Óskalisti fyrir heimilið..

HEIMILISVÖRURWANTED

Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu.. en mér þykir ekkert meira heillandi en júník heimili þar sem persónulegur stíll skín í gegn. Skemmtilegast finnst mér að kaupa hluti sem sjást ekki víða… og svo finnst mér gaman að taka smá áhættu. Ég tek ekki endilega áhættu í öll kaupum en ég er gígantískur sökker fyrir “POP out” hönnunarvörum sem og öðrum “no name” vörum í bland.

Að skoða óskalista annarra finnst mér mjög skemmtilegt.. það er bara eitthvað skemmtilegt að pæla í stíl annarra og fá hugmyndir. En hér er minn óskalisti þessa stundina. Margt á honum mætti vera á talsvert ákjósanlegra verði fyrir budduna… ehemm… (“.).

1. Poca Vase frá LSA International. Þessi myndi tóna ótrúlega vel inn til mín.. sérstaklega með rauðu eucalyptus greinunum sem ég keypti í sumar (sjá hér). Vasinn fæst hér.
2. Globo lampinn frá Jonathan Adler. Hann kom út í fyrra eða hittiðfyrra.. en um leið og ég sá hann koma inn á síðuna féll ég fyrir honum – hvað þá þegar ég sá hann með berum augum í búðinni. Hann er ennþá fallegri en myndin gefur til kynna. Fæst hér.
3. Brass Atlas Box frá Jonathan Adler. Þið þurfið að skoða myndirnar á síðunni en höfuðið opnast og þá koma þrjár skálar í ljós. Ég elska höfuðstyttur og þessi má alveg verða mín. Fæst hér.
4. Fornasetti kerti. Krukkurnar eða glösin utan um kertin eru eitthvað annað, en ég hef ekki hugmynd um hvort lyktin af þeim sé góð. Fást hér.
5. Diptyque Diffuser. Ég hef haft augastað á þessu ilmglasi sem er eins og stundarglas í laginu. Ilmglasið virkar líka eins og stundarglas, maður einfaldlega snýr því við til að virkja það í eina klukkustund. Svo má fylla á það líka… jiiiiii, mér finnst það hrikalega flott. Fæst hér.
6. Tom Dixon Bump Vase.. þessi er mjög flottur.. og bleikur (frekar líkur einum frá AYTM sem mig langar líka í).

Jæja… hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég er búin að dúllast í þessu í of langan tíma!

Snapchat: karenlind
Instagram: kaarenlind

Pastel bleik regnkápa

FÖTWANTED

Ég hef aldrei átt regnkápu.. en mér finnst nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri (rétt eins og Elísabet Gunnars hefur nokkrum sinnum bent á) svo það er um að gera að kaupa regnkápu á næstu dögum.. sérstaklega þar sem ég sá að 66°N er að hefja sölu á pastel bleikri Laugavegsregnkápu. Hún er reyndar ekki komin til landsins svo ég verð að taka endanlega ákvörðun eftir mátun. Ég á lítið sem ekkert bleikt í fataskápnum og ég viðurkenni að þetta er langt í frá að vera litur í uppáhaldi.. en þess vegna þætti mér gaman að eiga eina flík þar sem brugðið er eilítið út af vananum.

screen-shot-2017-03-31-at-12-18-10-pm
screen-shot-2017-03-31-at-12-23-41-pm
Hér að ofan má sjá Aldísi í pastel bleiku kápunni (mynd tekin af instagram.com/66north)… mér finnst hún geggjuð!

karenlind1

Fallegir hlutir III

HÖNNUNWANTED

Ég get nú endalaust bætt á þennan lista. Sú setning er í sjálfu sér mjög mótsagnakennd því mig langar alls ekki að hafa overcrowded heimili. En það er nú önnur saga… það er bara til svo mikið af fallegum hlutum að ég verð bara að leyfa mér að dreyma um þá.

big-02-beb_italia-backstage-backstage_02

Arco gólflampinn. Nei ég meinaða, það má nú alveg réttlæta þessi kaup. Hann passar nánast í hvaða stofurými.. eða já, bara hvaða opna rými sem er. Svo mikill statement lampi en engan veginn frekur á athygli. Annars sé ég spegilinn sem við keyptum sl. vor þarna vinstra megin.. hann er svo flottur, allavega þar til dóttir mín byrjar að skríða/labba.

Annars fæst upprunalegi Arco lampinn í Lumex en mig langar í þá týpu. Annars er LED Arco gólflampinn til í Casa.

16403299_1365434473518656_853071521118938769_o 16300244_1365434550185315_1764748033427509441_o 16299918_1365434470185323_9163872542895793059_o 16251614_1365434466851990_1871580029976850832_o

Málverk eftir Hrafnkel. Myndirnar hans eru ennþá flottari “live”.. vinkona mín keypti mynd af honum þegar hann hélt sýningu í Hafnarfirði fyrir einhverjum vikum síðan.. eina sem ég hef að segja um þá mynd er að hún er bókstaflega “tryllt” þegar hún er komin upp á vegg. Flottur listamaður sem vert er að fylgjast með.

PH 3/2 borðlampinn eftir Louis Poulsen. Ég er ekki viss um að það sé til fallegri borðlampi.. allavega er þessi í fyrsta sæti hjá mér. Mér þykir þessi stærð sú fullkomna, en hún hentar vel á skenk. Sá minnsti er flottur á náttborð (en ég myndi nú henda honum í gólfið í svefni).. og sá stærsti er of stór að mínu mati. Lampinn er ekki stór en kostar samt nóg af pening… rúmar 100 þúsund krónur… jebb… you heard me. Rándýr en hann verður aldrei old news. Það má sjá hann bregða fyrir á myndum allt að 90-100 ár aftur í tímann.

Þessi Montana hillueining er á tilboði í Epal, en tilefnið er 35 ára afmæli fyrirtækisins. Hillueiningin kostar aðeins 44.900 kr. á tilboði. Eiginlega of gott til að sleppa því! Ég sé alveg fyrir mér hve fallegt það er að skeyta tveimur til þremur svona einingum saman og raða flottum statement hlutum í hillurnar. Tilboðið gildir aðeins fyrir tvenns konar hvíta liti.. það er nú allt í lagi, mér finnst þetta allt fallegt :)

0bb65c5f3b8e0cf9ed954599594cf56a 16298464_1231037963643605_192312208834615075_n

… og að lokum þetta tvennt: La Bruket handsápurnar sem fást í Snúrinni.. ég hef hálf partinn verið með þær á heilanum síðan ég sá Svönu blogga um þær fyrir einhverju síðan. Mér finnst mjög gaman að pæla í öllum detailum.. og handsápan inni á baði er til dæmis dæmi um slíkt. Það er ekkert rökréttara en að handsápan sé líka falleg (okay, kannski ekki allir sammála mér þar.. haha:) Ég fór í Snúruna um daginn í fyrsta sinn og rak þar augun í ótrúlega mikið úrval af handsápum og fylgihlutum frá ýmsum merkjum, hvert öðru stílhreinna. La Bruket er hins vegar í örlitlu meira uppáhaldi svo ég valdi þær.

:svo er þessi tvenna frá VIGT líka æði inn á bað (og auðvitað önnur rými líka).. en ég er með bæði ilmstangirnar og kertið inni á baði. Ég fer alveg að sýna mynd frá baðherberginu.. það vantar enn speglaskáp og svo á eftir að setja upp tvö ljós. Ég málaði loftið svart um daginn (í stíl við vegginn) og það er frekar dimmt.. en kemur ótrúlega vel út!

karenlind1

Óskalistinn: Canada scarf

WANTED

Ég er treflasjúk. Ég á orðið of mikið af fallegum treflum… sumir dýrari en aðrir. Þess vegna finnst mér þessi á ótrúlega góðu verði eða eitthvað um 17 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er hann ekki ódýr.. en hann er svo stór og úr ótrúlega fallegri 100% ull. Og svo er hann frá Acne Studios. Það merki er svo smart – draumayfirhöfnin mín er einmitt frá Acne Studios, en ég er ansi viss um að ég kaupi hana aldrei. Ef mér finnst hún ennþá jafn falleg og þess virði eftir fimm ár væri það möguleiki. Ég hugsa mig alltaf mjög lengi um áður en ég kaupi mér eitthvað sem kostar aðeins meira. Ég stekk aldrei á neitt í flýti, það geri ég bara til að vera viss um að mig virkilega langi í hlutinn. Ætli það sé ekki lærdómurinn af því að kaupa upp lagerinn frá Forever 21 hér í gamla daga.. en þið sem hafið fylgst með mér hvað lengst munið eflaust eftir því hvað ég keypti mér mikið af fötum þegar ég var yngri (og seldi þau svo hálfu ári síðar). Úff, það er mesta vitleysa sem ég hef gert… og svo ég tali nú ekki um peningaeyðsluna.

30-11-2016_acne_studioscanadanarrowscarf_caramelbrown_27n153-59c_mg_2 72b076d7511a596d061c120b776f05d8

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

136a4dbdf0870a790e2e9f38ab417df4 d0af0b5af13a36762515dbd30105341e d99beeab5da8412a1741bf0c404526ec ddf9a1581a348462054956afc8a7efcd f8038941db897d0cf8b8ca67b10fee5c screen-shot-2017-02-12-at-10-50-05-pm

Mig langar í þann sem er karamellubrúnn, en svo er pastelbleiki líka ótrúlega fallegur. Aftur á móti held ég að karamellubrúni fari betur við flestar flíkur. Ég man eftir færslu frá Elísabetu Gunnars um trefilinn og svo minnir mig endilega að Helgi Ómars eigi einn líka.

Fæst hér.

karenlind1

Haustið: Langar

WANTED

Þá kemur haustið. Ég er persónulega hrifnust af haustflíkum og þeim litum sem fylgja þeirri árstíð. Yfirhafnir eru að mínu mati þess virði að eyða meiri pening í… svo lengi sem þær eru klassískar. Hér eru nokkrir hlutir sem ég gæti vel hugsað mér að eignast.

Levi’s Sherpa gallajakki (eins og sást í síðustu færslu). Reyndar keypti ég mér hann fyrir tveimur dögum & hann er æði. Hann er aldrei til en nú var hann að detta í verslanir. Fæst hér.

Screen Shot 2015-09-02 at 4.44.11 PM

Screen Shot 2015-09-02 at 4.44.33 PMScreen Shot 2015-09-02 at 4.44.44 PM

Trefill og húfa frá Marc Jacobs úr 100% cashmere ull. Ég hef oft bloggað um þessar húfur.. fæ ekki nóg af þeim! Hvort tveggja fæst inn á Marc Jacobs heimasíðunni.

62869e_8b1f8464108e15590228bd149232b42c.jpg_srz_661_661_85_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz Screen Shot 2015-09-12 at 12.14.30 PM Iceland-101-Hotel-Provides-Elegant-Artistic-Lodging
Verk eftir Huldu Hákon. Eina verkið sem ég hef séð eftir hana með berum augum er á 101 hotel. Ofsalega flott… ég starði lengi á það og endaði með að spyrja hótelstarfsmann hver listamaðurinn væri á bak við þetta augnkonfekt.

Ég kenni alfarið hrærivélaleysinu um hve lítið ég baka. Ef ég myndi nú eignast eina slíka yrði Pearl White fyrir valinu með þessari Frosted glerskál. Og út af því ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera við alla peningana sem ég týni af trjánum þá myndi ég bæta einni brauðrist í sama lit við.

Balloon dog by IMM Living. Ég er ansi hrifin af þessum fígúrum. Mig langar helst í fjólubláan eða appelsínugulan.

FENDI Bangle Bracelet. Ég er svo lítið fyrir skrautlegt skart – þessi armbönd frá FENDI væru fín fyrir mig.. látlaus og fyrirferðarlítil.

Ný rúmföt frá H&M. Rúmfötin frá þeim hafa ekki svikið mig hingað til.

Hunter sandalar… heldur fínir en kannski ekki endilega fyrir haustið og veturinn. Æ þessir fá samt að vera með.

Allt og ekkert frá KIKO.. þessar snyrtivörur eru frábærar. Ég kem alltaf við í KIKO þegar ég fer til Reading. Ég keypti mér tvo varaliti, tvo augnskugga, naglalakk, eyeliner og eitthvað fleira fyrir 6 þúsund krónur. Snyrtvörurnar eru þrælódýrar og ótrúlega góðar. Ekkert síðri en þessi dýru merki.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.07.58 PM

Ray Ban 2180. Mátaði  þau í Optical Studio… mjög smart.

karenlind

Sumarið: Langar

WANTED

Sumarið er alveg að fara koma, í þrjá mánuði. Ekki beint langur tími en þó innilega kærkominn. Ég setti saman smá lista af hlutum sem mig langar í. Mér finnst nauðsynlegt að eignast nýja hlaupaskó fyrir sumarið og af öllu því úrvali sem er í boði myndi ég velja mér Adidas Ultra Boost skóna. Svo vantar mig einhverja smart sneakers, en ég rakst einmitt á Lacoste skóna í NYC um daginn og ég held þeir verði fyrir valinu. Þeir eru látlausir sem er akkurat eins og ég vil hafa þá. Annars eyði ég ekki svo miklu í sumarföt þar sem sú árstíð kíkir aðeins við í örskamma stund.

Adidas Trefoil leggings

Gulur eða silfurlitaður bakpoki frá Stella McCartney Adidas. Sumarlegir!

Showcourt Lacoste strigaskór

Nýja uppáhalds og langbesta naglalakk allra tíma. Það hélst á mér um daginn í 8 daga, ég varla trúði því. Ekki gleyma að kaupa top coatið, án þess fer lakkið af um leið. Ég á vínrauða lakkið en langar að kaupa einn til tvo liti til viðbótar.

Céline white tee

Henning Koppel Georg Jensen klukkur. Á þegar tvær en langar í hinar tvær.

This slideshow requires JavaScript.

Fujifilm polaroid myndavél.

Adidas Ultra Boost hlaupaskór fyrir sumarið. Á eitt par en dauðlangar í annað. Frábærir hlaupaskór!

…. uppáhalds. Brúnkukremið frá VS. Nýlega keypti ég Bronze kremið frá VS. Ég get ekki mælt með spreyinu, það var eiginlega bara ömurlegt. Aftur á móti er kremið frábært og smitast ekki í fötin. Ég prófaði að setja það í andlitið (sem ef eflaust ekki mælst til) en það virkaði og kom einnig vel út.

Sonia Rykiel hettulaus “sveddari”. Hef horft á hana á net-a-porter síðan í janúar.

Levi’s vintage high waist gallabuxur. Sumarið kallar á slíkar buxur!

Eigið æðislegan dag, ég ætla að fara koma mér út úr húsi.

karenlind

Flottar yfirhafnir

WANTED

Ég renndi aðeins yfir yfirhafnirnar á heimasíðu Forever21. Það kom mér á óvart hve margar yfirhafnir mér þótti fínar. Þær eru líka orðnar dýrari og vandaðri en áður. Ég keypti einmitt jakka frá þeim fyrr í sumar sem er mjög veglegur og hlýr.

Hér eru nokkrar yfirhafnir sem mér leist mjög vel á.

Þessi oversized kápa er æði. Fíla stuttu ermarnar.

Bomber jakki… bráðnauðsynlegur í minn fataskáp.

Lambaskinnsjakki.. klassískur og getur ekki klikkað.

Og að lokum þessi sjúki navyblái Moto jakki. Minnir mig á jakkann úr AW13 línunni frá JÖR.

karenlind

OXO – ílát

WANTED

Mig dreymir um að hafa framtíðareldhúsið einstaklega skipulagt og stílhreint. Hversu notalegt væri að opna skápana og sjá þá hlaðna af þessum stílhreinu og látlausu ílátum frá OXO? Ég hef margoft gert tilraun til að taka þau með mér heim frá Bandaríkjunum, en alltaf hætt við í búðinni því þetta er svo hrikalega fyrirferðamikið. Auðvitað er hægt að troða fötum og öðru ofan í ílátin en æi, of mikið vesen eitthvað.

Mér finnst nauðsynlegt að eiga góð ílát upp á ferskleika matarins sem og endingartíma hans. Það er ferlegt að opna kexpakka, maískex, Cheerios og álíka matvörur og sjá þær grotna niður á stuttum tíma vegna lélegra umbúða… það er því svona nánast skylda að splæsa í góðar hirslur :-) Systir mín og amma eiga nokkur svona ílát og ég get því staðfest að þau eru virkilega góð. Ég skoðaði ummæli um ílátin á netinu og það sem fólk er helst óánægt með er að ekki má setja þau í uppþvottavél. Það truflar mig þó ekki.

Þessi matarílát eru efst á mínum “Wanted” lista fyrir eldhúskaup og ég kannski læt ég verða að því á þessu ári að kaupa mér herlegheitin. Ílátin eru annars vegar til með hvítum lokum og hins vegar lokum úr ryðfríu stáli. Ég myndi vilja seinni kostinn!

PopContainersF10

 

 

Ég hef verið dugleg að versla mér Tupperware vörur og gef þeim vörum mína bestu einkunn (sérstaklega dósaopnaranum, hvítlaukspressunni og lauksaxaranum) en gallinn við Tupperware að mínu mati er sá að það er nánast ómögulegt að hafa hlutina í stíl. Það fer algjörlega eftir því hvenær þú kaupir ílátin frá Tupperware hvernig þau líta út.. ef þú keyptir grænt ílát í fyrra þá er komið blátt í ár. Helst þyrfti maður að kaupa allt á sama tíma til að hafa ílátin í stíl.

Fyrir áhugasama þá fást þessi ílát líka í Marshalls (yfirleitt) og þar eru þau seld stök á lækkuðu verði. Ég hef reyndar aldrei rekist á ílátin með ryðfría stálinu í Marshalls – aðeins þessi hvítu. Vegna þess að mig langar í ryðfríu ílátin mun ég örugglega panta mér stórt sett og velja nokkur stök til viðbótar. Ég bíð spennt eftir næstu Ameríkuferð, þau verða að fljóta með heim!

Ég hef séð að Kostur er að selja OXO ílátin með hvítum lokum – kannski ég ætti að tékka fyrst á þeim áður en ég fer að standa í því að drösla þessu heim til Íslands yfir Atlantshafið?

karen

Hinn fullkomni biker jakki

WANTED

Ég hef verið að leita mér að hinum fullkomna biker jakka í einhvern tíma. Ég er komin með nokkrar myndir af flottum biker jökkum á desktop-ið sem ég hef vistað undanfarnar vikur í gegnum netrápið.. Jakkarnir eru þó ekki til á Íslandi. Aftur á móti sá ég vinkonu mína í mjög flottum biker jakka um daginn sem var keyptur í GLORIA á Laugaveginum.

… en svo mætti þessi fallegi jakki á facebook síðu Einveru rétt í þessu og mér finnst hann guðdómlegur. Þetta er jakkinn sem ég hef verið að leita af – beltið í mittinu setti punktinn yfir i-ið!

kalda

kaalda

Ég forvitnaðist aðeins um hann – hann er úr leðri, með sjúkum detailum á ermum og bakhliðinni og svo ég segi sjálf, ótrúlega gæjalegur! Hann er væntanlegur í Einveru í næstu viku.. það komu víst bara örfáir!

Mig sárvantar tímalausar og veglegar flíkur sem endast mér um ókomin ár. Þessi jakki flokkast þar undir og honum er frjálst að mæta í minn skáp anyyytimeeee!

Biker jakki frá KALDA fæst í: Einveru
Biker jakki: KALDA
Mynd: Silja Magg
Módel: Kolfinna

karenlind

w a n t e d vol. I

WANTED

Screen Shot 2013-10-08 at 11.50.12 PM

 1. Leðurarmband frá Miansai
2. Akkerishálsmen frá Miansai
3. Marc by Marc Jacobs armband
4. Krókaarmband frá Miansai
5. Chanel eyrnalokkar
6. Alexander McQueen armband
7. Michael Kors gyllt armband
8. Alexander McQueen leðurarmband

Mig langar í þetta allt..

B I L A S T hvað þetta er fínt!

Ætli ég þurfi ekki að safna aðeins fleiri dósum samt..

1384392_10202074626209413_2023819402_n