fbpx

Óskalistinn: Canada scarf

WANTED

Ég er treflasjúk. Ég á orðið of mikið af fallegum treflum… sumir dýrari en aðrir. Þess vegna finnst mér þessi á ótrúlega góðu verði eða eitthvað um 17 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er hann ekki ódýr.. en hann er svo stór og úr ótrúlega fallegri 100% ull. Og svo er hann frá Acne Studios. Það merki er svo smart – draumayfirhöfnin mín er einmitt frá Acne Studios, en ég er ansi viss um að ég kaupi hana aldrei. Ef mér finnst hún ennþá jafn falleg og þess virði eftir fimm ár væri það möguleiki. Ég hugsa mig alltaf mjög lengi um áður en ég kaupi mér eitthvað sem kostar aðeins meira. Ég stekk aldrei á neitt í flýti, það geri ég bara til að vera viss um að mig virkilega langi í hlutinn. Ætli það sé ekki lærdómurinn af því að kaupa upp lagerinn frá Forever 21 hér í gamla daga.. en þið sem hafið fylgst með mér hvað lengst munið eflaust eftir því hvað ég keypti mér mikið af fötum þegar ég var yngri (og seldi þau svo hálfu ári síðar). Úff, það er mesta vitleysa sem ég hef gert… og svo ég tali nú ekki um peningaeyðsluna.

30-11-2016_acne_studioscanadanarrowscarf_caramelbrown_27n153-59c_mg_2 72b076d7511a596d061c120b776f05d8

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

136a4dbdf0870a790e2e9f38ab417df4 d0af0b5af13a36762515dbd30105341e d99beeab5da8412a1741bf0c404526ec ddf9a1581a348462054956afc8a7efcd f8038941db897d0cf8b8ca67b10fee5c screen-shot-2017-02-12-at-10-50-05-pm

Mig langar í þann sem er karamellubrúnn, en svo er pastelbleiki líka ótrúlega fallegur. Aftur á móti held ég að karamellubrúni fari betur við flestar flíkur. Ég man eftir færslu frá Elísabetu Gunnars um trefilinn og svo minnir mig endilega að Helgi Ómars eigi einn líka.

Fæst hér.

karenlind1

Barstólarnir mínir: About a stool

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    15. March 2017

    Mæli mjög mikið með að fjárfesta í einum svona – elska minn ..