fbpx

.. kaup dagsins í Kosti.

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég kem af og til við í Kosti en þar get ég alltaf keypt hluti sem mig vantar fyrir heimilið. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki þurft að taka fram að ég keypti vörurnar sjálf, en í dag er það nokkuð nauðsynlegt. Samfélagsmiðlar hafa breyst svo ótrúlega mikið undanfarna mánuði (já, pæliði.. á nokkrum mánuðum hefur svo margt breyst) að allir eru farnir að efast um allt.. kannski ekki skrýtið (“.). En þessi færsla er meira til gamans gerð & hér að neðan má sjá þá hluti sem ég keypti í Kosti.

Ziploc pokar. Ótrúlega basic kaup en samt svo nauðsynlegt að eiga þá. Hins vegar áttaði ég mig ekki á því hve fáir pokar voru í pakkningunni… ég hefði viljað hafa þá mun fleiri, enda afar vel notað á mínu heimili!

Amma og afi voru með Tide frá því ég man eftir mér.. systur mömmu líka. Eiginlega bara öll fjölskyldan eins og hún leggur sig. Ég burðaðist einu sinni með þennan hlunk í handfarangri fyrir mömmu back in the days. Þeir dagar heyra fortíðinni til sem betur fer.

Edik er æði, engin eiturefni og fleira.. en hvað á ég að gera við kanann í mér? Ég verð bara að eiga svona þrifbombu. Gain lyktin toppar auðvitað allt og þetta verður bara að vera til í mínum skápum.

Ég prófaði þessa hringi fyrir Snædísi og hún er afar hrifin. Það eru til nokkrar tegundir.

Ef einhver frá Kosti er að lesa þessa færslu, þá má endilega kaupa stærri umbúðir af þessum uppþvottalegi. Þessi dúlla er sýnishorn (236ml).. þar sem þetta er svo lítið keypti ég sex stykki.

Ég ætla ekki að segja heimsins bestu beyglur (því þær eru í NY), en þetta eru bestu beyglur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru djúsííí! Ristaðar, með nóg af smjöri og þá eru allir í toppmálum.

.. nauðsynlegir pokar!

Listerine í stórum umbúðum!

... rautt eucalyptus

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. María

    18. July 2017

    Plastpoka og vörur í plastumbúðum ætti að forðast með öllum ráðum :) Mæli með að þú kynnir þér hvað er í boði í staðinn fyrir plastið á facebook grúbbum eins og „Bylting gegn umbúðum“ . Gangi þér vel.

  2. Karen Lind

    20. July 2017

    Takk fyrir ábendinguna & tek henni vel :) Ég hef fylgst með þessari FB síðu eflaust frá því hún var stofnuð.

    Ég er sko aldeilis meðvituð um þetta þar sem pabbi minn sér um að hreinsa strendur Íslands af plasti og ég hef margoft veitt honum liðstyrk í þeim verkefnum. Mæli líka með að fylgjast með Bláa Hernum á facebook, það er mjög áhugavert.