Ruslapokar með ilmlykt

Vinkonur mínar mæla með

Örstutt og öðruvísi færsla en hér er ein önnur snilldin mætt í “Vinkonur mínar mæla með”.

Þetta á kannski ekki endilega heima á síðu sem þessari – en þetta er bara það gott að ég leyfi því að vera með.

Þetta eru ruslapokar með ilmlykt frá Febreze. Þeir fást að sjálfsögðu í Bandaríkjunum!

IMG_2361

Ég verð að kaupa mér svona poka þegar ég fer næst út!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Ruby Woo by Mac cosmetics

Vinkonur mínar mæla með

Ég ákvað að fá nokkrar vinkonur mínar til að deila sínum uppáhaldshlutum frá Ameríku og jafnvel bara frá Íslandi. Þær eru oft með svo rosalega skemmtilega hluti heima hjá sér sem ég sjálf hef aldrei séð né dottið í hug að kaupa & því algjör bónus að fá þær til að deila þessum “fróðleiksmolum” með okkur ef svo má að orði komast. Inga frænka mín er ein þeirra og hún mælir hér með varalit frá MAC cosmetics.. hinar eru Lilja Guðný, Sonja Ósk og Manuela Ósk. Hver veit nema fleiri bætist við. Ég set þær allar undir flokkinn “Vinkonur mínar mæla með” – þá getið þið auðveldlega flett þessum dálki upp :-)

rubywoogengi

Hér eru þrjár með varalitinn frá MAC (f.v. Sonja Ósk, Júlía og Lilja Guðný). Inga var ekki með hann á sér svo hún skellti smá undercover hlutum á sig.

Ruby Woo varaliturinn frá MAC er algjört must í safnið. Ef þið eruð á leið til USA þá er um að gera að kaupa hann þar fyrir litla 15 dollara. Liturinn er ofsalega fallegur og spice-ar vel upp á look-ið. Hann er mattur og því dálítið erfitt að setja hann á en aftur á móti helst hann á vörunum í marga klukkutíma sem er góður plús.

ingarubywoo

Inga er með Ruby Woo á þessari mynd. Hún er svo sæt & falleg þessi elska.

Vonandi fellur þetta í kramið hjá ykkur – mér persónulega finnst fjölbreytt blogg skemmtilegra & því er þetta tilvalin viðbót.

karen