Ég er treflasjúk. Ég á orðið of mikið af fallegum treflum… sumir dýrari en aðrir. Þess vegna finnst mér þessi á ótrúlega góðu verði eða eitthvað um 17 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er hann ekki ódýr.. en hann er svo stór og úr ótrúlega fallegri 100% ull. Og svo er hann frá Acne Studios. Það merki er svo smart – draumayfirhöfnin mín er einmitt frá Acne Studios, en ég er ansi viss um að ég kaupi hana aldrei. Ef mér finnst hún ennþá jafn falleg og þess virði eftir fimm ár væri það möguleiki. Ég hugsa mig alltaf mjög lengi um áður en ég kaupi mér eitthvað sem kostar aðeins meira. Ég stekk aldrei á neitt í flýti, það geri ég bara til að vera viss um að mig virkilega langi í hlutinn. Ætli það sé ekki lærdómurinn af því að kaupa upp lagerinn frá Forever 21 hér í gamla daga.. en þið sem hafið fylgst með mér hvað lengst munið eflaust eftir því hvað ég keypti mér mikið af fötum þegar ég var yngri (og seldi þau svo hálfu ári síðar). Úff, það er mesta vitleysa sem ég hef gert… og svo ég tali nú ekki um peningaeyðsluna.
Mig langar í þann sem er karamellubrúnn, en svo er pastelbleiki líka ótrúlega fallegur. Aftur á móti held ég að karamellubrúni fari betur við flestar flíkur. Ég man eftir færslu frá Elísabetu Gunnars um trefilinn og svo minnir mig endilega að Helgi Ómars eigi einn líka.
Fæst hér.
Skrifa Innlegg