fbpx

Pastel bleik regnkápa

FÖTWANTED

Ég hef aldrei átt regnkápu.. en mér finnst nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri (rétt eins og Elísabet Gunnars hefur nokkrum sinnum bent á) svo það er um að gera að kaupa regnkápu á næstu dögum.. sérstaklega þar sem ég sá að 66°N er að hefja sölu á pastel bleikri Laugavegsregnkápu. Hún er reyndar ekki komin til landsins svo ég verð að taka endanlega ákvörðun eftir mátun. Ég á lítið sem ekkert bleikt í fataskápnum og ég viðurkenni að þetta er langt í frá að vera litur í uppáhaldi.. en þess vegna þætti mér gaman að eiga eina flík þar sem brugðið er eilítið út af vananum.

screen-shot-2017-03-31-at-12-18-10-pm
screen-shot-2017-03-31-at-12-23-41-pm
Hér að ofan má sjá Aldísi í pastel bleiku kápunni (mynd tekin af instagram.com/66north)… mér finnst hún geggjuð!

karenlind1

Fallegir hlutir III

Skrifa Innlegg