Sumarið er alveg að fara koma, í þrjá mánuði. Ekki beint langur tími en þó innilega kærkominn. Ég setti saman smá lista af hlutum sem mig langar í. Mér finnst nauðsynlegt að eignast nýja hlaupaskó fyrir sumarið og af öllu því úrvali sem er í boði myndi ég velja mér Adidas Ultra Boost skóna. Svo vantar mig einhverja smart sneakers, en ég rakst einmitt á Lacoste skóna í NYC um daginn og ég held þeir verði fyrir valinu. Þeir eru látlausir sem er akkurat eins og ég vil hafa þá. Annars eyði ég ekki svo miklu í sumarföt þar sem sú árstíð kíkir aðeins við í örskamma stund.
Adidas Trefoil leggings
Gulur eða silfurlitaður bakpoki frá Stella McCartney Adidas. Sumarlegir!
Showcourt Lacoste strigaskór
Nýja uppáhalds og langbesta naglalakk allra tíma. Það hélst á mér um daginn í 8 daga, ég varla trúði því. Ekki gleyma að kaupa top coatið, án þess fer lakkið af um leið. Ég á vínrauða lakkið en langar að kaupa einn til tvo liti til viðbótar.
Céline white tee
Henning Koppel Georg Jensen klukkur. Á þegar tvær en langar í hinar tvær.
Fujifilm polaroid myndavél.
Adidas Ultra Boost hlaupaskór fyrir sumarið. Á eitt par en dauðlangar í annað. Frábærir hlaupaskór!
…. uppáhalds. Brúnkukremið frá VS. Nýlega keypti ég Bronze kremið frá VS. Ég get ekki mælt með spreyinu, það var eiginlega bara ömurlegt. Aftur á móti er kremið frábært og smitast ekki í fötin. Ég prófaði að setja það í andlitið (sem ef eflaust ekki mælst til) en það virkaði og kom einnig vel út.
Sonia Rykiel hettulaus “sveddari”. Hef horft á hana á net-a-porter síðan í janúar.
Levi’s vintage high waist gallabuxur. Sumarið kallar á slíkar buxur!
Eigið æðislegan dag, ég ætla að fara koma mér út úr húsi.
Skrifa Innlegg