.. kaup dagsins í Kosti.

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég kem af og til við í Kosti en þar get ég alltaf keypt hluti sem mig vantar fyrir heimilið. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki þurft að taka fram að ég keypti vörurnar sjálf, en í dag er það nokkuð nauðsynlegt. Samfélagsmiðlar hafa breyst svo ótrúlega mikið undanfarna mánuði (já, pæliði.. á nokkrum mánuðum hefur svo margt breyst) að allir eru farnir að efast um allt.. kannski ekki skrýtið (“.). En þessi færsla er meira til gamans gerð & hér að neðan má sjá þá hluti sem ég keypti í Kosti.

Ziploc pokar. Ótrúlega basic kaup en samt svo nauðsynlegt að eiga þá. Hins vegar áttaði ég mig ekki á því hve fáir pokar voru í pakkningunni… ég hefði viljað hafa þá mun fleiri, enda afar vel notað á mínu heimili!

Amma og afi voru með Tide frá því ég man eftir mér.. systur mömmu líka. Eiginlega bara öll fjölskyldan eins og hún leggur sig. Ég burðaðist einu sinni með þennan hlunk í handfarangri fyrir mömmu back in the days. Þeir dagar heyra fortíðinni til sem betur fer.

Edik er æði, engin eiturefni og fleira.. en hvað á ég að gera við kanann í mér? Ég verð bara að eiga svona þrifbombu. Gain lyktin toppar auðvitað allt og þetta verður bara að vera til í mínum skápum.

Ég prófaði þessa hringi fyrir Snædísi og hún er afar hrifin. Það eru til nokkrar tegundir.

Ef einhver frá Kosti er að lesa þessa færslu, þá má endilega kaupa stærri umbúðir af þessum uppþvottalegi. Þessi dúlla er sýnishorn (236ml).. þar sem þetta er svo lítið keypti ég sex stykki.

Ég ætla ekki að segja heimsins bestu beyglur (því þær eru í NY), en þetta eru bestu beyglur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru djúsííí! Ristaðar, með nóg af smjöri og þá eru allir í toppmálum.

.. nauðsynlegir pokar!

Listerine í stórum umbúðum!

Undur og stórmerki..

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Okay kannski fulldramatísk fyrirsögn en ég var að reyna að sleppa við að skrifa “uppáhalds”. Mig langar að mæla með þessum kaffiskrúbb – einfaldlega því ég veit ekki um annan sem er betri. Ég hef lesið ótalmikið og margt um skrúbbinn, og það virðist sem allir séu jafn hrifnir af honum og ég.

Ég hef borið hann á magann á mér eftir að ég átti hana og já, hann hefur bjargað mér. Þetta fer að hljóma eins og lygasaga, en ég hef ekki fundið fyrir jafn mikilli ást á neinni vöru eins og þessari. Húðin einfaldlega kallar á þetta. Lyktin er svo dásamleg.. ég fæ hreinlega ekki nóg. Ég nota hann líka á andlitið.. sem á mögulega ekki að gera en ég get ekki sleppt því. Davíð stelst meira að segja í hann.

Ég keypti kaffiskrúbbinn í Fríhöfninni.. hann kostaði að mig minnir 4 þúsund krónur. Þetta er annar pokinn sem ég nota. Ég setti kaffiskrúbbinn í krukku og hef hana við baðkarið.. það hentar betur því fyrri pokinn var orðinn smá krambúleraður eftir bleytuna.

Facebook-síða Skinboss
Heimasíða Skinboss (vefverslun)

Gjafabolir og fleira.

BARNAVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Í upphafi meðgöngunnar hélt ég að meðgöngufatnaður væri óþarfi. Ég sá alveg fyrir mér að ég kæmist í boli og annað slíkt.. þeir yrðu kannski í mesta lagi örlítið þröngir. Neibb. Ég þurfti bókstaflega að pakka fataskápnum mínum niður og kveðja fötin í langan tíma. Ég er ekki enn búin að taka sum upp, einfaldlega því ég passa ekki í þau.

Meðgöngufatnaður er ótrúlega góður. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar kemur að fatnaði á meðgöngu er orðið þægindi. Úff, allt sem þrýstir á (brjóstahaldaraspöng, þröngar buxur, þröngir bolir etc.) er bókstaflega HISTORY! Hælaskór? Bless. Jú sumar eru í þessu en ég set stórt spurningamerki við það. Ég gat ekki verið í neinu sem flokkaðist ekki undir kósíflokkinn.

Þegar ég áttaði mig á því að mín föt væru bara alls ekki að virka.. þá fór ég á fullt að reyna að finna meðgöngufatnað í Target og H&M. Það gekk svo illa.. að ég fann ekkert (nema gallabuxur).. og ég endaði með því að kaupa einn kjól í Marshalls sem var ekki einu sinni meðgöngukjóll. Hann var bara í extra large deildinni.. en ég þurfti að hætta að nota hann á 32. viku vegna óþæginda.

Jess. Ég átti ekkert.. nema hvað, þær hjá Tvö Líf höfðu samband við mig og buðu mér í heimsókn eins og ég hef áður skrifað um (sjá hér). Þær sögðu að ég yrði hreinlega að eiga gjafaboli.. sem var hárrétt hjá þeim. Ég er ennþá að nota þá!

screen-shot-2017-03-15-at-9-52-30-pm
screen-shot-2016-10-04-at-7-57-46-pm

Á efri myndinni er ég í þessum bol sem þær gáfu mér. Það sést ekki mikið í mig, enda var ég orðin eitthvað myndavélafælin undir lokin. Bjúguð fyrir allan peninginn. En ég fór í þessum bol á fæðingardeildina.. og heim af fæðingardeildinni. Liturinn er æðislegur og svo er efnið eitthvað extra mjúkt. Þær eiga bolina til í nokkrum litum. Ég mun geyma þennan bol fyrir næstu meðgöngu því hann er frábær. Fæst hér.

large-18

Eins fékk ég annan bol frá þeim.. en hann er of lógískur fyrir brjóstagjöfina. Toppstykkið sem hylur brjóstin er nefnilega flíseraður að innan. Fyrir þær sem ekki vita þá má manni alls ekki verða kalt á brjóstunum. Örlítill hrollur getur leitt til þess að maður missi brjóstamjólkina. Það vil engin nýbökuð mamma. Þessi “sweatshirt-bolur” er í enn meira uppáhaldi enda dúnmjúkur. Ég er bókstaflega búin að ofnota hann! Fæst hér.

505_black_02_01_lr_500_500_3

… ég er enn að nota meðgöngunærbuxurnar líka. Sorry, hljómar kannski illa fyrir suma.. en ég held ég noti þær bara út lífið. Allavega á nóttunni :)

screen-shot-2017-03-15-at-11-00-57-pm 16195368_1347253481962737_5818197619881891520_n

Svo langar mig að mæla sérstaklega með silkihúfunum frá þeim.. ég fékk eina í gjöf frá frænku minni & svona húfu verður hver einasta mamma/foreldri með ungabarn að eiga. Þær halda svo vel að.. svo haldast þær líka á sínum stað, hylja eyrun og ennið og lofta mjög vel að þau svitna ekki með hana. Ég nota hana oft eina og sér þegar hún fer í vagninn. Það þarf ekki meira – enda eru þær úr 100% silki. Ég hefði viljað vita af þessum húfum áður en ég átti hana, því ég fékk hana þegar hún var sex vikna og var í bölvuðum vandræðum með aðrar húfur fram að því.

Takk enn og aftur fyrir mig Tvö líf. Ég er enn að njóta :)

karenlind1

Undraolían: Bio Oil

HÚÐKATIE MÆLIR MEÐ

Ég keypti þessa olíu í CVS í Bandaríkjunum í fyrra. Nú á ég þriðju dolluna af þessari olíu enda notagildið margvíslegt. Til að byrja með notaði ég hana í andlitið en hún á að jafna húðlit og draga úr örum og hrukkumyndun. Eins er hún rakagefandi og síðast en ekki síst vinnur hún á slitum og eins getur hún komið í veg fyrir þau.

Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fá mögulega slit vegna meðgöngunnar, en ef þau koma.. þá bara koma þau. Ég er hvort eð er með slit fyrir eftir unglingsárin á þessum týpísku stöðum og ég pæli aldrei í þeim.. en ég ætla að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir slit á kviðnum vegna meðgöngunnar. Bio Oil fær afar háa einkunn á þeim síðum sem ég hef flett upp, t.d. Amazon og Ulta. Vinkonur mínar dásama hana líka.

Enn sem komið er hef ég ekki fengið slit, hvort sem það er vegna olíunnar eða ekki. Auðvitað er aldrei hægt að dæma vöru út frá einni dæmisögu en svona miðað við það sem ég les frá notendum virðast flest allir vera yfir sig hrifnir af henni.

14017572_10210071323841856_910959655_n

Hún er alveg eilítið dýrari en aðrar vörur í CVS og er því yfirleitt geymd í læstum skáp. En ég mæli allavega með henni fram að þessu.. hún verður notuð á hverju kvöldi fram að fæðingu.

Annars verð ég með Trendnet Snapchat aðganginn í dag: TRENDNETIS – aðra daga er ég á mínu: KARENLIND.

karenlind

Verslunarferð dagsins

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég kem af og til við í Kosti. Það er ekkert betra en að geta keypt þessa þungu hluti hér heima. Hluti á borð við hreingerningarlög, uppþvottarefni og fleira í slíkum dúr. Þessir hlutir taka of mikið frá leyfilegri þyngd í millilandaflugi. Kostur er akkurat með hluti sem ég held mikið upp á.

Á vinstri/efri myndinni (misjafnt hvernig þetta birtist á tölvuskjám) má sjá 409 Original og Clorox Wipes… hvort tveggja alltaf til í hreingerningarskápnum hér heima.

12041795_10207392400994037_289899264_n

Aunt Jemima er LANGBESTA pönnukökusýróp sem er til á þessari jörðu. Það er ekkert sem toppar þessa einstöku snilld. Sýrópið breytir sorglegustu pönnukökum í sykursæta bombu. Þú vilt ekki láta þennan unað framhjá þér fara.

Mac & Cheese.. Gain uppþvottalögur.

12033712_10207392400434023_136685099_n

Svo varð ég að taka mynd af pítubrauðinu sem er framleitt fyrir Kost. Aldeilis almennilegt brauð og nokkuð klárt að ég kaupi það þegar ég býð til næsta pítupartýs.

12023121_10207392399714005_1228863949_n

Cherry Coke… my all time fave.

12023025_10207392400674029_532140520_n
Svo má ekki gleyma Gain & Tide. Skotheld tvenna.

Hversu random getur færsla orðið? Það má bara engin/-nn missa af Aunt Jemima og fleiri skemmtilegum hlutum.

karenlind

Eternal optimist frá Essie

KATIE MÆLIR MEÐ

Þennan afar fallega lit keypti ég mér í gær. Lakkið heitir Eternal Optimist og er frá Essie. Ég hef ósköp lítið að segja um þetta annað en mig langaði að sýna ykkur litinn.

Screen Shot 2015-08-26 at 2.25.16 PM Screen Shot 2015-08-26 at 2.25.27 PMScreen Shot 2015-08-26 at 2.25.35 PM

Svo eru hér tveir hlutir sem ég gæti ekki verið án… að naglalakka sig getur nefnilega alveg verið tveggja tíma dæmi (frá lökkun og þar til það er þurrt). Ég nenni engum tveimur tímum, þá er fínt að eiga svona hluti til að flýta þessu ferli talsvert. Aceton-svampurinn slær öllu við og svo er þetta Fast Dry spray ansi gott og auðvelt notkunar.

karenlind

Georgetown Cupcake

BANDARÍKINKATIE MÆLIR MEÐ

Það þarf klárlega að setja Georgetown Cupcake á bucket listann. Ég kom til Washington D.C í fyrsta skipti um daginn og sá staður er algjör draumur í dós. Nú er árstíð Cherry Blossom trjánna og það má segja að þau settu borgina í enn fallegri búning.

Óeðlilega löng röð fyrir utan Georgetown Cupcake fangaði athygli mína en þá var klukkan aðeins hálf ellefu um morguninn. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara í þessa röð og kaupa mér tvær múffur. Röðin sagði mér bara eitt, að það væri einhver virkilega góð ástæða fyrir því að fólk nennti að standa þarna og bíða út í eitt. Ég var nýlega búin að borða morgunmat svo ég beið með að fara í röðina. Þá næst var klukkan að verða hálf tvö og þótti mér þá góð hugmynd að rölta tilbaka og fara í röð. Ég trúði ekki mínum eigin augum enda voru þarna um 150 manns í röð. Röðin hafði fjórfaldast frá því um morguninn. Nú var nokkuð staðfest fyrir mér að ég hreinlega yrði að drullast í röðina og bíða.

Ég mun seint sjá eftir þessum 70 mínútum af bið. Sögurnar frá fólkinu í kringum mig gerðu mig enn spenntari en ég var orðin. Eina sem var talað um í þessar 70 mínútur var cupcakes, hvaða tegund skyldi verða fyrir valinu, hvað var fengið sér síðast, hvað þær voru góðar, aðrir voru hissa yfir röðinni og hvað þetta gengi hægt, sumir töluðu um að það væri sniðugra að panta online með dagsfyrirvara o.s.frv. Að standa í röð í 70 mínútur skapaði miklar væntingar og spennu. Ég gat ekki ímyndað mér hvað myndi taka á móti mér. Spennan varð bara meiri og nú var ég komin inn. Inn í himnaríki.

Síminn var dreginn á loft og myndir teknar hægri vinstri. Ég passaði mig að setja símann á silent svo það kæmist ekki upp um mig. Ég keypti mér Salted Caramel og Cherry Cheesecake cupcakes ásamt ískaffi.

Ég byrjaði að sjálfsögðu á Salted Caramel múffunni. Mig skortir orð til að lýsa fyrsta munnbitanum. Ég man bara að ég átti erfitt með að skilja hve gott þetta var og hugsaði með mér “Ha, getur verið að þessi litla dúlla sé svona góð”? Þetta var eitthvað annað. Sú síðarnefnda var einnig það góð að ský með spurningamerki í poppaði upp fyrir ofan hausinn á mér.

Myndirnar eru mögulega í versta gæðaflokki… en ég skal þrauka áfram með Iphone 4s.. :)

11165867_10206398598626021_851023131_n

Ég meina, hvað er þetta eiginlega. Þarna var ég hálfnuð.

11100863_10206398599226036_143974916_n11169109_10206398599026031_1370263304_n

Ég var nýbúin að kaupa 30 stykki af ansi þungum herðatrjám. Höndin á mér var við það að detta af!

11178537_10206398603586145_1173441270_n11128315_10206398603746149_1493792727_nScreen Shot 2015-04-23 at 8.41.14 PM

Takið eftir Kitchenaid hrærivélinni… hún var skreytt með einhvers konar glitrandi bleikum steinum.

11180286_10206398603546144_131375491_nScreen Shot 2015-04-23 at 8.42.40 PM11157993_10206398601466092_324472394_n11157910_10206398601546094_903889836_n11169058_10206398602266112_2037307954_n

Ahhhh… hámark spennunnar!

11180018_10206398598666022_2005417850_n

11165895_10206398602146109_2116670810_n10420028_10206375782055621_7709856725621927195_n

Það var ekkert sem gat stöðvað mig… ég óð í þetta af öllum krafti.

11174847_10206375782775639_1349942861115370976_n

Þetta er far beyond gott.. eins og hreinlega sést á myndunum.

Hér má svo sjá ýmis konar tegundir sem ég tók af heimasíðunni þeirra. Næst ætla ég klárlega að panta með dagsfyrirfara svo ég sleppi við röð lífs míns. Þá hoppar maður bara inn og sækir dásemdina. Georgetown Cupcake verslunin er einnig í Boston, Maryland, NYC, LA og Atlanta.

Kíkið endilega á heimasíðuna: Georgetown Cupcake

karenlind

Target ferð

KATIE MÆLIR MEÐ

Ef ég kæmist í Target á næstu dögum myndi ég kaupa eftirfarandi hluti. Ég fylgist reglulega með nýjum snyrtivörum sem detta inn á síðuna og hér eru nokkrar sem mig langar að prófa.

Augnskuggar í jarðlitum frá Sonia Kashuk. Eitt besta merkið sem Target býður upp á.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.37.56 PM

Þessi palletta er sjúklega flott, sérstaklega fyrir sumarið.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.38.41 PM

Nú hef ég verið að nota BrowDrama frá MayBelline sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mig langar því að prófa þessa nýjung frá Sonia K en þetta augnbrúnagel er með ljósum brúnum lit. Ég hef prófað glæra gelið frá þeim og það var ansi gott. Þetta ætti því líklegast ekki að bregðast.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.46.28 PM

Þessi baugahyljari fær 4½ stjörnu af 5 og er talinn ansi ljós af notendum. Mig langar að prófa hann því flestar sem skrifuðu ummæli sögðust ekki ætla að kaupa sér annað eftir að hafa prófað þennan.

Screen Shot 2015-03-31 at 4.56.47 PM

Goody Ouchless teygjurnar, þá aðeins þær glæru, eru þær allra bestu sem ég hef komist í kynni við. Að slitna er það síðasta sem þeim virðist ætlað að gera. Hins vegar hefur verið erfitt að finna þær undanfarin ár. Ég hef prófað aðra liti frá Goody en þær slitna, svo ég mæli með bara með þeim glæru.

Screen Shot 2015-03-31 at 5.00.42 PM

Blissful Berry frá Maybelline.. æðislegur litur sem ég nota oft.

Miracle Gel naglalakk frá Sally Hansen er að fá einkunn frá allt að 4 upp í 5 stjörnur. Ég las nokkur ummæli og það virðist vera að haldast á í 10-14 daga. Það má segja að mig BRÁÐvantar eitt slíkt. Hafið þið prófað það?

Screen Shot 2015-03-27 at 11.50.40 AM

Þeir albestu… þessa verðið þið að kaupa. Tannlæknirinn mælti með þessum tannstönglum og ég get svarið það, þeir eru þeir allra bestu. Mér finnst samt nauðsynlegt að nota tannþráð með en þessir stönglar ná ansi vel til gómsins. Þeir fást líka hér heima.

Screen Shot 2015-04-04 at 2.03.02 PM

Aveeno bodylotion-ið er rosalega gott. Það mýkir svo ótrúlega vel og í langan tíma. Það fær 5 stjörnur og er “best seller” vara til margra ára.

Screen Shot 2015-04-04 at 2.04.04 PM

Svo er það St. Ives kremið sem ég held líka mikið upp á. Lyktin af því er svo ljúf. Ég nota það bæði til mýkingar og svo finnst mér gott að nota það fyrir nudd.Screen Shot 2015-04-04 at 2.05.19 PM

EGF kornahreinsirinn er reyndar í uppáhaldi en það er gott að grípa í þennan inn á milli… hann frískar svo upp á mann í morgunsárið og lyktin er æði.

Nú er ég á leið í skírn hjá vinafólki og brúðkaup seinna í dag. Ég vaknaði 9 og ætlaði mér að fara í ræktina, en bæði hausinn og líkaminn þverneituðu fyrir það. Stundum nenni ég bara alls ekki í ræktina og þá er fínt að sleppa henni. Ég er löngu hætt að pína mig áfram í ræktina ef áhuginn er ekki fyrir hendi.

♡ G l e ð i l e g a   p á s k a ♡

karenlind

Mæli með Juice Bar í NYC

KATIE MÆLIR MEÐ

Juice Bar í NY er eitthvað sem ég verð að mæla með. Maður rekst ekki á slíka staði á hverju horni. Ég þarf að passa hvað ég borða því ég hef verið í miklu basli með ristilinn undanfarna mánuði. Svo þegar ég fer í stutt stopp til Bandaríkjanna reyni ég að vera með ágætis nesti með mér þar sem mér finnst erfitt að finna fæðu sem fer vel í mig.

Ég keypti mér bara engiferskot með cayenne pipar í…  hefði ég ekki verið nýbúin að borða hefði ég fengið mér eitthvað meira með þessu. Ég, spjallarinn sjálfur.. fór að spyrja afgreiðslumanninn um staðinn. Sá var alsæll um áhuga minn og gaf mér því smakk af smoothie nr. 20. Eina sem ég veit er að það fyrsta sem ég geri næst í NYC er að rjúka á Juice Bar og kaupa þann smoothie… og kannski er fínt að taka það fram að allt er blandað í Vitamix, sem gerir þá silkimjúka og extra góða.

Ég var á leið úr Marshalls og TjMaxx.. þannig að ef þið eigið leið þangað þá vitið þið að Juice Bar er í grennd.

afvaff11081530_10206163710033953_478632986_n (1) 11079700_10206163711033978_2138671981_n 11007557_10206163717354136_766943377_n

Búðin er ekki beint áberandi en svona lítur hún út. Það var eitt mesta krútt þarna inni á sama tíma og ég. Háaldraður maður með staf og engar framtennur og ansi hægur í hreyfingum. Þegar hann leit svo á mig söng hann “I’M IN LOVE WITH THE COCO”… og ég fór auðvitað að hlæja. Mínar undirtektir leiddu til þess að ég fékk þennan fína söng á meðan ég drakk engiferskotið og svo endaði ég nú bara með að taka undir og syngja með honum.

11063110_10206163718354161_607142395_n

Mér þykir kaffi EKKI gott en það er nú skárra en orkudrykkur þegar orkan er gjörsamlega búin. Ég bað um sterkt kaffi og þetta fékk ég, hálfan líter af kaffi! Það tók góðan klukkutíma að klára þetta vonda sull.

11086706_10206163759635193_1273020776_n

Þarna er maskarinn sem ég er ítrekað spurð um. Hann er blár (#royalblue) og fæst ekki svo oft. Ég fann tvo núna en ég hef ekki rekist á þá í að verða ár. Eins er þarna kinnalitur frá Physicians Formula sem ég nota mikið. BIO OIL er eitthvað sem ég hef ekki prófað en vinkonur mínar heyrðu af þessu undri gegn sliti, ör, fínum línum o.fl. Ég læt ykkur vita ef þetta er jafn gott og talað var um.

11072420_10206163717514140_1991903532_n

Kínóasalat á 23 Flavors. Bragðgott og fínt í magann! (Americas/23str).

Ég pantaði mér tvær klukkur ásamt öðrum skemmtilegum hlutum sem sýni ykkur seinna. Annars tók ég svo svakalega á því á æfingu áður en ég fór út… burpees, pallahopp, froskahopp og you name it. Ég átti svo erfitt með að labba í NY að mig langaði að grenja á köflum. Ég hékk á kerrunni í Marshalls til að losna við þungann af fótunum.. ó men, slæmar harðsperrur í fótum er eitthvað sem ég segi pass við…. séééérstaklega í NY. Þið getið ímyndað ykkur! Til að toppa þessa vitleysu þá rifnuðu ofnotuðu buxurnar mínar undir rasskinninni… svo ég neyddist til að labba með nokkuð stórt gat (fyrir minn smekk) út um allar trissur. Ég fann kalda loftið leika við innan- og aftanvert lærið…. ekki gaman… svo ég reyndi að taka minni skref til að gatið væri ekki jafn áberandi. Harðsperrur, óþolandi gat á buxum og slydda… hættu nú.

karenlind

TOP 11 snyrtivörurnar

FÖRÐUNARVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Þessa stundina eru þetta þær snyrtivörur sem ég nota hvað mest… Ég hef ætlað að pósta myndum af mér með eitthvað af þessu á mér fyrir löngu síðan en fresta því ítrekað. Margt af þessu hef ég notað í mörg ár, annað hef ég nýlega kynnst.

Allar vörurnar eru nokkuð ódýrar (nema ein þeirra). Það er lúxus að vera með ódýran smekk þegar kemur að snyrtivörum :-) Flestar vörurnar fást í Bandaríkjunum.

Screen Shot 2014-10-14 at 7.43.14 PM

1. Maybelline #royalblue. Blár maskari sem ég hef notað frá því ég var 16 ára. Helsta ástæðan fyrir ofnotkun maskarans er hve auðvelt er að þvo hann af. Eina sem ég nota er vatn. Hann fer af á innan við tíu sekúndum… það gerist ekki betra. Ég þoli ekki að eyða löngum tíma í að taka andlitsmálningu af. Maskarinn helst lengi á, molnar ekki og svo er hann líka mjög flottur á litinn. Það er erfitt að finna hann í rekkunum.. en þegar ég rekst á hann splæsi ég yfirleitt í nokkra.

2. Augnskuggi frá Maybelline #vintageplum. Þessi plómulitur er æði og fer vel með bláum sem svörtum maskara. Erna Hrund benti mér á hann fyrr í sumar og ég hef oft fengið hrós fyrir þennan fína augnskugga. Ég nota hann sem eyeliner. Kostirnir við augnskuggann eru þeir að hann helst á í langan tíma og auðvelt er að hreinsa hann af.

3. Augnbrúnagel frá Sonia Kashuk. Ég nota augnbrúnagel daglega.. án þess verða augabrúnirnar mínar að engu. Nauðsynlegt til að fá þykkari og náttúrulegri augabrúnir. Mér þykir gelið frá Sonia Kashuk mun betra en gelið frá Maybelline.

4. Kinnalitirnir frá Sonia Kashuk. Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

5. Physicians Formula sólarpúður. Hef átt svona í mörg ár og finnst sólarpúðrin þeirra frábær.

6. Sonia Kashuk varasalvi með lit… alltaf gott að geta skellt smá lit á varirnar. Frískar upp á mann og gefur náttúrulegt útlit.

7. EGF Augnablik. Fékk augngelið gefins um daginn og það fær mína bestu einkunn. Satt að segja finnst mér augnsvæðið allt annað eftir að ég fór að nota það. Ég geymi það í kæli og ber það á mig ískalt fyrir svefn.. (nú veit ég ekki hvort það sé æskilegt, en hentar mér vel).

8. Andlitsmaski frá Elizabeth Arden. Mér finnst ég eins og glænýtt leðursófasett í framan eftir hann. Djók.. en samt, virkilega góður.

9. Glow púður frá Sonia Kashuk. Fínt á kinnbeinin, undir augum eða augabrúnum (þó í örlitlu magni).

10. La Prairie púðrið… það besta…. en rosalega dýrt. Það er svo sem í lagi á meðan allt hitt er í ódýrari kantinum.

11. Real Techniques burstarnir. Algjörlega þess virði að splæsa í. Hef notað þá óspart í tæpt ár og það sér ekki á þeim.

karenlind