fbpx

Hinn fullkomni biker jakki

WANTED

Ég hef verið að leita mér að hinum fullkomna biker jakka í einhvern tíma. Ég er komin með nokkrar myndir af flottum biker jökkum á desktop-ið sem ég hef vistað undanfarnar vikur í gegnum netrápið.. Jakkarnir eru þó ekki til á Íslandi. Aftur á móti sá ég vinkonu mína í mjög flottum biker jakka um daginn sem var keyptur í GLORIA á Laugaveginum.

… en svo mætti þessi fallegi jakki á facebook síðu Einveru rétt í þessu og mér finnst hann guðdómlegur. Þetta er jakkinn sem ég hef verið að leita af – beltið í mittinu setti punktinn yfir i-ið!

kalda

kaalda

Ég forvitnaðist aðeins um hann – hann er úr leðri, með sjúkum detailum á ermum og bakhliðinni og svo ég segi sjálf, ótrúlega gæjalegur! Hann er væntanlegur í Einveru í næstu viku.. það komu víst bara örfáir!

Mig sárvantar tímalausar og veglegar flíkur sem endast mér um ókomin ár. Þessi jakki flokkast þar undir og honum er frjálst að mæta í minn skáp anyyytimeeee!

Biker jakki frá KALDA fæst í: Einveru
Biker jakki: KALDA
Mynd: Silja Magg
Módel: Kolfinna

karenlind

Sonia Kashuk: Nýtt í snyrtitöskunni

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1