Ég renndi aðeins yfir yfirhafnirnar á heimasíðu Forever21. Það kom mér á óvart hve margar yfirhafnir mér þótti fínar. Þær eru líka orðnar dýrari og vandaðri en áður. Ég keypti einmitt jakka frá þeim fyrr í sumar sem er mjög veglegur og hlýr.
Hér eru nokkrar yfirhafnir sem mér leist mjög vel á.
Þessi oversized kápa er æði. Fíla stuttu ermarnar.
Bomber jakki… bráðnauðsynlegur í minn fataskáp.
Lambaskinnsjakki.. klassískur og getur ekki klikkað.
Og að lokum þessi sjúki navyblái Moto jakki. Minnir mig á jakkann úr AW13 línunni frá JÖR.
Skrifa Innlegg