Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu.. en mér þykir ekkert meira heillandi en júník heimili þar sem persónulegur stíll skín í gegn. Skemmtilegast finnst mér að kaupa hluti sem sjást ekki víða… og svo finnst mér gaman að taka smá áhættu. Ég tek ekki endilega áhættu í öll kaupum en ég er gígantískur sökker fyrir “POP out” hönnunarvörum sem og öðrum “no name” vörum í bland.
Að skoða óskalista annarra finnst mér mjög skemmtilegt.. það er bara eitthvað skemmtilegt að pæla í stíl annarra og fá hugmyndir. En hér er minn óskalisti þessa stundina. Margt á honum mætti vera á talsvert ákjósanlegra verði fyrir budduna… ehemm… (“.).
1. Poca Vase frá LSA International. Þessi myndi tóna ótrúlega vel inn til mín.. sérstaklega með rauðu eucalyptus greinunum sem ég keypti í sumar (sjá hér). Vasinn fæst hér.
2. Globo lampinn frá Jonathan Adler. Hann kom út í fyrra eða hittiðfyrra.. en um leið og ég sá hann koma inn á síðuna féll ég fyrir honum – hvað þá þegar ég sá hann með berum augum í búðinni. Hann er ennþá fallegri en myndin gefur til kynna. Fæst hér.
3. Brass Atlas Box frá Jonathan Adler. Þið þurfið að skoða myndirnar á síðunni en höfuðið opnast og þá koma þrjár skálar í ljós. Ég elska höfuðstyttur og þessi má alveg verða mín. Fæst hér.
4. Fornasetti kerti. Krukkurnar eða glösin utan um kertin eru eitthvað annað, en ég hef ekki hugmynd um hvort lyktin af þeim sé góð. Fást hér.
5. Diptyque Diffuser. Ég hef haft augastað á þessu ilmglasi sem er eins og stundarglas í laginu. Ilmglasið virkar líka eins og stundarglas, maður einfaldlega snýr því við til að virkja það í eina klukkustund. Svo má fylla á það líka… jiiiiii, mér finnst það hrikalega flott. Fæst hér.
6. Tom Dixon Bump Vase.. þessi er mjög flottur.. og bleikur (frekar líkur einum frá AYTM sem mig langar líka í).
Jæja… hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég er búin að dúllast í þessu í of langan tíma!
Snapchat: karenlind
Instagram: kaarenlind
Skrifa Innlegg