fbpx

Gamalt borð gert upp

DIYFRAMKVÆMDIR

Daaaajöfull er nice að gefa gömlum mublum nýtt líf. Ég hef svo sem ekki verið mikið að því enda áttum við lítið til af þeim… en við áttum gamalt borðstofuborð – sem við btw fengum gefins fyrir níu árum síðan. Við vorum að fara selja það á slikk og planið var að kaupa nýtt. Við vorum algjörlega á báðum áttum um hvort við ættum að þora að bæsa það svart – þannig við prófuðum okkur áfram á þeirri hlið sem snýr að gólfinu. Það kom ekkert sérstaklega vel út.. viðurinn leit eiginlega út fyrir að vera blár. Þrátt fyrir algjöra tragedíu fyrir augun helltum við okkur í djúpu laugina og bárum svart bæsi á það þrisvar sinnum (með þvottapoka) og leyfðum því að þorna milli umferða (kannski í 10 mínútur). Að loknum þremur áferðum lökkuðum við það með möttu lakki og við erum bæði á því að það kom betur út en við þorðum að vona. Mér finnst það virkilega flott og er ég að sjálfsögðu hæstánægð með að eiga skyndilega “nýtt” og flott borð – fyrir aðeins 1500 kr.

Svona leit borðið út:

Myndirnar eru kannski ekki þær bestu.. ég tók þetta af snapchat reikningnum mínum.

14080914_10210138624044319_498348596_n  14137959_10210138624084320_1756871415_n14111945_10210138624004318_1104449660_n (1)14081435_10210138623964317_1214017870_n (1)

Davíð pússaði (vá, mér finnst ég búin að segja þetta orð milljón sinnum síðastliðna mánuði) borðið mjög vel upp með mjög góðri græju sem við fengum að láni frá smið. Það þýðir ekkert að handpússa svona atriði niður.. nema þú sért sérstaklega áhugasöm að vera að því í þrjár vikur samfellt. En fitublettir og önnur ljót áferð hvarf með þessu.

Fyrir mitt leyti skiptir máli að bera bæsið á í beinni línu.. m.ö.o. ekki bera þetta á með hringlaga hreyfingum og einhverjum dúllum. Nú er borðið klárt en þá var okkur ráðlagt að nudda aðeins yfir það aftur með sandpappír og lakka það svo einu sinni enn. Það ætti að vernda borðið enn betur frá einhvers konar hnjaski.

Borðið kemur mjög vel út og passar ótrúlega vel inn til okkar.. eða meira kannski “mun” passa meira inn til okkar – því enn er smá eftir þrátt fyrir að við flytjum mögulega inn á laugardag.

Snapchat: karenlind

karenlind

Undraolían: Bio Oil

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ingveldur

    25. August 2016

    Svo fínt – love it <3

  2. Svart á Hvítu

    25. August 2016

    Þið eruð búin að vera svo hrikalega dugleg.. helst Davíð, en þú líka;)
    Lúkkar æðislega vel!