Í upphafi meðgöngunnar hélt ég að meðgöngufatnaður væri óþarfi. Ég sá alveg fyrir mér að ég kæmist í boli og annað slíkt.. þeir yrðu kannski í mesta lagi örlítið þröngir. Neibb. Ég þurfti bókstaflega að pakka fataskápnum mínum niður og kveðja fötin í langan tíma. Ég er ekki enn búin að taka sum upp, einfaldlega því ég passa ekki í þau.
Meðgöngufatnaður er ótrúlega góður. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar kemur að fatnaði á meðgöngu er orðið þægindi. Úff, allt sem þrýstir á (brjóstahaldaraspöng, þröngar buxur, þröngir bolir etc.) er bókstaflega HISTORY! Hælaskór? Bless. Jú sumar eru í þessu en ég set stórt spurningamerki við það. Ég gat ekki verið í neinu sem flokkaðist ekki undir kósíflokkinn.
Þegar ég áttaði mig á því að mín föt væru bara alls ekki að virka.. þá fór ég á fullt að reyna að finna meðgöngufatnað í Target og H&M. Það gekk svo illa.. að ég fann ekkert (nema gallabuxur).. og ég endaði með því að kaupa einn kjól í Marshalls sem var ekki einu sinni meðgöngukjóll. Hann var bara í extra large deildinni.. en ég þurfti að hætta að nota hann á 32. viku vegna óþæginda.
Jess. Ég átti ekkert.. nema hvað, þær hjá Tvö Líf höfðu samband við mig og buðu mér í heimsókn eins og ég hef áður skrifað um (sjá hér). Þær sögðu að ég yrði hreinlega að eiga gjafaboli.. sem var hárrétt hjá þeim. Ég er ennþá að nota þá!
Á efri myndinni er ég í þessum bol sem þær gáfu mér. Það sést ekki mikið í mig, enda var ég orðin eitthvað myndavélafælin undir lokin. Bjúguð fyrir allan peninginn. En ég fór í þessum bol á fæðingardeildina.. og heim af fæðingardeildinni. Liturinn er æðislegur og svo er efnið eitthvað extra mjúkt. Þær eiga bolina til í nokkrum litum. Ég mun geyma þennan bol fyrir næstu meðgöngu því hann er frábær. Fæst hér.
Eins fékk ég annan bol frá þeim.. en hann er of lógískur fyrir brjóstagjöfina. Toppstykkið sem hylur brjóstin er nefnilega flíseraður að innan. Fyrir þær sem ekki vita þá má manni alls ekki verða kalt á brjóstunum. Örlítill hrollur getur leitt til þess að maður missi brjóstamjólkina. Það vil engin nýbökuð mamma. Þessi “sweatshirt-bolur” er í enn meira uppáhaldi enda dúnmjúkur. Ég er bókstaflega búin að ofnota hann! Fæst hér.
… ég er enn að nota meðgöngunærbuxurnar líka. Sorry, hljómar kannski illa fyrir suma.. en ég held ég noti þær bara út lífið. Allavega á nóttunni :)
Svo langar mig að mæla sérstaklega með silkihúfunum frá þeim.. ég fékk eina í gjöf frá frænku minni & svona húfu verður hver einasta mamma/foreldri með ungabarn að eiga. Þær halda svo vel að.. svo haldast þær líka á sínum stað, hylja eyrun og ennið og lofta mjög vel að þau svitna ekki með hana. Ég nota hana oft eina og sér þegar hún fer í vagninn. Það þarf ekki meira – enda eru þær úr 100% silki. Ég hefði viljað vita af þessum húfum áður en ég átti hana, því ég fékk hana þegar hún var sex vikna og var í bölvuðum vandræðum með aðrar húfur fram að því.
Takk enn og aftur fyrir mig Tvö líf. Ég er enn að njóta :)
Skrifa Innlegg