fbpx

Gamalt handrið fær yfirhalningu

FRAMKVÆMDIR

Loksins kom verkefni sem ég gat tekið þátt í… nú kannski skiljið þið af hverju ég hef verið hálf afkastalítil í þessu ferli. Ógleðin og furðulegir verkir í líkama hafa hindrað margt. En þessi stigagangur var ekki beint vel með farinn. Hann þurfti virkilega á því að halda að fá verulegt útlitsbúst. Til að vera með heildarmynd á þessu öllu saman töldum við mikilvægt að eyða vinnu í stigaganginn jafnt sem aðra staði. Þvílík vinna, ég segi ekki meir.

Það sem þurfti að gera var:
Heilspartla veggi
Rífa teppi
Pússa upp stiga eftir teppið
Mála stigann (til að rykbinda hann)
Breyta handriði, helmingur sagaður af
Handrið pússað niður í beran við
Hnappar á handriði einnig pússaðir 
Borið á handrið með svörtu sprittbæsi, þar næst lakkað

Það sem er eftir:
Mála veggi og loft
Pússa upp gluggakarma, kítta og mála

Pússa upp útidyrahurð (ásamt lúgu, hurðarhún og fl.)
Teppaleggja
Hengja upp veggljós

Það er eintómt púss í gangi, haha.. en sem betur fer er minna eftir en það sem hefur verið áorkað. Hér eru nokkrar myndir af þessu verkefni.. “hálfnað verk þá hafið er”.

13647054_10209600464474244_506197345_o
Hér sjást vel hraunuðu veggirnir. Það má segja að ekkert sem sést á þessari mynd líti eins út í dag.
13663549_10209600464594247_712435671_o
Stigagangurinn í sinni upprunalegu mynd. Blátt teppi, hraunaðir veggir, skemmdir í lofti..
13695046_10209600461714175_1344362457_n
Og svona leit neðri helmingurinn út.

13617342_10209781798523904_143013555_n

Neðri helmingur stigans var svo mikill óþarfi og hrikalega fyrirferðamikill. Davíð sagaði hann því af og heilspartlaði vegginn. Þvílíkur léttir á öllu saman, nú er hægt að nýta vegginn í eitthvað allt annað… jafnvel ekkert.

13633242_10209597376797054_1692507386_o

Hér er búið að pússa handriðið niður í beran viðinn. Það tók þrjár umferðir. Við vorum á báðum áttum um hvort við ættum að halda honum svona, en til að tengja stigaganginn við íbúðina ákváðum við að bæsa hann svartan. En ég er mjög hrifin af tekk-lúkkinu sem kom í ljós undir allri málningunni.

13706096_10209781798203896_539033240_n 13705130_10209781798123894_2104435904_n
Fyrir og eftir myndir af festingunum. Ég pússaði þær niður með sandpappír.

13643963_10209597378237090_146908315_n

13672326_10209597377317067_58543715_n (1)

Borið á handriðið með tusku.. notuðum 1/15 af dollunni.

Screen Shot 2016-07-14 at 1.34.12 PM

Hér er svo lokaútkoman… reyndar á eftir að þrífa festingarnar og laga handriðið sjálft.. en við erum rosalega ánægð með stigann. Mikil breyting fyrir lítinn pening. Til að byrja með ætluðum við að rífa handriðið niður og setja litað gler en það er svo ógeðslega dýrt (og óþolandi að þrífa það). Við sjáum ekki eftir þessu, enda útkoman mjög flott og mun passa mjög vel við teppið sem kemur, parketið (sem er þegar komið) og litina á veggjunum.

karenlind

Lítið líf

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Heiða Birna

    14. July 2016

    Ok vá breytingin að saga af þessu þarna niður eftir veggnum!