fbpx

OXO – ílát

WANTED

Mig dreymir um að hafa framtíðareldhúsið einstaklega skipulagt og stílhreint. Hversu notalegt væri að opna skápana og sjá þá hlaðna af þessum stílhreinu og látlausu ílátum frá OXO? Ég hef margoft gert tilraun til að taka þau með mér heim frá Bandaríkjunum, en alltaf hætt við í búðinni því þetta er svo hrikalega fyrirferðamikið. Auðvitað er hægt að troða fötum og öðru ofan í ílátin en æi, of mikið vesen eitthvað.

Mér finnst nauðsynlegt að eiga góð ílát upp á ferskleika matarins sem og endingartíma hans. Það er ferlegt að opna kexpakka, maískex, Cheerios og álíka matvörur og sjá þær grotna niður á stuttum tíma vegna lélegra umbúða… það er því svona nánast skylda að splæsa í góðar hirslur :-) Systir mín og amma eiga nokkur svona ílát og ég get því staðfest að þau eru virkilega góð. Ég skoðaði ummæli um ílátin á netinu og það sem fólk er helst óánægt með er að ekki má setja þau í uppþvottavél. Það truflar mig þó ekki.

Þessi matarílát eru efst á mínum “Wanted” lista fyrir eldhúskaup og ég kannski læt ég verða að því á þessu ári að kaupa mér herlegheitin. Ílátin eru annars vegar til með hvítum lokum og hins vegar lokum úr ryðfríu stáli. Ég myndi vilja seinni kostinn!

PopContainersF10

 

 

Ég hef verið dugleg að versla mér Tupperware vörur og gef þeim vörum mína bestu einkunn (sérstaklega dósaopnaranum, hvítlaukspressunni og lauksaxaranum) en gallinn við Tupperware að mínu mati er sá að það er nánast ómögulegt að hafa hlutina í stíl. Það fer algjörlega eftir því hvenær þú kaupir ílátin frá Tupperware hvernig þau líta út.. ef þú keyptir grænt ílát í fyrra þá er komið blátt í ár. Helst þyrfti maður að kaupa allt á sama tíma til að hafa ílátin í stíl.

Fyrir áhugasama þá fást þessi ílát líka í Marshalls (yfirleitt) og þar eru þau seld stök á lækkuðu verði. Ég hef reyndar aldrei rekist á ílátin með ryðfría stálinu í Marshalls – aðeins þessi hvítu. Vegna þess að mig langar í ryðfríu ílátin mun ég örugglega panta mér stórt sett og velja nokkur stök til viðbótar. Ég bíð spennt eftir næstu Ameríkuferð, þau verða að fljóta með heim!

Ég hef séð að Kostur er að selja OXO ílátin með hvítum lokum – kannski ég ætti að tékka fyrst á þeim áður en ég fer að standa í því að drösla þessu heim til Íslands yfir Atlantshafið?

karen

Salt eldhús: Makrónunámskeið

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Rósa

  14. February 2014

  Þessi box fást líka í Kokku á Laugaveginum :)

  • Karen Lind

   15. February 2014

   Nei snilld! Veistu hvað þau kosta þar?

 2. Katrín

  15. February 2014

  Hæ Karen!

  Mig langar til að forvitnast hvort þú hafir einhverntímann pantað af Target og látið senda í heimahús úti eða á hótel? taka þeir íslensk kort? :)

  Kveðja,
  Katrín

  • Karen Lind

   15. February 2014

   Ég hef pantað á hótel – og það var ekkert mál.. nema ég fékk allt sent í sitthvorum kössunum… og þeir taka íslensk kort :) Mjög auðvelt allt saman! :)

   • Katrín

    15. February 2014

    Takk fyrir þetta :)

 3. Halla F

  17. February 2014

  Hæ eitt stk kostar 5.590 í Kokku á meðan 5 saman kosta $49 í Target (reyndar allt með hvítum lokum).

  Heeeeld það borgi sig að versla í US and A….

  • Karen Lind

   17. February 2014

   Ahhh… ja, eg mun kaupa mitt uti, an efa :-) Takk fyrir! :-)