! Ég sýndi ykkur þessi ljós á snapchat á sínum tíma en þau eru frá kubbaljos.is (& er færslan unnin í samstarfi við þau). Þau eru ótrúlega flott en mér fannst ég verð að brjóta upp lýsinguna með einhverjum hætti. Við erum með halogen ljós með hvítum ramma í öllu húsinu, nema á þessum þremur stöðum. Okkur þótti nauðsynlegt að fá smá tengingu úr loftinu við handriðið & borðplötuna. Eins og ég sagði um daginn í þessari færslu, að þá finnst mér lýsing af lömpum fallegri en af loftljósum en það er ekki þar með sagt að loftljósin skipti ekki máli. Þau skipta öllu máli og því fannst mér nauðsynlegt að brjóta upp halogenið með þessum, upp á tenginguna við einstaka fasta hluti (eins handriðið). Við settum dimmer sem mér finnst algjör nauðsyn, allavega í ákveðnum rýmum. Ljósin eru úr málmi en þau eru sprautuð með svart mattri áferð. Þau eru mjög vönduð eins og sést á fyrstu myndinni.
Ég tók nánast alla lausamuni úr eldhúsinu fyrir myndirnar.. það er vanalega ekki svona tómlegt :)
Við settum upp sex kubbaljós, þá í eldhúsið, svefnherbergisálmuna og í forstofuna. Við vildum til dæmis að svefnherbergisgangurinn væri með temmilega lýsingu svo við ákváðum að hafa tvö ljós en ekki þrjú (svo er líka stór og nánast gólfsíður gluggi við enda gangsins sem gefur mikla birtu). Við erum mjög sátt með útkomuna.. þessir litlu detailar skipta miklu máli :) Fyrir áhugasama þá má nálgast facebooksíðu Kubbaljos.is hér.
Skrifa Innlegg