fbpx

Mæli með Juice Bar í NYC

KATIE MÆLIR MEÐ

Juice Bar í NY er eitthvað sem ég verð að mæla með. Maður rekst ekki á slíka staði á hverju horni. Ég þarf að passa hvað ég borða því ég hef verið í miklu basli með ristilinn undanfarna mánuði. Svo þegar ég fer í stutt stopp til Bandaríkjanna reyni ég að vera með ágætis nesti með mér þar sem mér finnst erfitt að finna fæðu sem fer vel í mig.

Ég keypti mér bara engiferskot með cayenne pipar í…  hefði ég ekki verið nýbúin að borða hefði ég fengið mér eitthvað meira með þessu. Ég, spjallarinn sjálfur.. fór að spyrja afgreiðslumanninn um staðinn. Sá var alsæll um áhuga minn og gaf mér því smakk af smoothie nr. 20. Eina sem ég veit er að það fyrsta sem ég geri næst í NYC er að rjúka á Juice Bar og kaupa þann smoothie… og kannski er fínt að taka það fram að allt er blandað í Vitamix, sem gerir þá silkimjúka og extra góða.

Ég var á leið úr Marshalls og TjMaxx.. þannig að ef þið eigið leið þangað þá vitið þið að Juice Bar er í grennd.

afvaff11081530_10206163710033953_478632986_n (1) 11079700_10206163711033978_2138671981_n 11007557_10206163717354136_766943377_n

Búðin er ekki beint áberandi en svona lítur hún út. Það var eitt mesta krútt þarna inni á sama tíma og ég. Háaldraður maður með staf og engar framtennur og ansi hægur í hreyfingum. Þegar hann leit svo á mig söng hann “I’M IN LOVE WITH THE COCO”… og ég fór auðvitað að hlæja. Mínar undirtektir leiddu til þess að ég fékk þennan fína söng á meðan ég drakk engiferskotið og svo endaði ég nú bara með að taka undir og syngja með honum.

11063110_10206163718354161_607142395_n

Mér þykir kaffi EKKI gott en það er nú skárra en orkudrykkur þegar orkan er gjörsamlega búin. Ég bað um sterkt kaffi og þetta fékk ég, hálfan líter af kaffi! Það tók góðan klukkutíma að klára þetta vonda sull.

11086706_10206163759635193_1273020776_n

Þarna er maskarinn sem ég er ítrekað spurð um. Hann er blár (#royalblue) og fæst ekki svo oft. Ég fann tvo núna en ég hef ekki rekist á þá í að verða ár. Eins er þarna kinnalitur frá Physicians Formula sem ég nota mikið. BIO OIL er eitthvað sem ég hef ekki prófað en vinkonur mínar heyrðu af þessu undri gegn sliti, ör, fínum línum o.fl. Ég læt ykkur vita ef þetta er jafn gott og talað var um.

11072420_10206163717514140_1991903532_n

Kínóasalat á 23 Flavors. Bragðgott og fínt í magann! (Americas/23str).

Ég pantaði mér tvær klukkur ásamt öðrum skemmtilegum hlutum sem sýni ykkur seinna. Annars tók ég svo svakalega á því á æfingu áður en ég fór út… burpees, pallahopp, froskahopp og you name it. Ég átti svo erfitt með að labba í NY að mig langaði að grenja á köflum. Ég hékk á kerrunni í Marshalls til að losna við þungann af fótunum.. ó men, slæmar harðsperrur í fótum er eitthvað sem ég segi pass við…. séééérstaklega í NY. Þið getið ímyndað ykkur! Til að toppa þessa vitleysu þá rifnuðu ofnotuðu buxurnar mínar undir rasskinninni… svo ég neyddist til að labba með nokkuð stórt gat (fyrir minn smekk) út um allar trissur. Ég fann kalda loftið leika við innan- og aftanvert lærið…. ekki gaman… svo ég reyndi að taka minni skref til að gatið væri ekki jafn áberandi. Harðsperrur, óþolandi gat á buxum og slydda… hættu nú.

karenlind

Gæðamerkið Scintilla

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Eva Sól

  30. March 2015

  Manstu addressuna Marshalls og TjMaxx í NY ?

  • Karen Lind

   30. March 2015

   Já, þær eru á 620 Americanas ave og ca 19 stræti minnir mig :)

   • Karen Lind

    30. March 2015

    …. leitaði og þær eru á milli 18. og 19. stræti.

 2. Eva Sól

  7. April 2015

  Þúsund þakkir :)